Leita í fréttum mbl.is

Álið bjargar þjóðarbúinu.

tommeltot opadSíðustu tvo mánuði hefur útflutningur á áli skilað meiri tekjum en fiskafurðir. Í maí var flutt út ál fyrir 17,7 milljarða króna.Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu er áætlað að ál verði 45 prósent af útflutningi þessa árs sjávarútvegur 35 prósent..En næstu 12 mán fari það yfir 50 % . Ef áætlanir ganga eftir er reiknað með að álframleiðslan tvöfaldist og flutt verði út um 770 þúsund tonn á þessu ári að verðmæti um 160 til 175 milljarðar.Á næsta ári má reikna með að áli skili en meira inn í þjóðarbúið með hækkandi áli á ál mörkuðum og ári 2009 væri verðmætið 195 til 210 milljarðar.

En yfir 40 til 43% af verðmæti verða eftir í landinu eða yfir 75 milljarðar sú tala hækkar árið 2009 gæti farið yfir 80 milljarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Svo sorglegt sem það er, virðist fólk bara ekki skilja okkur Rauða ljón. Ég held svei mér þá að fólk hafi það enn of gott og það er sorglegt að 5000 manns þurfi að missa vinnuna og allt þurfi að fara fjandans til til að fólk átti sig á svo einföldum staðreyndum, sem við erum að reyna að koma á framfæri.

Ég hef þó tekið eftir því að fjölmiðlar eru ekki jafnfjandsamlegir og þeir voru fyrir nokkrum mánuðum. Þeir eru nú kannski ekki orðnir neinir stóriðjusinna, en þeir eru þó allavega farnir að birta réttar fréttir, farnir að birta staðreyndir málsins og ljúga ekki eins og þeim sé borgað fyrir það (þeim var nú reyndar borgað fyrir að ljúga).

Eru ekki allir að missa vinnuna hjá þessum fjölmiðlum og búið að taka 365 af markaði - eða hvað það fyrirtæki heitir í dag. Þú ert allavega með örugga vinnu og vel launaða vinna, það er eitt sem víst er.

Sá hlær best, sem síðast hlær (og vona að við getum þá enn hlegið).

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.7.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Guðbjörn.

Jú það er farið að syrta í ári og hluti þjóðarinnar en á  eyðslufylleríi og vinstrimenn góla mikið á móti atvinnuuppbyggingu og vilja ekkert með hana að hafa, eins hafa fjölmiðlar tekið í sama streng og þá helst VG hjá (RUV) Sól í Efstaleiti en nú er verið að draga saman í fjölmiðla geiranum og fækka fólki bæði hjá Sól í Efstaleiti sem og hjá öðrum miðlum eins og búast má við hjá 365, starfsfólki hjá mbl hefur verið að fækka og en rennur ekki upp ljósið hjá þeim og en sitja þeir í myrkrinu.

Kv, Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 3.7.2008 kl. 11:48

3 Smámynd: haraldurhar

Sæll Sigurjón.

   Getur þú sundurliðað fyrir mig hvernig þú færð út 40 til 43% nettó gjaldeyristekjur af útflutingsverðmæti áls. og tilgreint sérstaklega eftirtalda  liði.  1.  Sala raforku. 2. Vinnulaun v. framleiðslu. 3. Skattagreiðslur stóriðju.  4. Þáttatekjur okkar vegna þjónustu og annara innlendra aðfanga.

Með fyrirfram þökk.  H.

haraldurhar, 10.7.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.

Meðal laun um 560 þúsund launa -tengd- gjöld + 39% 560*39%/100= 778 þús * 1250 mans =   9.73 milljarðar.Að keypt laun um 400 * 778 =  3.12 milljarðar                                      ==               12.85 milljarðar

Aðföng, birgjar,vertaka                                   18.00 milljarðar

                                                         --               3,12 milljarðar

    Samtals                                                       30.85 milljarðar

                                                             ____________________

                                                                      27.73  milljarðar

Þar sem eftir stendur eru skatta og raforka.

Rauða Ljónið, 11.7.2008 kl. 18:11

5 Smámynd: haraldurhar

    Sæll Sigurjón.

    Þessar tölur þínar segja mér harla lítið, og fer ég að efast stórlega um kunnáttu þína varðandi tekjustreymi okkur til handa frá stóriðju. Eina staðreyndinn er þú setur fram og veist eflaust er greidd laun og launatengd gjöld.   Aðföng og keypt þjóusta væri fróðlegt að þú skilgreindir, svo ekki sé talað um hvert sé söluverð raforkunar, td. og þætti mér gott ef þú skilgreindir orkusöluna í US$ pr. framleitt tonn. Skattagreiðslur  til Ríkis og Bæja, ætti þér nú að vera auðvelt að afla, væntanlega flokkast skattarnir ekki undir trúnaðarupplýsingar, gagnvart okkur landsmönnum.

kv. h.

haraldurhar, 12.7.2008 kl. 14:53

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Eitt skulum við hafa á hreinu tekjur af álvinnslu verða 80 milljarðar eða þar yfir, júni til júní 2009, varðandi skiptingu þá gef ég hana ekki frekar upp en þær tölur sem ég hef þegar gefið upp og eru réttar, en  skiptin er trúnaðarmál á sumum þáttum en sem komið er,  hægt að nálgast þær flestar á greiningardeildum, getur  þú gefir mér upp tölur og skiptingu á öðrum atvinnu greinum og hvað verður þar eftir í landinu til að fá samanburð..

Kv. Sigurjón Vigfússon 

 

 

Rauða Ljónið, 12.7.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband