Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
21.1.2011 | 23:08
Stjórnmálafræðingur ,Fylgið rennur af VG
Það segir sig sjálft að slík ríkisstjórn hefur ekki mikið umboð," segir ,stjórnmálafræðingur, um fylgi stjórnmálaflokkanna.
Stjórnmálafræðingur segir fylgið renna af Vinstri Grænum.
Þetta eru skilaboð þeirra sem tóku þátt í nýrri skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rösklega 43% styðja Sjáfstæðisflokkinn, sem fengi 28 þingmenn, eða jafn marga þingmenn og stjórnarflokkarnir fengju samanlagt ef þetta væri niðurstaða kosninga. Flokkurinn bætir verulega við fylgið frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir líka við sig fylgi fá könnun í september og mælist nú með tæplega 12% fylgi. VG mælist með 16,5%,og er í algjöru hruni.
Samfylkingin fær tæp 26%, og Hreyfingin fær aðeins tvö prósent.
Um fylgi VG . Núna virðist þessi mikli stuðningur sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem var kannski afleiðing af hruninu og mikilli reiði í þjóðfélaginu, vera að renna til baka."
Vinstri grænir fengu tæp 22% atkvæða í þingkosningunum í apríl 2009 en mælast núna með 16% sem er algjört hrun.
Í morgun var haldinn fundur í samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og var á þeim fundi samþykkt að skoða hugmyndir forseta Alþýðusambands Íslands um samræmda launastefnu. Fyrir liggja hugmyndir að þessari launastefnu og það er morgunljóst að þær falla alls ekki að þeirri kröfugerð sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyr
Á þeirri forsendu hefur formaður Verkalýðsfélags Akraness tilkynnt samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands að félagið segir sig frá þessu samstarfi og hefur félagið nú þegar tilkynnt Starfsgreinasambandinu formlega um að það hafi dregið samningsumboð sitt til baka. Einnig hefur félagið sent Ríkissáttasemjara bréf og vísað kjaradeilu félagsins á hinum almenna vinnumarkaði til hans á formlegan hátt.
Það er mat samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness að þessi samræmda launastefna eins og hún er hugsuð af forseta Alþýðusambands Íslands og kynnt fyrir félögunum er ekkert annað en skemmdarverk gagnvart öllum þeim starfsmönnum sem starfa í útflutningi. Það er skoðun formanns að með þessari samþykkt samninganefndar SGS sé í raun og veru verið að fela forseta ASÍ og samninganefnd ASÍ að hefja viðræður við Samtök atvinnulífsins um samræmda launastefnu. Í því sambandi er félaginu minnistæður síðasti gjörningur samninganefndar ASÍ þegar stöðugleikasáttmálinn var undirritaður 25. júní 2009.
Formaður greindi einnig frá því á fundinum í dag að nýjar upplýsingar væru að koma fram sem lúta að viðmiði lágmarksframfærslu, en Harpa Njálsdóttir félagsfræðingur hefur reiknað út að einstaklingur þurfi að lágmarki 250.000 kr. til að geta framfleytt sér. Inni í þessu neysluviðmiði Hörpu er tekið tillit til þess að viðkomandi leigi einstaklingsíbúð og reki gamlan bíl. Núna er félagsmálaráðuneytið að vinna að sams konar lágmarksframfærsluviðmiði og á þeirri forsendu er gríðarlega mikilvægt að upplýst verði um þetta neysluviðmið því ef það byggist á sambærilegri niðurstöðu og hjá Hörpu Njálsdóttur þá er ljóst að sú krafa sem er verið að leggja fram núna varðandi lágmarkslaun er langt fyrir neðan viðmið um lágmarksframfærslu.
Þess vegna er útilokað að ganga frá kjarasamningum fyrr en þessir hlutir eru komnir á hreint því verkalýðshreyfingin getur ekki samið um lágmarkslaun sem duga engan veginn til þess að fólk nái lágmarksframfærslu. Hugmyndir forseta ASÍ varðandi lágmarkslaun eru að lágmarkslaun verði orðin 200.000 kr. í lok samningstímans sem er árið 2014. Þetta er að mati formanns algjör skandall því krafa okkar hefur verið sú að lágmarkslaun verði frá 1. desember 2010 kr. 200.000. Þessi hugmynd um samræmda launastefnu er galin og nægir að nefna í því samhengi að þær hugmyndir sem maður hefur séð varðandi samræmda launastefnu myndi þýða að verkafólk á töxtum gæti verið að fá á bilinu 10-13 þúsund króna hækkun á mánuði, á meðan menn eins og Gylfi Arnbjörnsson sem er með milljón á mánuði fengi 35.000 kr. hækkun. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands sem var með skv. tekjublaði mannlífs á síðasta ári um 1,4 milljón væri að fá tæpar 50.000 kr. og Vilhjálmur Egilsson frkv.stj. Samtaka atvinnulífsins sem var með skv. sömu heimild rúma 1,8 milljón á mánuði fengi 63.000 króna hækkun. Er þetta samræmda launastefnan sem menn vilja stefna að? Að þeir tekjuhærri fá ennþá meira en fólk sem er á launum sem ekki duga til lágmarksframfærslu? Svar Verkalýðsfélags Akraness við því er nei, og sveiattan!
Það verður að gera þá skýlausu kröfu á Guðbjart Hannesson velferðarráðherra að hann skili þessari vinnu er lýtur að neysluviðmiðinu tafarlaust, þannig að verkalýðshreyfingin geti notað þessa viðmiðun varðandi lágmarkslaunin í sinni kjarasamningsgerð.
Grundarvallaratriðið er lýtur að samræmdri launastefnu er eins og áður hefur komið fram að það er verið að eyðileggja möguleika þeirra starfsmanna sem starfa í útflutningsfyrirtækjum ef það á að setja alla upp í einn og sama sporvagninn algerlega óháð getu hverrar atvinnugreinar fyrir sig. Slíku samráði mun Verkalýðsfélag Akraness ekki taka þátt í.
Strax eftir helgi mun félagið boða til áríðandi fundar með starfsmönnum Elkem Ísland, Klafa, Síldarbræðslunnar og starfsmönnum Norðuráls þar sem þeim verður gerð grein fyrir þessari nýju stöðu sem upp er komin. Starfsmenn þessara fyrirtækja starfa eftir sérkjarasamningum og öll þessi fyrirtæki tengjast útflutningi. Þessir starfsmenn munu núna taka ákvörðun um það á næstu dögum hvort þeir eru tilbúnir til að fara í verkföll til að knýja fram að þessi fyrirtæki skili þeim gríðarlega ávinningi sem þau hafa haft vegna gengisfellingar íslensku krónunnar að einhverru leyti til starfsmanna. Rétt er að geta þess að starfsmenn Norðuráls eru einungis með launaliðinn lausann þannig að það er ljóst að ekki mun koma til verkfalla í þeirri verksmiðju.
Eftir Vilhjálm Birgisson, formans Verkalýðsfélags Akraness
15.1.2011 | 20:37
Björn Valur gerir stólpagrín að þremenningum í VG
Ég hef fengið í hendur drög að samþykktum hins nýja félags sem mér skilst að hafi verið rædd á undirbúningsstofnfundi fyrir skömmu. Sá fundur mun víst hafa endað með ósköpum en boðað hefur verið til fleiri framhaldsfunda á næstunni þar sem á að halda áfram umræðum um málið og leiða til lykta ef það er þá hægt.
Drög af samþykktum Nýja lýðræðislega sannfæringarbandalagsins:
- Enginn flokksmaður má vera sammála öðrum flokksmanni um nokkurt mál
- Flokksmenn skulu láta eigin hagsmuni ganga framar hagsmunum flokks og þjóðar
- Óheimilt er að koma sér saman um pólitískt stefnumál flokksins
- Flokksmenn skulu alltaf láta eigin sannfæringu ráða pólitískri för sinni svo framarlega sem hún falli ekki að sannfæringu annarra
- Enginn flokksmaður má vera vinur annars flokksmanns
- Formaður má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil
- Kjörtímabil formanns eru 10 dagar
- Óheimilt er að sýna formanni flokksins stuðning í nokkru máli
- Lýðræðislega sannfæringabandalagið má ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á nokkurn hátt
- Flokkurinn skal alltaf vera andsnúinn öllum málum
- Lýðræðislega sannfæringarbandalagið hefur það að markmiði að vera áhrifalaust í stjórnmálum og éta sjálft sig innan frá um leið og þegar/ef það kemst til áhrifa.
Þetta eru víst bara svona fyrstu drög sem eiga eftir að þroskast og dafna í samræmi við pólitíska sannfæringu aðila framboðsins. Eftir því sem mér skilst hefur það helst komið upp á við undirbúning að stofnun flokksins að aðstandendur málsins hafa verið of sammála um ofangreint meginmarkmið sem er auðvitað ekki nógu gott. En það er eins og mannskepnan þurfi alltaf að rotta sig saman um alla hluti og geti aldrei verið almennilega ósammála hvort öðru um minnstu mál. Það er svo stutt í flokks- og foringjaræðið hjá fólki þegar á það reynir.
Við fylgjumst svo náið með framgangi hins nýja flokks eftir því sem tímanum líður og málið þroskast. Ekki ólíklegt að lesa megi frekar um þróun þess á feisbúkk.
6.1.2011 | 18:37
Rangfærslur Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóri þingflokks VG og Einar Þorleifsson náttúrufræðings
Áliðnaður og umhverfismál Rangfærslur leiðréttar Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þingflokks VG og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur,fara mikinn í tveimur blaðagreinum sem þeir rita um áliðnaðinn í Fréttablaðinu þann 17. og 29. desember sl.
Meginhluti greinanna snýr að báxítvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Fullyrðingar þær sem greinar höfundar setja fram eru í besta falli mjög villandi og því rétt að benda þeim félögum á nokkrar staðreyndir um báxítvinnslu.
Báxítvinnsla er umfangslítil námavinnsla á heimsvísu. Um 160 milljón tonn af báxíti eru unnin á ári hverju samanborið við t.d. um 7 milljarða tonna af kolum og um 1,5 milljarða tonna jarðefnis til koparvinnslu. Auðvelt er að nálgast upplýsingar um vinnsluna en bæði Alþjóðasamtök álframleiðenda og Evrópusamtök álframleiðenda veita ítarlegar upplýsingar um báxítvinnslu á heimasíðum sínum, www.world-aluminium.org og www.eaa.net .
Í grein sinni halda þeir Bergur og Einar því fram að stærstur hluti báxítvinnslu eigi sér stað í fátækum ríkjum á borð við Gíneu og Jamaíka. Þetta er rangt. Staðsetning báxítvinnslu ræðst af jarðfræði en ekki efnahagslegum þáttum og fer lang stærstur hluti hennar fram í Ástralíu (40%) sem seint verður talin til fátækustu ríkja heims. Um 20% heimsframleiðslunnar fer fram í Gíneu og á Jamaíka.
Árlega eru um 30 ferkílómetrar lands lagðir undir nýjar báxít námur, eða sem samsvarar um 75% af flatarmáli Garðabæjar. Uppgræðsla á gömlum námum nemur svipaðri tölu á ári hverju og alls ná áætlanir námafyrirtækja um uppgræðslu til meira en 90% þess landsvæðis sem lagt hefur verið undir
báxítvinnslu frá upphafi .
Af ofangreindum 30 ferkílómetrum eru um 2-3 ferkílómetrar regnskóga lagðir undir báxítnámur á ári hverju. Meira en 97% þeirra eru ræktaðir upp í sömu mynd að námavinnslu lokinni.
Hvað varðar áhrif báxítvinnslu á búsetu þá er rétt að taka fram að um 80% allrar báxítvinnslu á sér stað á landsvæðum þar sem íbúafjöldi í 10 kílómetra radíus frá námu er minni en 5 íbúar á hvern ferkílómetra, þar af um 40% þar sem íbúafjöldi á ferkílómeter er 1 eða færri.
Í grein sinni blanda þeir Bergur og Einar með einstaklega ósmekklegum hætti áliðnaði saman við hryllileg mannréttindabrot herstjórnarinnar í Gíneu þann 28. september 2009 er 157 mótmælendur voru skotnir til bana af hernum þar í landi. Mótmælendurnir voru að mótmæla herstjórn sem hrifsaði völd í landinu í árslok 2008, en landið hafði verið undir stjórn einræðisherra allt frá því það hlaut sjálfstæði árið 1958. Mótmælin leiddu á endanum til fyrstu lýðræðislegu kosninganna í landinu frá sjálfstæði sem haldnar voru fyrr á þessu ári. Stjórnarandstaðan fór með sigur af hólmi og tók við völdum í nóvember síðastliðnum. Það að blanda áliðnaði inní þessa atburðarrás, hvað þá að fullyrða að áliðnaður viðhaldi herstjórn landsins er fjarstæðukennt.
Greinarhöfundum finnst þó greinilega ekki nóg komið og halda rangfærslum sínum áfram. Þannig segja þeir allt að 30% alls áls sem framleitt er í heiminum fara til hergagnaiðnaðar, en segjast þó ekki finna neinar heimildir til stuðnings þeim fullyrðingum sínum. Á heimasíðu Samáls, www.samal.is, má finna upplýsingar um helstu not áls í heiminum. Um 25% fer til framleiðslu ýmissa neytendavara svo sem húsgagna,húsbúnaðar, geisladiska o.s.frv. Um fjórðungur fer til framleiðslu ýmis konar samgöngutækja svo sem bifreiða og flugvéla. Um 20% fer til byggingariðnaðar svo sem í gluggakarma, klæðingar og fleira. Um 20% er notað til framleiðslu ýmis konar umbúða svo sem álpappírs og dósa og loks fara um 10% til raforkuiðnaðar og þá helst til framleiðslu á raflínum.
Ofangreind fullyrðing er því röng. Hergagnaiðnaður notar vissulega ál sem og stál,gler,plast,hugbúnað,örflögur, tölvur eða fjölmargar aðrar framleiðsluvörur eða þjónustu. Hvað það hefur með áliðnað að gera er hins vegar erfitt að sjá. Varla dytti nokkrum manni í hug að leggja til að við
Íslendingar hættum að veiða fisk þar sem hluti hans væri borðaður af hermönnum.
Staðreyndin er sú að áliðnaður hefur ýmislegt gott til umhverfismála að leggja. Þannig dregur notkun áls til að létta samgöngutæki í Evrópu verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samdráttur losunar vegna þessa er meiri en sem nemur heildarlosun áliðnaðar í Evrópu, en um 30% áls sem framleitt er í Evrópu er notað í samgöngutæki. Íslenskur áliðnaður kemur enn betur út í þessum samanburði enda nemur heildarlosun hér á landi á hvert framleitt tonn af áli aðeins um 20% af heildarlosun evrópsks áliðnaðar á hvert framleitt tonn.
Álfyrirtækin hér á landi hafa lagt mikinn metnað í umhverfismál, sem meðal annars má sjá í þeirri staðreynd að losun á hvert framleitt tonn hefur dregist saman um 75% frá 1990 og íslensk álfyrirtæki eru í fararbroddi á heimsvísu hvað þetta varðar. Ennfremur hafa íslensk álfyrirtæki stutt við ýmis konar verkefni í sviði umhverfismála svo sem endurheimt votlendis, skógrækt, Vatnajökulsþjóðgarð og svo mætti áfram telja.
Íslenskur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé málefnaleg og byggi á staðreyndum.
Þorsteinn Víglundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi
Íslenskur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í
umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé málefnaleg og byggi
á staðreyndum.
5.1.2011 | 20:41
Þingflokkur VG fundaði í gamla Morgunblaðshúsinu
Árni Þór, þingflokksmaður VG og þingmenn voru ánægðir hve góður andi væri í gamla Morgunblaðshúsinu hefði haft á þá og þá helst gömlu ritstjóraskrifstofunnar og fært þingmenn VG saman í bróðurlegt samstarf og kærleiksbönd þar sem andi Morgunblaðsins sveif yfir ýsu og rjómaskálum og hefði skipt sköpum að sættir tókust og nú séu færri ágreinismál.
Ásmundur Einar Daðason sagði að fundurinn hefði verið góður, hreinskiptar og opinskáar umræður hefðu farið fram og löngu tímabærar enda andi Morgunblaðshússins góður..
Bókun, þingflokks VG lagði fram um stuðning þingflokksins við ríkisstjórnina og stefnumál hennar, hlaut ekki stuðning þriggja þingmanna VG í dag. Tillagan var því dregin til baka af stjórn þingflokksins, en hana skipa auk Árna Þórs þingflokksformanns þær Þuríður Backman og Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Það var Ásmundur Einar Daðason, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sem ekki treystu sér til þess að greiða atkvæði með bókuninni um stuðning við stefnu ríkisstjórnarinnar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó