11.9.2008 | 14:08
Söfnum fyrir Ellu Dís.
Það dýrmætasta í lífi okkar eru börnin okkar englar og gimsteinar okkar.
Hin hetjulega barátta Ellu Dísa tveggja ára sem þjáist af sjaldgæfum
hrörnunarsjúkdómi.
Léttum líf hennar og gefum henni tækifæri, sem öll börn eiga að njóta ljósið í lífi okkar.
Og að hún fái að senda bros sitt til móður sinnar og föður og til okkar allra og fái það tækifæri sem við óskum englum og gimsteinu okkar.
Reiknisnúmer er : 0525-15-020106 Kennitala: 020106-3870
Ella Dís fæddist 2. Janúar 2006, alheilbrigð. Þegar hún var 1 ½ árs fór að bera á lömun í höndum sem læknum þótti benda til að hún væri með einkenni hrörnunarsjúkdómsins SMA (Spinal Muscular Atrophy). DNA rannsókn leiddi nýlega í ljós að svo er ekki. Læknar vita hins vegar ekki hvað nákvæmlega hrjáir hana, annað en að staðsetning þess er í mænunni. Ella Dís hefur nú misst allan mátt í höndum, neðri hluta fótleggja, munni og kjálkavöðvum, maga og er nú byrjuð að missa mátt í hálsi. Móðir Ellu Dísar, Ragna, gæti þurft að sætta sig við að fá aldrei að vita hvað veldur hrörnun dóttur sinnar.
Ella Dís á fjögurra ára gamla systur, Jasmín og eru þær afar nánar. Áður bjuggu mæðgurnar í Bretlandi ásamt barnsföður Rögnu sem er Breti. Eftir aðskilnað þeirra fyrir rúmu ári flutti Ragna heim til Íslands með stelpurnar þar sem hún ætlaði að búa þeim framtíðarheimili.
Veikindin hafa tekið sinn toll af Rögnu. Hún hefur ekki getað unnið úti vegna þess að hún þarf að sinna dóttur sinni. Í fyrstu segist hún hafa verið mjög sorgmædd. En með aðstoð sálfræðings hefur henni tekist að öðlast styrk til að takast á við þessar óraunverulegu aðstæður. Hún óttast þó mest að horfa upp á dóttur sína hrörna og deyja, en hún telur að miðað við hraðan framgang hrörnunarinnar eigi Ella Dís ekki nema tæpt ár eftir ólifað. Með hjálp segist hún hafa lært að lifa með veikindunum. En hún muni aldrei sætta sig við örlög dóttur sinnar.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Takk fyrir að vekja athygli á þessu Sigfús.
Ég finn mig knúna til að gera slíkt hið sama á síðunni minni í dag. Tók mér það bessaleyfi að linka á þig.
Kær kveðja.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.9.2008 kl. 15:01
Ég meina Sigurjón (afsakið)
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.9.2008 kl. 20:06
Já takk fyrir þessa hvatningu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.