Leita í fréttum mbl.is

Lágkúrulegur listaverka þjófur á Akureyri.

 Undarlegt er hve menn geta lagst lágt til að eyðileggja fyrir öðrum sem menn skapa með list sinni, skemmdarfíkn og lákúra er engum til sóma.

 Listaverkið Landnám, eftir myndlistarmanninn og bloggaran, Hlyn Hallsson, vakið viðbrögð á Akureyri. Verkinu hefur verið stolið í þrígang síðan það var fyrst sett upp í maí síðastliðnum. Það hefur einnig verið hulið með ruslapoka og í eitt sinn skipt út fyrir annað verk sem síðan hvarf einnig sporlaust.

Listaverkaþjófur gengur laus

Verkið sem er Evrópusambandsfáni sem blaktir á fánastöng úti í skeri í Leirutjörn skerið er í raun gallerí, kallað Gallerí víðátta 601. Hlynur segist vel hafa búist við að verkið yrði umdeilt, enda pólitískt, en sig hafi þó ekki grunað að því yrði stolið trekk í trekk. Til þess að komast út í skerið þarf annað hvort að vaða vatnið upp undir hendur eða útvega bát og róa þangað óséður. Hlynur réri sjálfur út í hólmann í dag og setti verkið upp í fjórða sinn. Hann kveðst ekki búinn að gefast upp en vildi gjarnan ná tali af þjófnum og ræða við hann.

Kv. Sigurjón Vigfússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband