Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Fasteignir á Völlunum Hækka í verði.

 Fasteignir á Völlunum

Sól í Straumi hefur haldið  því fram að fasteignaverð á Völlunum muni hríðlækka ef álverið verður stækkað.  Ef svo er þá skil ég ekkert í þessari frétt  í Fjarðarpóstinum í  16.3.2007

 

Mikil eftirspurn eftir lóðum

 

"Töluverð sala hefur verið á nýjum íbúðum á Völlum og samkvæmt upplýsingum frá fasteignasölunni Ási eru nú minna en 30 íbúðir enn  óseldar, allt stórar íbúðir"

 

Mjög einkennilegt að fara að fjárfesta í eign á svæði þar sem verð á að fara að hríðlækka.

Menn eru kannski ekki almennt að hlusta mikið á Sólarmenn í dag.

Kv, Sigurjón Sigfússon 


Könnun á netinu á stækkun Alcan 55% vill stækka.

Könnun á netinu á stækkun Alcan 55% vill stækka.

 
Íbúar Hafnarfjarðar kjósa um stækkun álversins í Straumsvík í lok þessa mánaðar en skoðanakönnunin á netinu sýna fylgi við stækkun 55% með og 63% með á öðrum link.

 Kv,Sigurjón Vigfússon

Stækkum Alcan já Takk. 

 


mbl.is Fleiri með en á móti álversstækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varar við að fyrirtæki séu kosin í burt.

  Athyglis verð grein eftir Helga Magnússnarnú verða menn að  fara að  hugsa sé alvarlega um Formaður Samtaka iðnaðarins varar við því að fyrirtæki séu kosin burtu.

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, gerði íbúakosningu í Hafnarfirði að umtalsefni í ræðu sinni á Iðnþingi í dag. Varaði hann við því að fyrirtæki séu kosin burtu frá landinu. Segir hann að Íslendingar nái ekki árangri með því að kjósa burt iðnfyrirtæki eða önnur atvinnufyrirtæki.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Stækkum Alcan já Takk. 


mbl.is Formaður Samtaka iðnaðarins varar við því að fyrirtæki séu kosin burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álskútan Græni Svanurinn

 

Einn greinarhöfundur í Fréttablaðinu í dag býður sjálfum sér upp á dekki á Álskútunni Græna Svaninum sem siglir þöndum vistvænum seglum um víðáttu hafsins og aflar þjóðinni björg í bú landar vistvænum afla sínum í Hafnarfirði og styrkir máttar stoðir  efnahagslífs Hafnfirðinga. Framfarasinnið áhöfn býður hann velkominn í hópinn enda hefur nýji áhafnar meðlimurinn margt gott til málana að leggja varðandi vistvæna siglingu Græna Svansins og vistvæn aflabrögð.

Hann ræðir um vistvæna vatnsvirkjunar framkvæmdi sem nota má til að skútan nái meira skriði en stækka á skútuna til að hún geti aflað meiri vistvæna afla og fært björg í bú. Hann tekur í sama streng um virkjun í neðri hluta Þjórsá eins og Steingrímur J. og Ómar Ragnarson hafa áður gert sem er besti kosturinn í virkjunar málum.

Hann vitnar í vísinagreinar um áliðnað og hvað Áliðnaður með vistvænum orkugjöfum eins og á Íslandi sparar mikið hnattrænt losun af CO2 tölur þær sem áður hafa komið fram og hann nefnir eru 1.182 þúsund tonn  ein miljón eitthundrað áttatíu og tvöþúsund tonn á árinu 2004 og 3.474 þúsund tonn þrjár milljónir fjögurhundruð sjötiu og fjögurþúsund tonn sparnað af CO2 vegna léttleika Græna málmsins  ef stækkað verður í Straumsvík.

Það er hinsvegar sorglegt hvað VG er mikið á móti minkunn hnattræni losun á CO2 en þeir vilja auka hana hnattrænt með því að koma í veg fyrir stækkun Alcans í þeim eina tilgangi að auka við sig fylgi í komandi kosningum þá skipta umhverfis málin eigu máli þegar málið er skoðað í samhengi.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Stækkum Alcan já Takk.

 


Horfum á framtíðina og látum aldrei afturhaldsöflin byrgja okkur sýn.

Komið þið sæl.  Að skrifa um það sem er rétt og satt í rúma tvo mánuði um sama málefnið getur stundum tekið á.  Undirritaður sem hér heldur á penna kann í sjálfu sér ekkert á þetta blog nema að skrifa eitthvað strax frá því sem honum liggur á hjarta og senda það.  Undirritaður hefur fengið kvörtun yfir því hvers vegna hann skrifar svona harðort í garð Vg og tengir Sól í Straumi við þann stjórnmálaflokk.  Undirritaður ætlar að reyna að lýsa sinni skoðun á því hvers vegna hann hefur verið með öll þessi skot á Vg. 

Fyrir rúmu ári síðan var stofnuð síða sem heitir “Staðreyndir og umræður um stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík”   Á sama tíma komu mjög ósvífin skrif í fjölmiðlum frá mörgum skrifbendum sem kölluðu okkur starfsmenn mörgum illum nöfnum sem ég treysti mér  ekki er að hafa eftir hér.  Öll þessi skrif gegn okkur starfsmönnum í álveri áttu það sameiginleg að þær voru undirritaðar af stuðningsmönnum Vg. Ef þið hafið aðgang að net-Mogganum þá  getið þið örugglega nálgast þessar greinar.  Við framfarasinnar létum margan óhróðurinn yfir okkur ganga og létum litlu svarað enda vann Vg  góðan sigur í sveitastjórnarkosningunum síðastliðnum, mikið til út á  kostnað starfsmanna Alcans með Ögmund í broddi fylkingar. 

Nú er nóg komið og skora ég á Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Frjálslynda flokkinn að koma sterkir til  og blása niður þennan sósíalíska afturhaldsama málflutning Vg og stuðningsmanna úr Sól í Straumi niður því ég man eftir drunganum hér í Hafnarfirði árið 1993 þegar 10% Hafnfirðinga gengu hér um atvinnulausir eftir Vinsri stjórnina 1988. 

Málflutningur afturhaldsinnana í Vg er stór hættulegur og margra áratuga afturfarar til fortíðar.  Hafnfirðingar munu sjá svarta Sól í Straumi ef kjósendur Íslands vilja láta Steingrím fá lyklavöldin í Stjórnarráðinu.  Ef tekin er græna ímyndin af flokknum þá er ekkert eftir nema hinn argasti niðurrifs afturhalds sósialískur flokkur sem var vinnsæll hjá niðurrifs öflunum um miðja síðustu öld.  Alþýðubandalagið sáluga barðist þó með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi 

Læt þennan fyrsta kafla af mörgum um umfjöllun minni á Vg nægja að sinni.  Ég þekki margt gott fólk sem aðhyllist grænu stefnu Vg en það er mín skoðun að stefna flokksins er stórhættuleg fyrir framtíð landsins og barnanna  okkar. 

Sjáum ljósið kæru Hafnfirðingar og stækkum Alcan.   

Kveðja Árelíus Þórðarson.

Stækkum Alcan já Takk.


Rangfærslur og ósannindi anstæðinga.

Erla Sigurlaug Sigurðardóti ritar grein þar sem hún fullyrðir að Alcan sé hættulegri vinnustaður en margir aðrir hér á landi, nú sýna hinsvegar tölur frá Vinnueftirlitinu að svo sé ekki heldur þvert á móti .þessi fullyrðing Erlu eru því ekki samkvæmt sannleikanum hún á að vita betur.

Einig kemur fram hjá henni að hún sé mót fallin þeim er styðja stækkun þá má sem sagt enginn styðja stækkun bara vera á móti.

Enn fremur er sagt að sem staðreynd að tekjur af Alcan sé 1-2% heildar tekjur eru yfir 400 milljónir af starfsemi Alcan sem er á milli 5-6% af tekjum Hafnarfjarðar fyrir stækkun.

Að mengun muni aukast um 250% sem heldur er ekki satt,  losunarheimildin er 150%

Það er rangt hjá henni að Alcan sé inn í miðjum bæ Alcan er stað sett í framtíðar iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar og er lóð þess 20% af því svæði iðnaðarsvæðið er ekki íbúðarbyggð sem einig er rangt hjá henni.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Stækkum Alcan já Takk. 

 

 

 


Lýðræðisleg réttindi á skoðunar og tjáningarfrelsi fótum troðið.

Hag Hafnarfjarðar er meinuð þátttaka á almennum fundi, á vegum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkana í Hafnarfirði, sem halda á í Flensborgarskóla í kvöld.
Upphaflega var  Hag Hafnarfjarðar boðin þátttaka í fundinum en það boð hefur nú verið dregið til baka vegna mótmæla frá öðrum þátttakendum. Þetta eru ólýðræðisleg og afar ósanngjörn vinnubrögð. Stjórnmálaflokkar senda sína fulltrúa til fundarins og er fulltrúi Sólar í Straumi boðinn velkominn á fundinn. Rödd Hag Hafnarfjarðar  fær ekki að heyrast.  Er þetta það lýðræði sem Hafnfirðingum er boðið upp á?

Kv,Sigurjón Vigfússon 

Stækkum Alcan já takk.


mbl.is Fulltrúum Hags í Hafnarfirði meinuð þátttaka á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróður VG og sólarmanna nær nú hámarki sínu

 Áróður VG og sólarmann nær nú hámarki sínu í Hafnfirskumfjölmiðlum þar viðra þeir skoðanir sínar rétta andlit þeirra kemur berlega í ljós varpað er frá sér gömlu afturhalda kommagrímunni og komma krypplingurinn kemur þar í ljós  sannleikurinn er látin víkja fyrir óheiðarleikanum og ósannindanum og sannleikurinn hann bókstaflega drepinn, Hafnfirðingum bókstaflega talin trúum ýmsa þætti er ósannir eru reyt er að slá ryki í augu Hafnfirðinga með ritræpu af verstu gerð eins og dæmin sanna.

Einn af þessum mönnum er Jón Ólafsson kennari, hann talar um álbræðslubæ þó svo að hann viti að það er engin álbræðsla í Straumsvík álbræðsla er allt annar iðnaður en Álver kommar og sólarmenn verða að fara að gera greina mun á Álbræðslu og Álveri þetta setja þeir fram í einum tilgangi einu sem er að hnekkja á starfsmönnum Alcan þeir vita muninn á þessum iðnaði samt sem áður er sí og á talað í niðrænum tón til starfsmanna Alcan.

,, Viljum við að álbræðslafyrirtæki”  hér fer hann aftur viljandi rangt með, ,, gangi kaupum og sölum” fyrirtæki á Íslandi hafa og ganga sölum og munu gera svo áfram þarna er verið að taka eitt fyrirtæki úr öðrum til að tortryggja Alcan, framsetningin einungis sett fram til að skaða starfsfólk Alcan ÍSAL.

Viljum við bæ þar sem  börn sofa út í vögnum sem eru næst álbræðslunni þarna fer hann aftur rangt með börnum er mun hættari við umferð um Reykjanesbraut vegna svifmengunar frá bíla umferð en Alcan sem er í 1.5 km frá næstu byggð sjá kort, sjá frétt, um mengun frá Reykjanesbraut. Sjá  frétt .sjá myndband frá Stöð 2

Siðan óskar hann eftir auknum mengandi ferðariðnaði sem mengar hnattrænt í farþegaflugi til Íslands og innanlands flug um yfir 14. milljónin tonn af CO2 sem jafngildir losun um 50 álverum eins og Alcan.

Menn sem skrifa greinar um þessi mál verða að hafa menntun á þessu sviði, til eð vera marktækir og skoða hlutina út frá fleiri sjónar hornum.

 

Stækkum Alcan já takk.

 Kv, Sigurjón Vigfússon 


Vinnum að því að lágmarka svifryk og stækkum Alcan

Stuðningsmenn öfgaumhverfisstefnu verða að vera samkvæmir sjálfum sér og henda bílgörmum sínum og fá sér reiðhjól í staðinn .Í fréttum Stöðvar 2 um daginn var loks talað við hlutlausan aðila um málefni Alcans um mengun. 

Svifryk er hættulegasta mengunin sem mannfólkið býr við.                                            

Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan en þessi frétt kom frá fyrverandi starfsmanni Ísals í  Kompás þætti síðasta Sunnudag  - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum.sjá myndband frá Stöð 2

Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." 

Miðað við ummæli sumra þá mætti halda að sumir dreymdu dagdrauma með höfuðið ofan í reyk.  

Ég treysti sérfræðingum sem hafa farið yfir öll þessi mál og gefið Alcan leyfi fyrir stækkun.  Nútímaverksmiðja á góðum vinnustað er draumur verkamannsins. 

Kveðja Árelíus Þórðarson sem er umhverfissinni en vil hafa kröftugt atvinnulíf í sátt við náttúruna.

 

Stækkum Alcan já takk.

 

 


Hræðslu áróður VG og sólarmanna nær hámarki sínu.

Hræðslu áróður VG og sólarmann nær nú hámarki sínu í Hafnfirskumfjölmiðlum þar viðra þeir skoðanir sínar rétta andlit þeirra kemur berlega í ljós varpað er frá sér gömlu afturhalda kommagrímunni og komma krypplingurinn kemur þar í ljós  sannleikurinn er látin víkja fyrir óheiðarleikanum og ósannindanum og sannleikurinn hann bókstaflega drepinn, Hafnfirðingum bókstaflega talin trú um ýmsa þætti er ósannir eru og reynt er að slá ryki í augu Hafnfirðinga með ritræpu af verstu gerð eins og dæmin sanna.

Dæmi: Raforkusamningurinn er til næstu 24 ára raforku samningurinn rennur út 2014 eftir sjö ár ekki 24 ár hér er vísvitandi farið með rangt mál sjá link Alcan og SA og Landavirkjunar.

Það er enginn ,,héraðbrestur ef Hafnfirðingar hafna stækkun” síðan er vitnað í brott hvarfs hersinns menn horfi á nýjar leiðir í jan 2006 var atvinnu leysið á Suðurnesum 219 manns en 2007 er það 317 aukning upp á 44% atvinnuleysið er 3,2% er þetta sem greinarhöfundur vill verkalýðnum í Hafnarfirði? 3 til 4% atvinnuleysi.

Kv, SIgurjón Vigfússon 

Stækkum Alcan já takk.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband