4.9.2009 | 18:04
Ágæt arðsemi af orkusölu.
Áherslan fremur á lág verð í ýmissi veitustarfsemi
Fullyrt að arðsemin sé mest af stóriðjusölu
og lykill að lágu raforkuverði undanfarinna ára
Arðsemi af raforkusölu hefur verið ágæt hér á landi, skv. samantekt Melland Partners að beiðni Landsvirkjunar, og ef horft er til arðsemi af rekstri Nesjavallavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur. Meðalarðsemi eigin fjár Landsvirkjunar var 17,2% árin 2003 til 2007, sem er mun hærra en gerist í Bandaríkjunum og Evrópu, ef marka má nýlega áfangaskýrslu Sjónarrandar ehf. fyrir fjármálaráðuneytið. Svipað má segja ef horft er á arðsemi heildarfjármagns Nesjavallavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur, sem er um 14%, en arðsemi bandarískra orkufyrirtækja var á þessum tíma að jafnaði um 10% og evrópskra um 13%. Þá segir HS Orka óhætt að fullyrða að arðsemi fyrirtækisins af orkusölu til stóriðju hafi verið nokkuð meiri en af annarri starfsemi fyrirtækisins og hafi jafnframt verið lykillinn að lágu raforkuverði undanfarinna ára. Almenn arðsemi íslenskra veitufyrirtækja er hins vegar ekki há, en fyrirtækin eru flest alfarið í eigu opinberra aðila og áherslan hefur gjarnan verið á lág verð og öfluga þjónustu hita-, vatns-, fráveitna, fremur en háa arðsemi fjármagns. Sama virðist raunar gilda um sölu á raforku til almennings, en hún er t.d. um fimmfalt dýrari í Kaupmannahöfn en í Reykjavík.
Fráleitar ályktanir Sjónarrandar
Á dögunum skilaði Sjónarrönd ehf. áfangaskýrslu um arðsemi af raforkusölu til stóriðju, sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið. Þar eru meðal annars dregnar ályktanir um lága arðsemi af orkusölu til stóriðju með því að horfa til arðsemi af rekstri veitufyrirtækja, sem er algerlega fráleit nálgun. Jafn fráleitt er að bera síðan saman almenna arðsemi íslenskra orkufyrirtækja (sem mörg eru jafnframt í ýmis konar veiturekstri) við arðsemi orkufyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í áfangaskýrslu Sjónarrandar er notast við rangar tölur, mismunandi uppgjörsaðferðum blandað saman, ólík tímabil borin saman, rangar ályktanir dregnar, gjörólík fyrirtæki borin saman sem væru þau sambærileg og almennt séð óhemju langt seilst í leit að einhverjum neikvæðum hliðum á orkusölu til stóriðju. Samorka vonar að betur verði vandað til verka við endanlegan frágang skýrslunnar.
Sjá athugasemdir Samorku við skýrsludrög Sjónarrandar.
Sjá athugasemdir frá Melland Partners, unnar að beiðni Landsvirkjunar
Sjá athugasemdir Orkuveitu Reykjavíkur
Sjá athugasemdir HS Orku
http://samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/wa/dp?id=1000003&wosid=tS1mzIHNr71TJNbt4ocInM
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.