Leita í fréttum mbl.is

Kraftmikið atvinnulíf er kraftur Hafnarfjarðar og Íslands

 

Komið þið sæl.

 

Það hefur alltaf verið mín skoðun að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf gefi af sér betri velferð.

 Ef stjórnmálaflokkur berst gegn fjölskyldum hundruða manna þá er hann ekki að hugsa um velferð í okkar landi. Ef stjórnmálaflokkur berst gegn því að fullfrískir menn hafi ekki vinnu sem honum er ekki þóknanlegur þá verður engin velferð.

 Hvernig á að fjármagna ókeypis skólamáltíðir, ókeypis leikskóla og ókeypis hitt og þetta þegar ráðist er á verkamenn þessa lands í ágætlega launuðum störfum.  Ég hef heyrt að það sé stefna Hafnarfjarðarbæjar að hafa sem flest ókeypis og er það hið besta mál.

Hvernig á að vera hægt að hækka lægstu laun þjóðfélagsins hjá hinu opinbera og hjá launþegum í hinum almenna geira þegar ráðist er á störf fólks og fyrirtæki sem eru sjálfbjarga og falla og standa með sinni afkomu. Hvernig getur þjóðin eða við látið átölulaust að einn stjórnmálaflokkur öskri nánast daglega að fyrirtæki/fyrirtækjum í samkeppni að þau fái ekki að dafna og nútímavæðast þótt farið sé eftir öllum skilyrðum og leikreglum.Hvernig væri Ísland í dag ef einn stjórnarandstöðuflokkurinn hefði leitt ríkisstjórna síðustu 15 árin?  Ég skal segja ykkur það!  Stór hluti Íslendinga væru að tína hundasúrur upp á fjöllum. Ég er hissa og ekki ótrúlegt að tunga vefjist um tönn eftir lestur skrifta margra á netinu og hinum ýmsu fjölmiðlum síðustu vikna.

 Það er mín skoðun að í mínum bæ Hafnarfirði verða bæjarbúar að taka höndum saman og  segja já við stækkun álversins eftir að hafa kynnt sér allar leikreglur sem settar eru fyrir stækkun.

ÁÞ  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband