Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
28.12.2008 | 23:01
Fyrrverandi bankastjórar tilnefndir á Financial Times til verlauna.
Fyrrverandi bankastjórar íslensku bankanna eru tilnefndir til verlauna CEO overpaid award" sem þýða mætti sem oflaunuðustu stjórnendurnir. Eins og sjá má á vef Financial Times.
Financial Times segir að íslensku bankastjórunum hafi tekist að sökkva ekki einungis eigin fyrirtækjum heldur heilli þjóð í skuldafen. Annars segir blaðið að í ár sé af nógu að taka.
Það má segja að hart hafi verið barist um tilnefninguna til að fá þessi verlaun og sigur verðu súr fyrir Íslenskuþjóðina en ekki sætur.
Fjöldi manns sótti um en íslensku bankastjórarnir eru sigurstranglegir.
Sir Fred Goodwin, forstjóri Royal Bank of Scotland, er einnig tilnefndur sem og Daniel Mudd, forstjóri Fannie May, og Dick Syron hjá Freddi Mac. Blaðið kemst þó að þeirri niðurstöðu að Dick Fuld, forstjóri Lehman Brothers-banka, sé ótvíræður sigurvegari. Hann hafi þénað tugi milljóna bandaríkjadala áður en bankinn féll í september síðastliðnum og velti af stað alþjóðlega efnahagshruninu.
Kv.Sigurjón Vigfússon
2.12.2008 | 21:04
Á ekki óstjórnin á RÚV að fara frá.
Starfsmannafundur var haldinn hjá Ríkisútvarpinu í dag þar sem m.a. var samþykkt ályktun. Björn Malmquist formaður starfsmannafélagsins segir að hátt í tvö hundruð manns hafi mætt á fundinn og mikill hugur hafi verið í fólki. Í ályktuninni segir að aðgerðir undafarinna daga séu alvarleg aðför að Ríkisútvarpinu en réttara væri að almannavaldið stæði vörð um stofnunin á erfiðum tímum.
Starfsfólk ríkisútvarpsins harmar einnig að fjársvelti og vanhugsuð stefna stjórnvalda.
Hvað á sukkið að halda lengi áfram?.
Hvað er fólkið að hugsa hver á að borga?
Á ekki óstjórnin á RÚV að fara frá.?
Eða á að leggja meiri álögur á fólkið í landinu og ekki spara neitt á ég og þú að borga meira?.
Árið1995 var eigið fé Ríkisútvarpsins 2,7 milljarðar króna, sem voru 88% af niðurstöðu hvíldu engar langtímaskuldir á stofnuninni, skammtíma viðskiptaskuldir voru 400 milljónir og viðskiptakröfur jafnhá upphæð..
Síðla árs 2006 var staðan þannig að allt eigið fé RÚV var upp urðið
Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur alþingismanns um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins 23. janúar á þessu ári segir að hallarekstur RÚV hafi numið 434 milljónum króna frá janúar til nóvember á því ári samkvæmt óendurskoðuðum reikningum. Samkvæmt árshlutareikningi RÚV frá 1. janúar til 30. júní 2006 voru uppsafnaðar skuldir stofnunarinnar á því ári tæplega 5,2 milljarðar króna, langtímaskuldir rúmlega 3,3 milljarðar, en skammtímaskuldir tæplega 1,9 milljarðar króna; Þetta eru ekki nýjar tölur og þær hafa sjálfsagt verið endurskoðaðar en varla lækkað að marki, kannski hækkað.Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó