Leita í fréttum mbl.is

Tvísýnt um alla blaðaútgáfu.

mynd
Ari Edwald forstjóri 365 segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins hafi valdið vonbrigðum.

 

„Það er alveg ljóst að það er tvísýnt um alla blaðaútgáfu á Íslandi í dag," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Hann segist þó ekki sjá annað fyrir sér en að 365 miðlar haldi áfram rekstri Fréttablaðsins.

Samkeppniseftirlitið ógilti í dag samruna Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, en í samningnum var gert ráð fyrir að Fréttablaðið og dreifingaraðili þess, Pósthúsið, rynni inn í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Með því 365 yrði um leið stærsti hluthafinn í Árvakri. Ari segist hafa gert sér grein fyrir því um nokkra hríð að þetta yrði ekki samþykkt. Hins vegar séu það mikil vonbrigði hvað Samkeppniseftirlitið setji fram mikil og dýr skilyrði fyrir því að 365 og Árvakur vinni saman að prentun og dreifingu blaðanna. „Mér finnst þeir ganga allt of langt í að setja skilyrðin fyrir því samstarfi," segir Ari.

Ari Edwald, forstjóri 365, segir að það séu mikil vonbrigði hvað Samkeppniseftirlitið setji fram mikil og dýr skilyrði fyrir því að samvinna Fréttablaðsins og Morgunblaðsins geti átt sér stað. Með þeim skilyrðum sem sett voru hafi verið komið í veg fyrir ýmisskonar hagræðingu í rekstri 365 miðla.

Ari segir tvísýnt um alla blaðaútgáfu í dag. Menn hafi ekki verið að huga að samvinnu blaðanna að ástæðulausu. Hann segir þó miklu skipta fyrir framhaldið hversu skýr úrskurður Samkeppniseftirlitsins hafi verið varðandi þau skilyrði sem sett eru fyrir samvinnu. „Og ég sé ekki annað fyrir mér en að menn muni reyni að sjá hvort hægt sé að koma að þessu á einhvern annan hátt," segir Ari.

Vísir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Frėttablaðið og Mogginn mega fara á hausinn. Ef það er markaður fyrir fréttir á annað borð mun blaðaútgáfa komast atfur á legg. Ari er vælukjói.

Gísli Ingvarsson, 13.2.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband