Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 19:14
Hvar væri Íslenskt þjóðfélag nú statt ef hugmyndafræði VG og Samfylkingarinnar í atvinnumálum fengi að ráða?
Hvar væri Íslenskt þjóðfélag nú statt ef hugmyndafræði VG og Samfylkingarinnar í atvinnumálum fengi að ráða? Hefði stefna þessara flokka verið við líði frá árinu 1880 þegar uppbygging var í sjávarútvegi, fyrsti kútterinn kom til landsins og fyrsti togarin sem kom 1905. Hvar værum við nú hefði afturhaldsstefna vinstriflokkanna verið við lýði ?
VG hefðu vilja banna Kútterana. Þeir veiddu meira en áraskipin, um borð var kolaeldavél og ljós sem notuðu steinolíuljós þeir hefðu vilja banna togarana þeir gengu fyrir kolakynntum vélum og notuði steinolíljós.
En þá var öldin önnur og frumkvöðlar á vinstrivang á þessum árum höfðu hugsjónir um betra samfélag og bundust höndum saman við Íslenskt atvinnulíf og fólkið í landinu, alþýðuna til sjávar og sveita og vildu veg þjóðar sem mestan. Þetta gerðu þeir í samvinnu við atvinnuvegina en undirstaðan var sjávarútvegur, öllum landmönnum til hagsbóta.
Þessir flokkar börðust fyrir hinni vinnandi sétt alþýðunnar.
En nú hefur verið sett ný stefna, atvinnuna skal nú hrifsa af verkalýðnum og faglærðum og færa tækifærin yfir á langskólagengið og Háskólamenntað fólk sem að stærstu leiti styður þessa flokka og er í stjórn og ráðum þessara flokka. Þessa síbylju sjáum við og heyrum í ræðu og riti hvort sem er í þinginu eða utan þings.
Uppruninn löngu gleymdur og fyrir borð borinn.
Vinstri grænir, Samfylkingin og aðrir smáir öfgahópar vilja nú hafa áhrif á atvinnusköpun í landinu með afskiptum löggjafasamkomunnar, ríkis- og bæja. Hvað er gert í atvinnumálum nú ? Sú kenning hefur verið sett fram af vinstrimönnum að ekkert eigi byggja upp nema í samráði við þá, þeir boða forsjásjárhyggju í flestum málum og vilja þar með setja um leið hömlur á frekari uppbyggingu atvinnumála í landinu. Ekkert má gera sem ekki er í tísku hvort sem það skilar inn hagsæld inn í þjóðlífið eða atvinnu fyrir landsmenn.
Hér er á ferðinni svokallað Marteins Mosdal heilkenni.
Yfir 40% af verðmætum Áls er talið verða eftir í landinu og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið en stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar og Hafnfirðinga. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íalndi. Virkjanir hafa verið reistar, orka jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma.
Þegar álverið í Straumsvíka tók til starfa árið 1969 var ekki bjart yfir Hafnarfirði og Hafnfirðingum né þjóðarbúinu öllu í atvinnumálum. Síldaraflinn hafði dregist saman úr 770.689 þúsund tonnum árið 1966 niður í 56.689 tonn árið 1969. Ekki var betra ástand með þorskaflann, en hann hafði hrunið úr 311 þúsund tonnum frá árinu 1960 niður í 210 þúsund tonn 1967.
Þegar samningurinn um Alusuisse með einungis eins atkvæðis meirihluta var samþykktur vildu andstæðingar atvinnuuppbyggingar, þ.e. kommúnistar nú VG frekar sjá gaffalbita verksmiðju rísa þó svo að síldarstofninn væri hruninn Það er sorglegt til þess að hugsa að síðan hefur hagfræði þeirra ekki breytst.
Þúsundir landsmanna flúðu land til að leita lífsviðurværis til annara landa s.s. Ástralíu, Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Nú er öldin önnur því áliðnaðurinn á Íslandi er atvinnuvegur sem hefur verið undirstaða og sóknarfæri fyrir aðrar atvinnugreinar. Þær atvinnugreinar t.d. verktakafyrirtæki og vélaverkstæði hafa sprottið upp í skjóli aukinna tækifæra í góðærinu undanfarin ár. Nú er svo komið að þúsundir erlendra manna og kvenna hefur flutt til Íslands til að afla sér lífsviðurværis. Sá sem hér skrifar spyr, hver var svo undirstaðan ?
Ekki var það Gaffalbita verksmiðja vinstrimanna sem aldrei reis né neitt annað sem þeir lögðu til.
Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreind hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þá nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.
Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.
Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.
UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.
Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.
Að þessu sögðu er nær að horfa á þann góða árangur sem náðst hefur á Íslandi í umhverfismálum og orkumálum þar sem Íslendingar eru fremstir þjóða heimsins í t.d. vistvænni orku. ISAL hefur einnig náð ótrúlega góðum árangri í umhverfismálum sem um er rætt í áliðnaðinum á heimsvísu. Óþarfi er að tala endalaust í dylgjutón gagnvart áliðnaði á Íslandi. Íslendingar sitja ekki upp með einhver mengandi álver eins og sagt var í síðdegisútvarpi Rásar 2 þann 26.feb sl, heldur á þjóðin mjög fullkomin hátækniiðnfyrirtæki sem skila gríðarlegum arði inn í þjóðarbúið og þeim sem þar vinna hærri launum en bjóðast á almennum vinnumarkaði.
Sigurjón Vigfússon.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 18:57
Svartur dagur á hádegi á morgunn.
Og erfið ákvörðun sem tekin er.
6-7 milljarða tekjutap fyrir stærstu fyrirtækin svo ekki sé minnst á tekjutap sjómanna og landsvinnslufólks.
Áætlað er að samanlegt tekjutap þriggja stærstu fyrirtækjanna í uppsjávarveiðum: nemi 6-7 milljörðum króna miðað við síðustu vertíð sem þó varð léleg.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Veiðum hætt á hádegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 17:36
Á nú endanlega að ganga frá sjómannastéttinni .
Ekki bara þorskurinn heldur loðnan nú, kemur hart niður á sjávarútvegi og byggðum landsins.
Tillögu Hafrannsóknarstofnunar og stöðva loðnuveiðar á hádegi á morgun.
Áfram verður þó leitað að loðnunni og ekki verið útilokað að hún muni finnast á endanum. Ekkert er þó ákveðið hversu lengi verður leitað.
Loðnan hefur sýnt á sér margar hliðar, og við tökum þess vegna bara einn dag í einu."
Aðeins hefur tekist að veiða um 40 þúsund tonn af þeim 250 þúsund tonnum sem íslenskum skipum var heimilt að veiða.
Leggja til loðnuveiðistöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2008 | 23:08
Morðin í Reykjavík.
Morðin í Ráðhúsinu Reykjavíkur.
Mannorðs morðin sem framinn eru nú í Reykjavík eiga varla sinn líka í sögunni þar sem hver borgarfulltrúinn á fætur öðrum sem nú eru í minni hluta, geysir fram á völlinn í skítkasti í hneykslun sinni yfir störfum annanara og enginn þeirra er meiri hetja en sá sem hæst lætur í níð kasti og rógburði, Gróusögum , mannorðamorðum og öllum slíkum viðbjóði sem fram hefur komið nú á síðustu 120 dögum.
Það er alveg ótrúlegur hópur á lákurulegu einstaklingum sem þar hafa valist í hóp kjörna fulltrúa flokkana.
Engin virðist þar komast að nema að hafa skítlegt innræti og hatur hugans til náungans og vilja allt drepa það sem gott er í manns sálinni bróðurkjarrleikurinn finnst þar ekki og eftir villi er litið á hann sem löst sem best sé að láta niður falla.
Sömu fulltrúar lýsa vanþóknun sinni á hegðun borgarana þegar þeir koma út úr ölhúsum á föstudaga og laugadagsnóttum og þeirri ofbeldisöldu sem tíð rædd er um hverja helgi og hag sér enn verra, því ekki rennur af borgarfulltrúunnum þeir eru sí drukknir allan daginn út og inn allt árið.
Og haga sér sem versti götulýður sem um getur svo ekki sé minnst á hina almenna fylgismenn, sem apa allt eftir.
Er ekki komin tími til að þessi flokkar láti af þessu og vinni í málinu á heiðalega hátt og sýni hverjum öðrum drengskap og heiðaleika og bindist höndum saman og leysi málin á heiðarlegan hátt öllum til heilla og fari að huga betur að hinum innra manni og hefji manns sálina á hærra plan.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó