Leita í fréttum mbl.is

Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er ef ríkisstjórnin hefði ráðið fyrir 10 árum.

Ef Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hefðu fengið að ráða fyrir tæpum 10 árum síðan væri skuld Íslendinga vegna Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er. Í dag eru þau örugglega fegin því að tillaga þeirra var felld á Alþingi. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnarssonar, fyrrum Alþingismanns.DSCF3273

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave, sem dreift var á Alþingi í gær, er vitnað til lagasetningarinnar árið 1999. Í lögunum er kveðið skýrt á um að ábyrgð innstæðutryggingasjóðsins takmarkist við 20.887 evrur. Lögð er sérstök áhersla á að Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, hafi sérstaklega hnykkt á því í framsöguræðu fyrir málinu að sjóðnum bæri að bæta tjón sparifjáreigenda að þessu lágmarki hvort sem eignir hans dygðu til þess eða ekki.

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vilja með þessu gera Finn Ingólfsson ábyrgan fyrir því að Icesave skuldin falli á þjóðina. Við skulum aðeins rifja upp málflutning og tillöguflutning þingmanna við þessa afdrífaríku lagasetningu.

Stjórnarandstöðunni þáverandi, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar þótti frumvarpið ekki ganga nógu langt. Þau flutti breytingartillögu og lögðu þar til að einstaklingur skyldu fá allar innstæður sínar bættar úr tryggingarsjóðunum en ekki bara lágmarkið.

 Jóhanna rökstuddi tillöguna meðal annars svona: „Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar."

Tillagan var felld með 34 atkvæðum gegn 16. Hefði hún fengist samþykkt verður ekki betur séð en að Íslendingar hefðu orðið að bæta innstæður einstaklinga í Icesave-reikningum að fullu í stað lágmarksupphæðarinnar.

Ekki er alveg ljóst af greinargerð frumvarpsins um ríkisábyrgðina hvað hún hefði orðið há ef tillaga Jóhönnu og fleiri hefði verið samþykkt en ráða má að skuldin hefði hækkað um liðlega 400 milljarða króna og þá ríkisábyrgðin að sama skapi.

Svo segja oddvitar ríkisstjórnarinnar nú að þeim hafi verið nauðugur einn kostur að semja um Icesave! 

 Gunnar Örn Jónsson skrifar:

Vísir í dag.      Grein Kristins má sjá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband