Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrot í boði Svandísar.

Framkvæmastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ómyrkur í máli um ákvörðun Svandísar um suðvesturlínur. Á fundinum var stöðugleikasáttmálinn sagður hanga saman á óskhyggjunni einni og eyðingar öflin vilja leggja landið í rúst.

Það var fjölmennur var á fundinn á Hótel Loftleiðum í morgun. Umræðuefnið var stöðugleikasáttmálinn. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, benti á að Alþýðusamband Íslands hefði sýnt atvinnulífinu mikinn skilning síðustu mánuði. ASÍ hafi fallist á að fresta launahækkunum, skipta þeim og flytja til og hjálpa atvinnulífinu í gegn um þessa erfiðleika. Því sé afar vont að standa frammi fyrir því að ríkisstjórnin skapi þau skilyrði að rjúfa þurfi samninga um slíkt með því að auka á atvinnuleysið fækka störfum og stuðla að því að fleiri heimili verði gjaldþrota.

Mönnum varð tíðrætt um úrskurð Svandísar um Suðvesturlínu en hann er greinilega eitt af því sem setur stöðugleikasáttmálann í hvað mest uppnám. Vilhjálmur segir ekkert að gerast í uppbyggingu á Suðurnesjum vegna ákvörðunar Svandísar. Þetta verði að breytast. Úrskurð Svandísar verði að taka til baka. Ef það gerist ekki verði margir atvinnulausir á Suðurnesjum og fyrirtæki og heimilin gjaldþrota í boði Svandísar.

vinnuvelar_2_925007.jpg

 Á myndinni er verið að skipa út atvinnuvinnuvélum í boði VG

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þannig er þetta bara..Ískaldur sannleikur.

Kveðja frá suðurnesjum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.10.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Já því miður.

Rauða Ljónið, 21.10.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband