Leita í fréttum mbl.is

30 leiðir til að fara á hausinn.

Fáðu bíladellu eða veiðidellu, byrjaðu að reykja, kauptu jeppa, hækkaðu yfirdráttinn, hættu að borga eða stefndu einhverjum fyrir meiðyrði. Kauptu hlutabréf eða segðu upp vinnunni. Allt þetta ættirðu að gera ef þú ert áfjáður í að verða gjaldþrota. DV tók saman þrjátíu óbrigðul ráð um það hvernig maður stefnir sjálfum sér til fjárhagslegrar glötunar og eru fimm þeirra birt hér að neðan. Lítið á ráðin sem víti til varnaðar.

Fjármagnaðu neysluna með yfirdrætti
Eyðsla á ári: 72.500 kr.
Á einu ári geturðu með hálfa milljón í yfirdrátt borgað bankanum 72.500 krónur í vexti, enda eru yfirdráttarlán á meðal óhagstæðustu lána sem völ er á. Ef þú þarft að hækka yfirdráttinn sem vöxtunum nemur verður þú orðinn gjaldþrota innan fárra ára. Líttu ávallt á heimildina á reikningnum þínum sem eign og þá verður þú boðaður í „starfskynningu“ í héraðsdóm áður en langt um líður.

Byrjaðu að reykja
Eyðsla á ári: 306.000 kr.
Taktu „smók“ hjá félögunum á djamminu og eigðu alltaf pakka, ef þig skyldi langa í sígarettu. Tilfinningin til skemmri tíma þykir eftirsóknarverð en á móti kemur að þú þarft ekki að borga skuldir þínar fram eftir öllu. Reykingafólk er líka fólk, bara ekki eins lengi. Sá sem reykir pakka á dag af algengum sígarettum greiðir 306.600 krónur á ári og verður fyrir miklu fjárhagslegu og líkamlegu tjóni.

Farðu í helgarferð á enska boltann
Eyðsla: 100.000 kr.
Eftir hrun krónunnar hafa utanlandsferðir tvöfaldast í verði. Enski boltinn er þar engin undantekning. Láttu ekki krepputal draga úr þér máttinn. Helgarferð á leik í enska boltanum kostar hátt í 100.000 krónur með öllu, eða um hálf sæmileg mánaðarlaun. Segðu upp áskriftinni að uppáhaldstímariti konunnar þinnar og slepptu því að klippa þig í eitt ár. Þá vantar ekki mikið upp á.

Farðu fínt út að borða í hverri viku
Eyðsla á mánuði: 24.000 kr.
Hvers vegna ættirðu að borða núðlur þegar þú ert hvort eð er að verða gjaldþrota? Stórsteikur á laugardögum lyfta helgunum á æðra plan og veita manni lífsfyllingu. Það er ekkert grín að borða ódýran og óspennandi mat þegar reikningarnir streyma inn um bréfalúguna. Maður hreinlega verður að lyfta sér upp annað veifið. Ekki gleyma rauðvíninu, til að fullkomna ljúffenga steik. Færð hvort tveggja á um sjö þúsund krónur.

SMS-lán
Eyðsla á ári: 111.000 kr.
Smálán geta verið lykillinn að því að komast í þrot. Ef þú ert með fullnýttan yfirdrátt geturðu með einu SMS-skeyti fengið lán upp á 40 þúsund krónur. Þér er lánað í fimmtán daga en þarft að greiða 9.250 krónur að auki, þegar þú borgar til baka. Ef þú gerir þetta í hverjum mánuði verður vaxtakostnaðurinn 111.000 krónur á ári. Enn meira ef þú getur svo ekki borgað til baka.

Nánar á neytendasíðu DV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hva og ekki skrifað upp á hjá neinum ? tja nema þá þessu icesave

Jón Snæbjörnsson, 5.11.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband