Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
14.5.2009 | 19:47
Víðtæk samvinna nauðsynleg
Í ítarlegri samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna er þung áhersla lögð á samvinnu við aðila vinnumarkaðarins á fjölmörgum sviðum. Þessar áherslur eiga sér líklega ekki fordæmi hér á landi og endurspegla annars vegar það grafalvarlega ástand sem ríkir í efnahagslífinu og þá ríku kröfu sem gerð hefur verið um fjölþætt samstarf leiðandi aðila með það að markmiði að tryggja stöðugleika til frambúðar og efla atvinnustarfsemi.
Í samstarfsyfirlýsingunni er stefnan sett á samvinnu við aðila vinnumarkaðarins á a.m.k. 9 sviðum, þ.e. um gerð þríhliða stöðugleikasáttmála, ríkisfjármál, greiðsluvanda heimila, velferðarmál, atvinnumál, jafnréttismál, umræðugrundvöll viðræðna við ESB, stjórnkerfisumbætur og vinnumarkaðsmál. Þá er sett það metnaðarfulla markmið í 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar að mótuð verði atvinnustefna í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og háskólasamfélagsins sem hafi það m.a. að markmiði að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu landa heims árið 2010.
Frá sjónarhóli vinnumarkaðarins er gerð þríhliða stöðugleikasáttmála aðkallandi verkefni þar sem eyða þarf óvissu um framhald kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á næstu vikum og í síðasta lagi fyrir júnílok. Af hálfu Samtaka atvinnulífsins hefur verið lýst þeim vilja að samningarnir haldi áfram, þrátt fyrir afar þrönga stöðu, en til þess þurfi þó að gera á þeim tilteknar breytingar en þó þannig að þeir verði að fullu efndir fyrir samningslok í nóvember 2010. Jafnframt þarf að marka stefnu í samningamálum hjá ríki og sveitarfélögum fyrir þetta og næsta ár.
Endurskoðun kjarasamninga sem átti að eiga sér stað í febrúar síðastliðnum var frestað fram í júní vegna óvissu í stjórnmálum. Vinna við undirbúning víðtæks stöðugleikasáttmála hefur dregist nokkuð vegna kosningabaráttunnar og stjórnarmyndunarviðræðna. Nú er sá tími að baki og ekkert því til fyrirstöðu að hefja þessa vinnu af fullum krafti.
Fulltrúar heildarsamtakanna hafa hist reglulega síðastliðinn vetur og vor og hafa sett niður meginmarkmið í slíkum sáttmála. Þess sjást merki í samstarfsyfirlýsingunni þar sem tekið er undir öll helstu atriði sem samningsaðilar höfðu sett fram, m.a. að skapa skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraðri lækkun vaxta, skapa hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin, fylgja markvissri áætlun um jafnvægi í ríkisfjármálum og að standa vörð um velferðarkerfið eins og kostur er. Leiðir að þessum markmiðum eru að efla traust á atvinnulífinu, örva fjárfestingar og koma á eðlilegum lánaviðskiptum við útlönd. Það er því ljóst að ekki er ágreiningu milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um markmið og leiðir í stórum dráttum og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að samkomulag takist í tæka tíð.
Hér er vitnað í grein Hannesar G.Sigurðssonar http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4513/
Hannes G. Sigurðsson
1.5.2009 | 17:44
Eini verkalýðforinginn á Íslandi.
Ræða Aðalsteins fer í heild hér á eftir:
Ágætu félagar og gestir!Verið velkomin til hátíðar stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum á þessum fallega degi.Þegar við komum saman hér fyrir ári síðan voru menn glaðir í bragði og framtíðin blasti við þegnum þessa lands.Við skoruðum hæst í flestum alþjóðlegum könnunum, vorum hamingjusömust allra þjóða, ein ríkasta þjóð veraldar, með eitt besta heilbrigðis- og menntakerfið og það sem athyglisverðast var, samkvæmt sömu alþjóðlegu könnunum vorum við óspilltasta þjóð veraldar, hér þreifst ekki spilling.Við Íslendingar vorum bognir í baki, hlaðnir alþjóðlegum heiðursmerkjum og forseti vor boðaði menn í röðum á Bessastaði til að veita þeim orður og aðrar viðurkenningar ekki síst fyrir öfluga útrás.En það voru ekki allir Íslendingar sem sáu fyrir sér þessa glansmynd og vöruðu við henni. Þeir voru miskunna laust kallaðir úrtölumenn. Erlendar greiningadeildir vöruðu einnig við þróun efnahagsmála á Íslandi, sérstaklega danskar, sem töldu Íslendinga standa frammi fyrir erfiðum málum ef ekkert yrði að gert. Það væri óveður í aðsigi.Þessum boðum var svarað af íslenskum útrásarvíkingum og fjölmiðlum í eigu þeirra. Menn þyrftu ekki að óttast neitt, þetta væri aðeins öfund í frændum okkar. Þeir hefðu reynt að verjast innrás okkar í Danmörku en mistekist.Nú ættum við helstu verslanir landsins, Sterling flugfélagið, banka, hótel og þá hefðu menn til skoðunar að kaupa Tívolið í Kaupmannahöfn, það er stolt Dana. Auðvitað væru þeir varnarlausir og fullir af öfund með brækurnar niður um sig. Við Íslendingar værum einfaldlega svo klárir.Sumir þingmenn og ráðherrar á þeim tíma tóku undir með útrásarvíkingunum og sögðu hér allt vera í himnalagi og einn af ráðherrum ríkistjórnarinnar sagði að erlendir aðilar, sem töluðu Ísland niður með þessum hætti, ættu að sækja sér endurmenntun.<br> Síðar varð ráðherrann að biðja viðkomandi aðila afsökunar á ummælum sínum þar sem aðvörunarorðin reyndust því miður rétt.Það hefur hins vegar staðið á því að aðrir gerendur í málinu bæðust afsökunar, þrátt fyrir háværar kröfur þess efnis frá almenningi í landinu. Þeir sem höfðu varið svimandi há laun sín og kaupauka með þeim orðum að þeir bæru svo mikla ábyrgð könnuðust ekki við að hafa ekki staðið sína vakt. Þá steig fram litli maðurinn frá Húsavík, Halldór Hákonarson, eða Dóri Hákonar og bauðst fyrstur manna til að taka á sig ábyrgðina fyrir útrásargengið í viðtali sem tekið var við hann í DV. Maðurinn sem framfleytt hefur sér á örorkulífeyri síðustu ár eftir að hafa átt farsælan feril sem verkamaður og sjómaður. Með þessari yfirlýsingu hefur Dóri væntanlega viljað vekja athygli á siðferðisbresti þessara manna þar sem þeir skynjuðu hann ekki sjálfir. Vissulega er það þannig að blindir menn sjá ekki.Því miður fór það svo að þjóðarskútan sigldi í strand í byrjun október eftir að hafa verið vélarvana um nokkurn tíma. Búið var að selja allt úr skipinu eða veðsetja, svo skútunni varð ekki bjargað frá strandi. Aðeins skrokkurinn var eftir sem maraði hálfur í kafi í flæðarmálinu. Áhöfnin var flúin af skipinu og komin í felur. Á flóttanum frá strandstað heyrðist skipstjórinn segja, ekki benda á mig. Aðrir yfirmenn úr áhöfninni tóku undir með skipstjóranum um leið og þeir létu sig hverfa, flestir í einkaþotum úr landi.Afleiðingarnar létu ekki á sér standa fyrir saklaust fólk, þegna þessa lands sem stritað hafa í svita síns andlits til að hafa í sig og á. Skrúfað var fyrir lánalínur til Íslands. Verðbólgan rauk upp, skuldir heimilanna margfölduðust og atvinnuleysið jókst verulega. Þá vorum við komin á válista hjá flestum peningastofnunum heims og varað var við að eiga viðskipti við Íslendinga. Við vorum búin að reisa okkur vafasaman minnisvarða. Landið var komið í sóttkví og ekki var laust við að menn skömmuðust sín fyrir að vera Íslendingar á erlendri grundu. Það var sárt að horfa upp á fólk með söfnunarbauka fyrir utan verslanir Íslendinga í Danmörku að safna peningum handa íslensku þjóðinni. Þjóðarstoltið hafði borið skaða.Vissulega er það þannig að við megum aldrei láta reiðina ná yfirtökum á okkur eða láta svokallaða kreppu naga okkur innan frá. Þess í stað eigum við að veðja á skynsemina og beisla orkuna sem er í reiðinni okkur til framdráttar.Það hlýtur hins vegar að vera eðlilegt að fall Íslands sem um þessar mundir er eitt skuldugasta land heims verði rannsakað að fullu og þeir sem bera ábyrgð á því hvernig komið er, gjaldi fyrir það eins og aðrir sem þurfa að sæta dómi gerist þeir brotlegir við lög og reglur.<br> Útigangsmaðurinn sem stal baunadós sér til matar hlaut dóm fyrir það, hann á að sitja við sama borð og aðrir sem gerast brotlegir. Það eiga allir að vera jafnir fyrir dómsvaldinu.Auðvitað er það þannig að það mun taka tíma að byggja upp nýtt fley en það mun takast með samstilltu átaki þjóðarinnar. Við höfum þekkinguna og efniviðinn og kjark til að byggja upp nýtt og réttlátara þjóðfélag.Meðan á uppbyggingarstarfinu stendur verðum við að einbeita okkur að því að halda utan um hvert annað því það eiga margir erfitt um þessar mundir.Það var t.d. gleðilegt að skynja fyrir síðustu jól náungakærleikann eins og hann gerist bestur, skipshafnir færðu velferðarsamtökum ferðasjóði sína, fjölskyldur og fyrirtæki slepptu jólagjöfum og gáfu andvirðið til þeirra sem höfðu mikla þörf fyrir aðstoð.Ég fann fyrir þessum hlýju straumum hér á Húsavík fyrir jólin. Það voru margir sem þurftu á hjálp að halda í sveitarfélaginu Norðurþingi. Mér telst til að um 70 til 80 einstaklingar eða fjölskyldur hafi fengið glaðning í formi matargjafa eða peningagjafa til framfærslu í desember frá velferðarsamtökum og fyrirtækjum á svæðinu. Ég á mér þá von að þessi staða verði önnur og betri um næstu áramót.Þá efast ég ekki um að eftir að við höfum gengið í gegnum þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir í dag byggist upp betra Ísland með meiri jöfnuði og félagshyggju í stað þeirrar nýfrjálshyggju sem tröllriðið hefur þjóðfélaginu.Það verður aldrei liðið aftur að þegnarnir borgi brúsann til þess að elítan geti lifað í vellystingum. Svo ekki sé talað um alla starfslokasamningana þar sem menn hafa fengið hundriðir milljóna á sama tíma og skera hefur þurft niður í velferðarþjónustunni á Íslandi. Vonandi upplifum við aldrei aftur þessa tíma.Kæru félagar!Alþingiskosningar eru ný afstaðnar og kjósendur hafa valið sér 63 þingmenn til settu á Alþingi Íslendinga. Eðlilega eru menn misjafnalega sáttir með niðurstöður kosninganna. Hins vegar verðum við að vonast til þess, sama hvar við stöndum í pólitík, að nýrri ríkistjórn takist að snúa við þeirri óheillaþróun sem skapaðist með hruni efnahagslífsins í október.Það er barnaskapur að halda því fram að auðvelt verði fyrir stjórnvöld að snúa þessari þróun við til betri vegar á nokkrum mánuðum. Það mun taka tíma að byggja upp nýtt Ísland eftir hrunið. Það er hins vegar ábyrgðarhluti að horfa á ástandið versna án þess að grípið sé til viðeigandi aðgerða, aðgerða sem byggja á jöfnuði og félagshyggju. Ég treysti þeirri ríkistjórn, hver sem hún verður, til að fylgja þessum markmiðum eftir.Ég vara hins vegar við einhverjum óhugsuðum skyndilausnum. Það á að vera forgangsverkefni að koma bankakerfinu í viðunandi horf svo hjól atvinnulífsins geti farið að snúast aftur með eðlilegum hætti. Þá þarf þegar í stað að grípa til aðgerða til að laga stöðu heimilanna í landinu sem mörg hver standa mjög illa. Um þessar grunneiningar í íslensku samfélagi þarf að standa sérstakan vörð.Staðreyndir sýna að norræn samfélög sem byggja á velferðarhugsjón skapa íbúum sínum mesta almenna velferð og lífsgæði meðal þjóða heims. Samfélög sem byggja á öflugu og virku velferðarkerfi, góðri menntun fyrir alla, jöfnuði og jafnrétti og traustum réttindum launafólks er sá grunnur sem byggja þarf á til að takast á við framtíðina. Þá er ljóst að verkalýðshreyfingin mun sporna gegn því að efnahagsþrengingarnar auki á ójöfnuð, félagslega einangrun og takmarki réttindi launafólks á vinnumarkaði. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég skil ekki alveg umræðuna um inngöngu Íslands í Evrópusambandið á sama tíma og við erum með allt niður um okkur og höfum mörg verk að vinna. Ég tel umræðuna vera á lágu plani og tel því ekki tímabært að sækja um inngöngu. Það er engin syndaaflausn fólgin í því að ganga í Evrópusambandið miðað við okkar stöðu í dag. Við höfum verið á fjárfestingarfylliríi síðustu ár og erum ekki í neinni samningsstöðu til að fara í viðræður við Evrópusambandið um aðild að sambandinu. Fyrst þurfum við að láta renna af okkur, fara í meðferð og ná jafnvægi svo við höfum einhverja samningsstöðu. Ekki er ólíklegt að þetta verði eitt mesta hitamálið í íslenskri pólitík á næstu árum.Hugsanlega er það leið til sátta meðal þjóðarinnar eftir að við höfum náð jafnvægi í ríkisfjármálum að menn hefji viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild. Kalli fram sáttmála sem síðan verði lagður í dóm kjósenda þannig að menn geti tekið lýðræðislega afstöðu til málsins. Fyrr getum við það ekki. Það er ekki þannig að við verðum alltaf sólarmegin í lífinu með því að ganga í Evrópusambandið. Í því sambandi bendi ég á að um þessar mundir eru miklir erfiðleikar á Spáni og um 17% atvinnuleysi þrátt fyrir að landið sé innan Evrópusambandsins. Spánverjar sjá fram á erfiða tíma líkt og mörg önnur Evrópulönd. Á sama tíma stendur ein ríkasta þjóð veraldar, Noregur, utan sambandsins þar sem þeir telja hag sínum best borgið með því. Þannig haldi þeir sínu sjálfstæði í stað þess að taka við boðum og bönnum frá Brussel. Norðmenn vilja hafa Íslendinga með sér í liði, þjóð sem þekkir sjálfstæðisbaráttu og lýðræði.Að lokum þetta:Við Þingeyingar höfum lengi verið framsýnir í atvinnumálum og menningu. Við stofnuðum t.d. fyrsta kaupfélagið á sínum tíma og fórum að flytja inn vörur. Þar á meðal bókmenntir og fljótlega urðu Þingeyingar betur lesnir og fróðari um flesta hluti en aðrir Íslendingar. Jákvæð öfund skapaðist hjá öðrum landsmönnum í garð Þingeyinga sem fóru að tala um að þeir væru fullir af lofti og montnari en aðrir.Þessi stimpill hefur fylgt okkur frá þeim tíma sem er hið besta mál enda eigum við að standa undir því að vera fremstir meðal jafningja. Ég legg áherslu á að við höldum þessum eiginleika í okkur áfram, það er að skapa og hafa áhrif á allt það sem getur bætt búsetuskilyrði í Þingeyjarsýslum og fjölgað þar með fólk. Forsendan fyrir betri byggð er ekki síst öflugt atvinnulíf. Við höfum lengi verið með mörg járn í eldinum hvað það varðar og verið með allar klær úti til að handsama fjölbreytt atvinnutækifæri. Um þessar mundir er t.d. til skoðunar að reisa álver á Bakka við Húsavík sem nýti orku frá háhitasvæðum í næsta nágrenni við Húsavík. Fyrirtækið Alcoa hefur marg líst því yfir að vilji þeirra standi til þess að reisa álver á Bakka en efnahagskreppan hefur tafið fyrir framgangi verkefnisins. Þá verður að segjast eins og er, að stjórnvöld síðustu ára hafa ekki unnið með okkur að heilindum í þessu máli. Það var t.d. sorglegt að horfa upp á iðnaðarráðherra, korter í kosningar, afneita álverinu í sjónvarpsþætti. Maðurinn sem margsinnis hefur sagt áður að hann styðji uppbygginguna á Bakka. Er ástæða til að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum sem haga sér með þessum hætti, ég segi Nei. Þessi yfirlýsing er ekki bara alvarleg fyrir mannorð ráðherrans heldur okkur hér á Húsavík og aðra samstarfsaðila sem sett hafa ómælda fjármuni í verkefnið ekki síst vegna hvatningar frá stjórnvöldum og ráðherra iðnaðarmála. Við hljótum því að spyrja! Hver er ábyrgð stjórnvalda komi til þess að næsta ríkistjórn taki verkefnið út af borðinu eða fresti því enn frekar? Það er alveg ljóst að fullkomið traust verður að ríkja milli samstarfsaðila í þessu mikilvæga máli svo það geti orðið að veruleika. Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt á suðvestur horninu, þá er það hið besta mál. Sérstaklega mannvænt sem veitir örugga og góða atvinnu, umhverfisvænt og styrkir afkomu þjóðarinnar. Detti hins vegar einhverjum í hug að staðsetja slíka starfsemi á landsbyggðinni þá gilda allt önnur viðhorf og rök.Þá rísa fjölmargir höfuðborgarbúar upp til kröftugra mótmæla og fá skyndilega útrás fyrir einstaka umhyggju sina fyrir umhverfi og náttúru. Þá er eitthvað allt annað betra fyrir landsbyggðarfólk.Þrátt fyrir ákveðið mótlæti í þessu máli eigum við að halda áfram okkar striki í uppbyggingu á svæðinu og horfa í allar áttir eftir frekari atvinnutækifærum. Við eigum ekki bara að horfa á álver heldur alla þá möguleika sem við sjáum í umhverfinu. Örugg vinna er forsendan fyrir velferð á hverjum stað.Við skulum því bretta upp ermar, spýta í lófana og takast á við framtíðina með bjartsýnina að vopni því öll él styttir upp um síðir. Að svo mæltu segi ég þessa hátíð stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum1.5.2009 | 14:22
ASí stjórn Lyfeyrissóðana bera ekki ábyrgð.
Í ávarpinu segir meðal annars að kerfishrunið hafi orðið vegna gríðarlegra mistaka. Þar er átt við einkavæðingu bankanna, siðleysi stjórnenda þeirra við lánveitingar, krosseignatengsl stórfyrirtækjanna sem mörg hver féllu eins og spilaborgir við hrun bankakerfisins. Þá er minnst á ótrúlegt andvaraleysi, úrræðaleysi og rangar ákvarðanir ríkisstjórnar Íslands. Allt þetta er sögð bein afleiðing þeirrar græðgi sem nýfrjálshyggjan kynti undir. Íslenskt samfélag er sagt þurfa á sáttargjörð að halda. Það þarf að moka flórinn og þrífa skúmaskotin.
Í ávarpinu segir að það sé skýlaus krafa almenns launafólks í landinu að þeir einstaklingar sem hér stjórnuðu för, bæði í stjórnmálum og viðskiptalífi, verði látnir sæta fullri ábyrgð.
Stjórnarmenn lyfeyrissóðana skuli þó undanskildir ábyrgð þeir sem tengjast verkalýðsforustunni.
Í kröfugöngunni sjálfri verða haldnar örræður en útifundurinn á Austurvelli heldur Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fyrstu ræðu fundarins. Aðrir ræðumenn á Austurvelli í dag eru Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó