Leita í fréttum mbl.is

Birna á að borga.

Viðskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis, með kaup á bréfum í Glitni 27. mars 2007 eru skráð í Kauphöll Íslands. Vilhjálmur Bjarnason segir að um leið og viðskipti hafi verið tilkynnt í Kauphöllinni taki menn á sig þær skuldbindingar sem fylgja. Birna hefur sagt frá því í fjölmiðlum að hlutur hennar í Glitni hafi horfið. Vilhjálmur segir þetta vera álíka tæknileg mistök og þjófnaður Árna Johnsen.

 Birna_Einarsdttir_JPG_280x800_q95

Birna segist hafa ætlað að skrá bréfin í félag sitt Melkorku en engar færslur er að finna í ársreikningum þess félags utan stofnkostnaðargreiðsla. Mynd/Sigurður Jökull/IPA

Birna hefur haldið því fram að mannleg mistök hafi leitt til þess að kaup hennar á bréfum í Glitni hafi ekki farið í gegn. Vilhjálmur segir að þegar viðskipti hafi verið tilkynnt í Kauphöll Íslands séu þau orðin raunveruleg og þá sé ekki hægt að bera við minnisleysi. Birna er núverandi bankastjóri Glitnis en hún keypti sjö milljón hluti í Glitni á genginu 26,4 fyrir samtals 184 milljónir króna. Engin sala á hlutum Birnu er skráð í Kauphöllinni. Vilhjálmur segir það alveg ljóst að bréfum Birnu hafi verið kippt út á bak við tjöldin. Það sé ekki hægt að bera við minnisleysi í svona málum.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að ef Kauphöllin finni að ákveðin mál geti gefið tilefni til þess að þau þarfnist frekari skoðunar sé haft samband við Fjármálaeftirlitið. „Innherja þarf að tilkynna og síðan, ef það er horfið frá kaupunum af einhverjum ástæðum, þarf að tilkynna að kaupin gangi til baka,“ segir hann.

ÚR DV.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn eitt skítamálið

en hvað gerir fólk ekkert

En það Getur Hætt Viðskiftum Sínum Við Glitni

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:44

2 identicon

Sorry Gleymdi Auðvaldið Sigrar Heimskann Lýðinn

Húrra húrra húrra

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:45

3 identicon

Bara viðbjóðsleg skítalykt af þessu! Það á að reka hana með skömm og láta hana borga allt tilbaka!

Spilling ,spilling og siðblinda á hæðsta stigi!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband