Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 21:38
Stoðir óska eftir greiðslustöðvun
Viðskiptablaðið greinir frá því, í dag.
Stoðir (áður FL Group), kjölfestufjárfestir Glitnis, hefur óskað eftir greiðslustöðvun, samkvæmt frétt Dow Jones fréttaveitunnar. Í morgun var tilkynnt um að Seðlabanki Íslands kaupi 75% hlut í Glitni fyrir 600 milljónir evra.
Stjórn Stoða hf. hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar.
Gert er ráð fyrir að beiðnin verði tekin fyrir og afgreidd með heimild til greiðslustöðvunar í dag og tilsjónarmaður á greiðslustöðvunartíma skipaður, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.
En burt með ofurlaunin, ,, segir Ögmundur." Og sama segir Ljónið.
Það er ekki svo langt síðan að bankastjórinn kom með 300 milljónir króna forgjöf fyrir það eitt að vilja líta við í bankanum og síðan var farið að semja um ofurkjörin eins og hefur tíðkast í íslensku fjármálastofununum síðustu misserin og árin," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, um þjóðnýtingu Glitnis. Ég held að menn hljóti að endurskoða margt í rekstri bankans og afstöðu manna þar innanborðs," segir Ögmundur. Hann segir þó ekki rétt að skella skuldinni á einstaka persónur. En burt með ofurlaunin," segir Ögmundur.
Það er verið að færa okkur heim sanninn um hve fallvalt gengi kapitalismans er," segir Ögmundur. Annars vegar tali menn illa um ríkið en síðan þegar í harðbakkann slái vonist menn eftir því að ríkið komi til bjargar. Ögmundur segir að til þess að samfélagið geti fallist á aðgerðir af því tagi sem samþykktar hafi verið í morgun þurfi að grípa til víðtækra ráðstafana annars staðar. Annars vegar með því að taka á lagaumgjörð og regluverki um fjármálakerfið. Hins vegar þurfi að hætta að ögra þjóðinni með því að færa samfélagsþjónustuna, þar á meðal íbúðalánasjóð, út á markaðstorgið.
--
27.9.2008 | 13:52
Afrek Gunnlaugs langhlaupara.
Gunnlaugur er búinn að hlaupa yfir 220 km
Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari hefur núna hlaupið yfir 220 km í ofurmaraþoni sem stendur yfir í Grikklandi. Hann hefur núna hlaupið í tæplega einn og hálfan sólarhring, en hlaupið er um 246 km langt.
Gunnlaugur hefur einn og hálfan sólarhring til að ljúka hlaupinu, en því lýkur kl. 4 í dag að íslenskum tíma. "Hann klárar þetta.
Gunnlaugur, sem er fjármálastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, er reyndur langhlaupari, en þetta hlaup verður líklega hans erfiðasta verkefni
Yfir 300 skráðu sig í hlaupið í Grikklandi, en mjög margir hafa þegar gefist upp. Venjulega komast aðeins þriðjungur hlauparanna í mark. Fyrstur í mark að þessu sinni var Scott Jurek frá Bandaríkjunum, en þetta er þriðja árið í röð sem hann sigrar. Hann hljóp 246 km á 22 klukkutímum og 25 mínútum.
Unnt er að fylgjast með hér.17.9.2008 | 21:02
Kemur ekki til greina að Kristinn verði áfram þingflokksformaður
Grétar Mar Jónsson, þingmaður flokksins segir að Guðjón Arnar hafi lýst því yfir fyrir nokkru síðan að Jón ætti að taka við af Kristni um mitt kjörtímabil eða næsta vor. Ég er sammála Guðjóni í því, að gera þetta næsta vor," sagði Grétar Mar.
Jón Magnússon segist hafa vikið af fundinum áður en áskorunin var borin upp. Hann vildi lítið tjá sig um áskorun miðstjórnarfundarins.
Kristinn segist ekki hafa mætt á miðstjórnarfundinn og vildi hann lítið tjá sig um málið . Hann benti þó á að það væri þingflokkurinn sem tæki ákvörðun um hver væri þingflokksformaður hverju sinni og að sú ákvörðun væri miðstjórn flokksins óviðkomandi.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, hvetur Kristinn H. Gunnarsson, þingmann Frjálslynda flokksins, velkominn í þingflokk Samfylkingarinnar.Ætlar hann að bjóaða honum iðnaðarráðherrastólinn? Hann á ekki að láta Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns," skrifar Össur á vef sinn í dag. Össur veit greinilega ekki að það er lýðræðið í flokkum sem ræður ferðinni þó annað sé upp á teningnum í Samfylkingunni,
13.9.2008 | 20:13
Ingibjörg er slappur leiðtogi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er slappur leiðtogi, að mati Magnúsar Stefánssonar þingmanns Framsóknarflokksins.
Magnús gerir Samfylkinguna og formann flokksins að umfjöllunarefnir í nýlegum pistli á heimasíðu sinni sinni. Hann segir að Ingibjörg láti lítið sjá sig í þingsal og þegar hún mætti í gær hafi hún haft lítið fram á að færa.
,,Framganga formanns Samfylkingarinnar á Alþingi í morgun var vægast sagt ömurleg, enda í samræmi við stöðu þeirra mála sem um var rætt," segir Magnús en fyrirhugað álver á Bakka og kjaradeila ljósmæðra var meðal annars til umræðu.
En þess má geta að hún var samt sem áður aðalhöfundur að álverinu í Helguvík á sínum tíma
Magnús segir aðkomu Samfylkingarinnar að hugsanlegt Bakkaálver verða til stór tjóns fyrir alla viðkomandi aðila. ,,Sú framganga ber glöggt merki um það hve sundraður flokkurinn er og að liðið sem skipar fylkinguna kemur úr öllum áttum ef litið er til gamalla sálugra stjórnmálaflokka. Formaður flokksins vissi greinilega ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga á Alþingi í morgun, hún var greinilega ekki tilbúin til að höggva á hnútinn og kveða upp úr um stefnu flokksins í málinu," segir Magnús.
Pistli Magnúsar er hægt að lesa hér.
11.9.2008 | 14:08
Söfnum fyrir Ellu Dís.
Það dýrmætasta í lífi okkar eru börnin okkar englar og gimsteinar okkar.
Hin hetjulega barátta Ellu Dísa tveggja ára sem þjáist af sjaldgæfum
hrörnunarsjúkdómi.
Léttum líf hennar og gefum henni tækifæri, sem öll börn eiga að njóta ljósið í lífi okkar.
Og að hún fái að senda bros sitt til móður sinnar og föður og til okkar allra og fái það tækifæri sem við óskum englum og gimsteinu okkar.
Reiknisnúmer er : 0525-15-020106 Kennitala: 020106-3870
Ella Dís fæddist 2. Janúar 2006, alheilbrigð. Þegar hún var 1 ½ árs fór að bera á lömun í höndum sem læknum þótti benda til að hún væri með einkenni hrörnunarsjúkdómsins SMA (Spinal Muscular Atrophy). DNA rannsókn leiddi nýlega í ljós að svo er ekki. Læknar vita hins vegar ekki hvað nákvæmlega hrjáir hana, annað en að staðsetning þess er í mænunni. Ella Dís hefur nú misst allan mátt í höndum, neðri hluta fótleggja, munni og kjálkavöðvum, maga og er nú byrjuð að missa mátt í hálsi. Móðir Ellu Dísar, Ragna, gæti þurft að sætta sig við að fá aldrei að vita hvað veldur hrörnun dóttur sinnar.
Ella Dís á fjögurra ára gamla systur, Jasmín og eru þær afar nánar. Áður bjuggu mæðgurnar í Bretlandi ásamt barnsföður Rögnu sem er Breti. Eftir aðskilnað þeirra fyrir rúmu ári flutti Ragna heim til Íslands með stelpurnar þar sem hún ætlaði að búa þeim framtíðarheimili.
Veikindin hafa tekið sinn toll af Rögnu. Hún hefur ekki getað unnið úti vegna þess að hún þarf að sinna dóttur sinni. Í fyrstu segist hún hafa verið mjög sorgmædd. En með aðstoð sálfræðings hefur henni tekist að öðlast styrk til að takast á við þessar óraunverulegu aðstæður. Hún óttast þó mest að horfa upp á dóttur sína hrörna og deyja, en hún telur að miðað við hraðan framgang hrörnunarinnar eigi Ella Dís ekki nema tæpt ár eftir ólifað. Með hjálp segist hún hafa lært að lifa með veikindunum. En hún muni aldrei sætta sig við örlög dóttur sinnar.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó