7.11.2009 | 13:15
Ríkisútvarpið sumra landsmanna.
RÚV auglýsir að fjölmiðlar séu háðir eigendum sínum. RÚV segir að það sé engu háð nema 319.326 eigendum. Þetta er auðvitað rétt hjá RÚV að mati þeirra en við nánari skoðun horfir málið allt öðruvísi við.
Hinsvegar væri gaman að vita hvaða Lygar Mörður kom með þessa setningu.RÚV er eina fyrirtækið hér á landi sem fer árlega í gjaldþrot en það gerir ekkert til almenningur borgar brúsann með nauðungargjöldum í boði alþingis, RÚV er eina fyrirtækið sem þarf ekkert aðhald í rekstri fari það fram úr rekstri almenningur borgar sé sukkað of mikið almenningur borgar... Þegar að ný lög um Ríkisútvarpið tóku gildi árið 2007 hefur gagnsæi í starfsemi horfið og gufað hreinlega upp , stöður eru auglýstar og mál sveipuð hulu falið og dulið. Í reglum um fréttir er sérstaklega kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli veita ,,hlutlæga fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni,, .
Þar er oft misbrestur á og þegar brotið eitthvað á eða rangtúlkað málið eða lagað að skoðun fréttamanna og þeir sem telja á sér brotið hafa engan vettvang til þess að skjóta máli sínu til lag færingar. Um fjölmiðla gilda siðareglur. Fólk getur skotið máli sínu til siðanefndar blaðamanna. Telji einhver að fréttamenn RÚV brjóti fréttareglur þá einfaldlega horfa þeir ofan í hyldýpi þöggunar því fréttareglur RÚV eru ekki hinar sömu og siðareglur annarra fjölmiðla.
Það hefur enginn neitt um það að segja hvort fréttareglur RÚV séu virtar. Eigendur RÚV geta ekki fengið úrskurð um það hvort hvort RÚV fari að fréttareglum - sé vettvangur mismunandi skoðana. Ríkisútvarpið er sumsé fyrir ofan lög og reglur - ósnertanlegt ríki í ríkinu. Og í krafti þessa er að þróast fréttamennska sem þekkist ekki í rótgrónum vestrænum ríkjum - helst þarf að fara til Ítalíu Berlúskónís og Rússlands Pútíns til þess að finna hliðstæður þar sem fréttum er stýrt á lævíslegan hátt.Dæmin eru fjölmörg. Mogginn birti viðtal við brottrekinn seðlabankastjóra. RÚV sagði frá viðtalinu og birti í kjölfarið frétt til þess að koma höggi á bankastjórann sem væri tvísaga og ótrúverðugur. Viðskiptaráðherra flutti dæmalausa ræðu á Alþingi um bankahrunið sem væri íslenskum aulum einum um að kenna. Landsmenn ættu að skammast sín og borga. Þingmaður sakaði ráðherra um að spila í röngu liði; taka evrópska hagsmuni fram yfir íslenska. Það þarf að fara aftur til árdaga kaldastríðsins til þess að finna sambærilega ásökun, stórpólitísk tíðindi. Sjónvarpið þögult sem gröfin.
Formaður Framsóknarflokksins fór utan og bað um norska aðstoð. Förin varð ekki inntak frétta RÚV heldur að ráðgjafar formannsins hefðu unnið fyrir Björgólfa Formaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Norðurlönd um að svíkja Ísland, taka þátt í evrópskri aðför að íslenskri þjóð með þátttöku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta var söguleg ásökun á vettvangi Norðurlandaráðs, stórmerkilegur pólitískur viðburður. Viðbrögð Sjónvarps þöggun. Tvívegis sama kvöld voru sómafréttir um forsætisráðherra. Í annarri skammaði hún Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að fresta lánveitingum meðan hún sat til borðs með norrænum meðreiðarsveinum AGS og hafði ekki þrek til þess að beina orðum sínum til norrænna kollega sem taka þátt í aðförinni að þjóð hennar. Við brostum að slíkri fjölmiðlun í sovétblokkinni í gamla daga.
Svona vinnur Ríkisútvarp 319.326 Íslendinga árið 2009 og mun svo gera áfram. Páll hefur að vísu ekkert um málið að segja enda fréttastofan ríki í ríkinu sem rekin er að annarlegum sjónarmiðum sumra fréttamanna.
Um svona Ríkisútvarp með þessu formi sovétblokkarinnar verður aldrei sátt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.