23.4.2008 | 12:30
Hafnarfjarðarbær stefnir OR
Hafnarfjarðarbær hyggst síðar í dag leggja fram formlega stefnu á hendur Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fyrirtækið hefur ekki greitt fyrir rúmlega 14% hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn krefst þess að fá um 8 milljarða frá Orkuveitunni, en innheimtu- og vaxtakostnaður vegna meintrar skuldar er ríflega 200 milljónir króna.
Hafnarfjarðarbær og Orkuveita Reykjavíkur gerðu í fyrra samkomulag um að bærinn hefði sölurétt á ríflega 15% hlut sínum í HS til Orkuveitunnar á genginu 7,1. Samkvæmt því á Orkuveitan að borga rúma 8 milljarðar fyrir allan hlut Hafnarfjarðar ef bærinn kýs að selja.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í desember að selja 95% af hlut sínum, þannig að Orkuveitan keypti rúmlega 14% hlut og Hafnarfjarðarbær héldi eftir tæpu 1%. Samkvæmt samkomulaginu væri greiðsla fyrir þann hlut rúmlega 7,7 milljarðar.
Efasemdir komu hins vegar upp um að þetta stæðist samkeppnislög og því dróst að fullnusta samninginn. Samkeppniseftirlitið úrskurðaði svo í síðustu viku að Orkuveitan mætti aðeins eiga 3% í Hitaveitu Suðurnesja. Hún á nú 16% og hefði farið upp í 30% ef hlutur Hafnarfjarðarbæjar hefði verið keyptur.
Orkuveitan hefur haldið því fram að með þessum úrskurði sé ljóst að samningurinn við Hafnarfjarðarbæ sé ólögmætur og því ekki hægt að standa við hann. Hafnarfjarðarbær telur hins vegar að Orkuveitan eigi að standa við gerðan samning og síðan reyna að losa sig við hlut sinn í hitaveitunni.
Bærinn hefur sett skuldina í innheimtu án árangurs. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að kynna í bæjarráði Hafnarfjarðar fyrirætlanir um að stefna Orkuveitunni fyrir dómstóla vegna vanefnda á greiðslunum. Stefnan verður formlega lögð fram eftir hádegið. Þar verður þess væntanlega krafist að kaupverðið fyrir hlutinn verði greitt. Auk þess greiði Orkuveitan vaxta og innheimtukostnað, sem er nú orðinn rúmar 200 milljónir króna. Jafnframt verður óskað eftir flýtimeðferð á málinu í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem eru í húfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.