13.2.2009 | 22:44
Tvísýnt um alla blaðaútgáfu.
Það er alveg ljóst að það er tvísýnt um alla blaðaútgáfu á Íslandi í dag," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Hann segist þó ekki sjá annað fyrir sér en að 365 miðlar haldi áfram rekstri Fréttablaðsins.
Samkeppniseftirlitið ógilti í dag samruna Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, en í samningnum var gert ráð fyrir að Fréttablaðið og dreifingaraðili þess, Pósthúsið, rynni inn í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Með því 365 yrði um leið stærsti hluthafinn í Árvakri. Ari segist hafa gert sér grein fyrir því um nokkra hríð að þetta yrði ekki samþykkt. Hins vegar séu það mikil vonbrigði hvað Samkeppniseftirlitið setji fram mikil og dýr skilyrði fyrir því að 365 og Árvakur vinni saman að prentun og dreifingu blaðanna. Mér finnst þeir ganga allt of langt í að setja skilyrðin fyrir því samstarfi," segir Ari.
Ari Edwald, forstjóri 365, segir að það séu mikil vonbrigði hvað Samkeppniseftirlitið setji fram mikil og dýr skilyrði fyrir því að samvinna Fréttablaðsins og Morgunblaðsins geti átt sér stað. Með þeim skilyrðum sem sett voru hafi verið komið í veg fyrir ýmisskonar hagræðingu í rekstri 365 miðla.
Ari segir tvísýnt um alla blaðaútgáfu í dag. Menn hafi ekki verið að huga að samvinnu blaðanna að ástæðulausu. Hann segir þó miklu skipta fyrir framhaldið hversu skýr úrskurður Samkeppniseftirlitsins hafi verið varðandi þau skilyrði sem sett eru fyrir samvinnu. Og ég sé ekki annað fyrir mér en að menn muni reyni að sjá hvort hægt sé að koma að þessu á einhvern annan hátt," segir Ari.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Frėttablaðið og Mogginn mega fara á hausinn. Ef það er markaður fyrir fréttir á annað borð mun blaðaútgáfa komast atfur á legg. Ari er vælukjói.
Gísli Ingvarsson, 13.2.2009 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.