Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
18.11.2010 | 19:53
Trúnaðarráð verkalýðsfélaga skorar á Bæjarráð Hafnarfjarðar að efna kosningar loforð sín.
Fundur Trúnaðarráðs verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík með um 65 þúsund meðlimi skorar á Samfylkinguna og Vinstri Græna í Hafnarfirði að efna kosningarloforð sín og samstarfssáttmála þessa flokka að efna kosningarloforð sín um lýðræðislega íbúðar kosningu í bænum um deiluskipulagið í Straumsvík.
Fundur Trúnaðarráðs verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík haldinn miðvikudaginn 3. nóv 2010 samþykkir eftirfarandi ályktun til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
Trúnaðarráðið fer fram á að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fari eftir lýðræðislegum leikreglum og virði undirskriftir 25% atkvæðisbærra Hafnfirðinga um kosningu á deiliskipulagi fyrir Álverið í Straumsvík. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur úrskurðað að undirskriftirnar uppfylli samþykktar lýðræðisreglur bæjarstjórnar fyrir atkvæðisgreiðslunni, samanber eftirfarandi bókun bæjarráðs Hafnarfjarðar:
"Á fundi bæjarráðs þann 22. október ´09. var lögð fram samantekt um að fjöldi undirskrifta íbúa bæjarins varðandi kosningu um nýtt deiliskipulag fyrir álverið í Straumsvík uppfyllti skilyrði samþykkta Hafnarfjarðabæjar varðandi íbúakosningar. Engar athugasemdir komu fram við þá niðurstöðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2010 | 16:27
Ráðist á fórnalamb nauðgara af ættingjum geranda.
Kona sem lenti í ofsóknum eftir nauðgun. Maðurinn var sakfelldur í hæstarétti en fjölskylda mannsins, vinir hans og sveitungar risu upp og svívirtu hana opinberlega.
Konan hefur flúð bæjarfélagið en segir að óhróðurinn hafi borist hratt til nýrra heimkynna hennar á Akranesi. Hún hafi ekki aðeins fengið fjölda nafnlausra skilaboða sem öll voru full af viðbjóði, þurft að sæta hótunum og svívirðingum heldur einnig lent í líkamsárás.
Hún hefur lýst hún reynslu sinni og segir meðal annars hvernig það var að flytja frá Ísafirði á Akranes eftir allt sem á undan var gengið. Hann á ættingja hérna og viðbjóðurinn kom, liggur við, á undan mér. Þannig að ég átti ekki auðvelt uppdráttar hér heldur til að byrja með. Ekki fyrr en sanngjarnt fólk gaf mér tækifæri og kynntist mér fordómalaust. Þá fór viðhorf þeirra sem skipta máli að breytast. Það býr hérna yndislegt fólk, sérstaklega starfsfólkið á félagsmálastofnun og sömuleiðis presturinn.
Hún segist hafa lent í líkamsárás í fyrra út af nauðgunarmálinu. Frænka mannsins býr hér. Hún sendi mér hver skilaboðin á fætur öðru sem voru full af viðbjóði. Síðan kom hún drukkin heim til mín um miðja nótt og barði húsið að utan þannig að börnin voru logandi hrædd. Reyndi síðan að ganga í skrokk á mér. Eftir þetta eru börnin alltaf að tékka á því hvort það sé ekki örugglega allt læst. Þau eru alltaf hrædd þegar ég fer út, jafnvel þótt ég þurfi bara að skreppa út í búð. Þau hafa upplifað hreina skelfingu.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó