Leita í fréttum mbl.is

Bílgrind úr áli fær Evrópsku nýsköpunarverðlaunin.

- Ál hefur verið til í áratugi en bílaframleiðendur litu oft fram hjá því
Uppfinningateymi Audi fyrirtækisins hlaut Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í flokki iðnaðar í vikunni fyrir þróun sína á léttri og sterkri bílgrind úr áli. Verðlaunin voru afhent af Danilo Turk, forseta Slóveníu, Gunther Verheugen, varaforseta Evrópuráðsins og Alison Brimelow forstjóra Evrópsku einkaleyfastofunnar í Ljubljana í Sloveníu á mánudaginn var.

Uppfinningateymi Audi, undir stjórn Norbert Enning, var brautryðjandi í notkun áls í bifreiðaiðnaðinum en það leiðir ekki aðeins til léttari og grennri burðargrinda, heldur aukins öryggis.
 
Árið 1993 fékk Audi einkaleyfi fyrir bílgrindarkerfi úr áli ásamt framleiðsluaðferðum þess. Ári síðar kynnti fyrirtækið til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bíl sögunnar með burðargrind eingöngu úr áli – Audi A8. Síðan þá hefur burðargrindarkerfið verið markaðsett sem „Audi Space Frame” (ASF), en það hefur náð miklum vinsældum og er í stöðugri þróun.
 
Ál hefur verið til í áratugi en bílaframleiðendur litu oft fram hjá því og kusu heldur stál á þeim forsendum að það væri sterkara vegna þess að það er þyngra. Margir bílahönnuðir efuðust um að ál væri nógu sterkt til þess að standast álag. Það kom einfaldlega ekki til greina að nota ál í stað stáls. Án viðamikilla hönnunarbreytinga myndi ál beygjast á mikilvægum álagspunktum. Til þess að dreifa þyngdinni urðu Norbert Enning og félagar að umturna öllum fyrri hugmyndum um hönnun bílgrinda.
 
Beinn ávinningur af tækninni sem þeir þróuðu er m.a. betri eldsneytisnýting, betri aksturseiginleikar, auðveldari brot og fyrirhafnarminni viðgerðir. Hvað endingu varðar er ál eina tæringarfría efnið sem fyrirfinnst á markaðinum. Vegna sveigjanleika þess er ál ákjósanlegt fyrir hönnuði til þess að móta nýja og skilvirka íhluti í bíla.              

Alcan framleiðir völsunar barra fyrir Audi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband