Leita í fréttum mbl.is

Ríkisskatt­stjóri íhugar málsókn gegn skila­nefnd.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri íhugar að höfða mál gegn skilanefnd eins gömlu bankanna. Treglega hefur gengið að fá upplýsingar frá gamla bankanum.

Ríkisskattstjóri Skúli Eggert segir að eftir tvær tilraunir og mikla andstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja hafi lögum verið breytt þannig að fyrirtækjunum er skylt að afhenda skattayfirvöldum upplýsingar um peningalegar eignir og skuldir í bönkum.

Þetta hefur orðið til að efla skattaeftirlit til muna. Skúli Eggert bendir líka á að nú ekki sé hægt að bera við þagnarskyldu í öðrum lögum til að neita skattayfirvöldum um slíkar upplýsingar. 

Ríkisstjórnin getur ekki sætt sig við ástandið í bönkunum og verður að taka sig á til þess var hún kosin. Fulltrúar hennar í stjórnum bankanna og skilanefndum láta þrjá afvegaleidda bankastjóra grafa undan stefnunni. Reka verður bankana með siðsömum hætti og siðsömum mönnum, svo að þeir geti byrjað að afla sér trausts, sem þeir hafa ekkert. Bankar verða aldrei gjaldgengir meðan Finnur Sveinbjörnsson, Ásmundur Stefánsson og Birna Einarsdóttir eru þar við völd. Þau skilja ekki siðferði vita varla hvað það er. Skilja alls ekki, að siðferðilega óþolandi er, að fyrirtækin séu afhent aftur ofurmennum útrásarinnar. Erlendis munu menn hneykslast og segja: Svona eru Íslendingar, siðlausir með öllu.

 

Með duglausa ríkisstjórn



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband