Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Forstjóri og framkvæmdastjóri Eimskipafélags Íslands og Eimskips Flytjanda hafa sent fjölmiðlum opið bréf.
Í því er fréttaflutningur af banaslysi gagnrýndur og blaðamenn og ljósmyndarar beðnir um að endurskoða vinnubrögð sín.
Þetta er ekki í fyrsta sinn né það síðasta sem fréttir af hörmulegum atburðum er gerður að söluvöru hjá óvönduðum og lítt menntuðum blaðamönum sem en hafa ekki lært það né skilið að nærvera skal höfð í heiðri þegar fólk á um sárt að binda og missir ástvini sína .
Slys á þjóðvegi 1 í Langadal í Húnavatnssýslu um kvöldmatarleyti í gærkvöld er enn eitt dæmi um tilfinninga vanþroska fréttastofu RÚV og andlegt þroskaleysi og hreint og beint heimsku fréttarstofu þar sem fréttastofa veður um á skítugum skónum yfir ástvini, vini og vinnufélaga.
Tveir flutningabílar saman og lést ökumaður annars bílsins.Hann var 35 ára að aldri og lætur eftir sig tvær ungar dætur.
Bréfið frá Eimskipafélaginu er svohljóðandi:
Sá hörmulegi atburður átti sér stað í gærkvöldi að starfsmaður Eimskips Flytjanda lést við vinnu sína í bílslysi.
Strax á eftir var mikill fréttaflutningur af málinu í fjölmiðlum. Kapp frekar en forsjá einkenndi þann fréttaflutning og ítarlegar myndbirtingar frá slysstað virtust vera aðalatriði fréttanna.
Fréttaflutningur af þessum toga þegar mannslíf og sálir eru annarsvegar er með öllu óviðeigandi.
Slysið verður á þeim tíma árs og sólarhrings sem erfitt getur reynst að ná í aðstandendur og vinnufélaga þeirra sem í hlut eiga. Samstarfsmönnum hins látna var illa brugðið í morgun við að sjá fréttir og myndir af slysstað áður en þeir mættu til vinnu.
Um leið og Eimskipafélag Íslands vottar fjölskyldu og vinnufélögum hins látna samúð sína vonast félagið til þess að blaðamenn og ljósmyndarar endurskoði vinnubrögð sín við vinnslu frétta af þessu tagi.
Fyrir hönd Eimskipafélags Íslands og Eimskips Flytjanda,
Gylfi Sigfússon forstjóri og Guðmundur Nikulásson framkvæmdastjóri.
26.12.2010 | 20:41
Litla týnda þjóðin
Einu sinni var lítil þjóð sem bjó í sátt og samlyndi við náttúröflin og landvættina á lítilli eyju út í ballarhafi. Þessi þjóð var friðsamleg og að mörgu leyti svolítið trúgjörn. Hún trúði því að allt væri í himnalagi í litla lýðveldinu og að af hverju strái drypi hunang öllum stundum.
Dag einn gerðust miklar hamfarir í litla lýðveldinu sem þjóðin kunni ekki deili á. Þjóðin stóð máttvana, hissa og ráðalaus frammi fyrir þessum manngerðu náttúruhamförum.
Þó var þessi litla þjóð ýmsu vön, kunni að bretta upp ermar og spýta í lófa og takast á við náttúruhamfarir í aldanna rás. Þetta var sem sagt ekki í eðli sínu ráðalaus þjóð. Þjóðin varð reið og safnaðist á torg út og hrópaði á réttlæti sér og sínum til handa.
Því litla þjóðin hafði ekki haft hugmynd um eða gert sér grein fyrir að meðal þeirra leyndust skúrkar af verstu gerð. Þessi skúrkar, í dulargervi bankamanna, höfðu tæmt sjóði litlu þjóðarinnar og í skjóli nætur komið þeim fyrir í paradís skúrkanna, þar sem ekki var hægt að ná til þeirra aftur.
Litla þjóðin stóð á torgum vikum saman og barðist gegn óréttlæti sem henni var fyrirmunað að skilja að yfir hana gæti gengið. Litla þjóðin notaði það sem hún átti til í þessari baráttu og gaf sig alla í verkið eins og hennar er von og vísa í erfiðleikum.
Þegar fyrsta baráttan skilaði þjóðinni nýjum valdhöfum, varð hún í hjarta sínu glöð og með henni kviknaði von. Þjóðin trúði því að nýju valdhafarnir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að ná í rassinn á skúrkunum fljótt og örugglega, sækja sjóðina og verja litlu þjóðina fyrir árás annarra skúrka frá skúrkaparadísinni.
Nýju valdhafarnir settust í ráðastóla og tíminn leið, litla þjóðin trúði því að núna væri hún á réttri leið til betri framtíðar. Tíminn leið enn lengur og það kom á daginn að litla þjóðin hafði enn einu sinni í trúgirni sinni og von látið gabba sig.
Nýju valdhafarnir hleyptu skúrkunum inn í landið bakdyramegin og báru hag litlu þjóðarinnar ekki fyrir brjósti eins og hún hafði trúað.
Skrímslið kom og þóttist ætla að hjálpa litlu þjóðinni út úr erfiðleikunum. Það kom með gilda sjóði til að lána litlu þjóðinni og valdhafarnir tóku þeim fegins hendi. Litla þjóðin hefur svo vaknað óþyrmilega af þyrnirósarsvefni, því skrímslið krefst þess að litla þjóðin gefi eftir þau forréttindi að fá að hugsa hvert um annað.
Valdhafarnir, sem litla þjóðin batt allar sínar vonir við, sviku hana í hendur skrímslinu. Skrímslið í samvinnu við valdhafa gerði áætlanir litlu þjóðinni til handa sem gerðu henni erfitt um vik að gera það sem hún hafði alltaf gert, að redda sér út úr öllum vandræðum.
Litla þjóðin var vön að vinna og standa fyrir sínu. Nú stóð hún frammi fyrir því að lífsviðurværi hennar var numið brott, húskofarnir lentu í höndum skúrkana og litla þjóðin týndist á tilfinningalegum og efnislegum vergangi.
Eftir því sem tíminn leið misst litla þjóðin vonina og viljann til að berjast. Vonleysið var mikið hjá litlu þjóðinni sem skildi ekki hvernig valdhafarnir gætu skilið hana svona eftir í reiðileysi.
Litla þjóðin stendur því frammi fyrir því í dag að verða að finna aftur forn lífsgildi sem hún týndi þegar hin efnislegu gildi urðu hið eina sanna verðmæta- og stöðumat.
Nú verður litla þjóðin að þjappa sér saman og muna að það sem skiptir máli í lífinu er fjölskylda, náungakærleikur, samstaða og samvinna.
Með þetta að leiðarljósi getur litla þjóðin barist fyrir réttlæti og endurreisn samfélags sem er ekki spillt af skúrkum sem vilja aðeins nýta sér litlu þjóðina sér til framdráttar.
Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri ...
Þessi grein ef eftir Ástu Hafberg varaformanns Frjálslynda flokksins
7.12.2010 | 19:52
Heiðurslaun listamanna voru veitt nú í ár nema 44,1 milljónum en hvað með Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp
Fjölskylduhjálpin fær ekki fjögurra milljóna styrk frá fjárlaganefnd Alþingis eins og vaninn hefur verið undanfarin ár". Styrkir til listamann virðist hafa gengið fyrir og kostnaður við Hörpuna. Fjárlaganefnd hefur sýnt ósveigjanleika.
Hjá Fjölskylduhjálp Íslands starfa 40 sjálfboðaliðar sem útdeila vikulega matargjöfum, fötum og öðrum vörum til fólks sem sökum fjárskorts hefur ekki efni á nauðsynjum.
250 milljónir króna hafa safnast fyrir Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Á símatíma leituðu tæplega 1.200 fjölskyldur til Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp í vikunni um matar hjálp, við lifum í sjúku þjóðfélagi sem getur safnað 250 milljónir í gæluverkefni á meðan fjölskyldur í landinu svelta, Íslenska Háskólasamfélagið er sjúkt snobbi af dramblæti..Heiðurslaun listamanna voru veitt nú í ár nema 44,1 milljón en hvað með Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp.
2.12.2010 | 20:04
Er eldgos í uppsiglingu í Krýsuvík?
Jarðskjálftahrina með um 32 smáskjálftum varð í Krýsuvík í nótt en skjálftahrinur hófust á ný á svæðinu í haust eftir rólegan tíma fyrr á árinu. Jarðvísindamenn upplýstu almannavarnir í fyrra um óvenju mikið landris á litlu svæði suðvestan Kleifarvatns, en þá reis land þar um þrjá sentímetra.
Í fyrradag voru skjálftarnir yfir 40.
Trölladyngjukerfið
Kerfið er nefnt eftir samnefndri dyngju í kerfinu. Það er sennilega ekki ofsögum sagt að segja að Trölladyngjukerfið sé eitt hættulegasta eldstöðvakerfi landsins vegna nálægðar þess við höfuðborgarsvæðið. Nyrstu gossprungurnar eru rétt suðvestur af Hafnarfirði og hraun hefur amk. á tveimur stöðum runnið til sjávar örskammt vestan Hafnarfjarðar eftir landnám.
Um árið 1150 1151 urðu veruleg eldsumbrot í kerfinu og opnuðust nokkrar gossprungur í þeirri hrinu. Kapelluhraun Nýjahraun eldra nafn og Bruni efri hluti Kapelluhrauns. Hafa þessi eldgos verið nefnd Krísuvíkureldar. Þá varð einnig gos við Sveifluháls um 1180. Ögmundarhraun 1350 úr Trölladyngjum.
Eldgos i Tvíbollum, Litlabolla og Stórabolla hraun getur runnið þunnfljótandi á nokkrum klukkutímum dag eða örfáum dögum niður í Vallahverfi og á línumöstur og í iðnaðarhverfi í landi Hafnarfjarðar.
Nú eru nálægt 770 ár frá síðustu staðfestu gosum á skaganum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum. Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð. Sérstaklega verður að telja hluta Hafnarfjarðar á hættusvæði hvað þetta varðar og einnig etv. Grindavík. Það er því sérlega mikilvægt að fylgjast vel með öllum jarðskorpuhreyfingum á skaganum til að auka líkurnar á að hægt sé að segja til um gos með einhverjum fyrirvara og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2010 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 18:22
Börn komast ekki í tómstundastarf sökum skulda eða vanskila foreldra
Nokkur fjöldi barna situr heima sér síðdegis meðan jafnaldrar þeirra taka þátt í leikjum og íþróttum sökum þess að ekki er til fjármagn til að greiða fyrir tómstundastarf eða að börnin missa rétt til tómstunda sökum skulda foreldranna.
Dæmi eru um börn á höfuðborgarsvæðinu sem verða að gera sér að góðu að dvelja heima meðan önnur leika sér saman sökum þess að skuldir eða vanskil foreldra eru orðin of mikil. Þau verða því af leik og skemmtan og félagsskap. Mæður segja óréttlátt að börnin gjaldi þess að fjárhagur heimilanna sé orðinn bágur og því séu ekki til peningar fyrir öllu þó tómstundastarf sé vissulega í forgangi.
Ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, velferð og síðast en ekki síst réttlæti, og réttlætir svo gjörðir sínar en er í raun ranglát því vont er hennar ranglæti en verra er hennar réttlæti og segir síðan við höfum sýnt okkar réttlæti með að afskrifa og leiðrétta á skuldum heimilanna 22 milljörðum en á sama tíma höfum við afskrifað skuldir auðmenna og einstaka fyrirtæki um samtals hundruð milljarða í afskriftir.
Eða samtals 306,5 milljarðar.
54,7 milljarðar hjá 8 ótilteknum fyrirtækjum
Kjalar í eigu Ólafs Ólafssonar 88 milljarðar
Ólafur Ólafsson, Egla 25 milljarðar
1998 í eigu Jóns Ásgeirs 30 milljarðar
SÆ14 (áður Húsbygg) 400 milljónir
Bjarni Ármannsson 800 milljónir
Pálmi Haraldsson í Fons 30 milljarðar
Sigurður Bollason 11 milljarðar
Finnur Ingólfsson í Langflugi 14 milljarðar
Magnús Kristinsson útgerðarmaður 50 milljarðar
Skinney Þinganes 2,6 milljarðar
Samtals 306,5 milljarðar
Ríkisstjórinn eykur samt fylgið sitt þá sést hverslag fólk veitir henni stuðning þeir sem er sama um samborgara sína og fjölskyldur í nauð en hyllast kapítals hugsun VG og Samfylkingarinnar.
Því vont er hennar ranglæti en verra er hennar réttlæti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð