Leita í fréttum mbl.is

Vörubílstjórum berst stuðningur.

Þegar lögregla þarf að hafa afskipti af upphlaupum og óeirðum er það nokkuð fastur liður í öllum fréttum að lögreglan beiti harðræði og sé að minnsta kosti öðrum þræði sökudólgurinn, en ekki óeirðaseggirnir – aðgerðir þeirra hafi verið „friðsamleg mótmæli".

Í samræmi við þetta voru fréttir af átökum sem urðu á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt 23. apríl sl.
Ýmsir voru til kallaðir að segja álit sitt og margir töldu lögregluna eiginlega sökudólginn, þar á meðal voru þrír þingmenn. Atli Gíslason sagði reyndar í sjónvarpsfréttum sama kvöld að bílstjórar hefðu gengið of langt, en lögreglan var jafnframt sökuð um að hafa gengið of hart fram og ekki gætt meðalhófs. Steingrímur J. Sigfússon gaf sterklega í skyn að lögreglan hefði beitt óþarfa hörku og Guðjón Kristjánsson varpaði allri sök á lögregluna og taldi viðbrögð hennar fáheyrð. (sbr. Fréttablaðið 24. apríl). – Svo mörg voru þau orð.

Ekki þarf að lýsa aðgerðum vörubílstjóra undanfarið. Lögregla hefur sýnt fádæma langlundargeð, en að því hlaut að koma að það þryti og ofbeldisverkin yrðu stöðvuð, enda almannahagsmunir í húfi. Tilmælum lögreglu var ekki hlýtt og fyrirmælum var fylgt eftir, en aðgerðum var svarað með hnefum, bareflum, grjóti og eggjum.

Nú er eðlilegt að spyrja: hvaða skilaboð eru þingmennirnir að flytja? Í orðum Atla felst naumast annað en grýta megi lögreglumenn í krafti meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins, en óljóst hvenær þeir megi bera hönd fyrir höfuð sér. Steingrímur hefur lögfræðina ekki jafn tiltæka, en af orðum hans má ráða lögreglan eigi að bíða þar til bílstjórum þóknist að opna veginn, en þola grjótkast öðrum kosti. Ósvarað er hins vegar hversu margir lögreglumenn eiga að liggja í valnum áður en þeir mega stjaka við baráttuhetjunum. Guðjón Kristjánsson hefur gefið allsherjar barsmíða-, grjót og eggjaleyfi á lögregluna.

Oft er rætt um vaxandi ofbeldi í þjóðfélaginu. Um hverja helgi flytja fjölmiðlar fréttir af ofbeldisverkum helgarinnar. Árásum á lögreglumenn og öryggisverði fer fjölgandi. Miðbær Reykjavíkur tekur um nætur að líkjast vígvelli sem fólk hættir sér varla inn á. Nýjasta birtingarmynd þessa ástands eru aðgerðir vörubílstjóra og þeim fylgja síðan óstýrilátir unglingar og þar á eftir soraöfl þjóðfélagsins. Þeim hefur nú bætzt stuðningur, beinn og óbeinn úr röðum handhafa löggjafarvalds.

Sigurður Líndal

Höfundur er lagaprófessor.

Fréttablaðið, 26. apr. 2008 06:00


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég hefði ekki viljað missa af þessum pistli

og á Sigurjón þakkir fyrir  greina góð skil á málefninu. En það má deila um hvort copy/paste sé rétta leiðin. 

Sturla Snorrason, 27.4.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband