Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Sönn saga af fátækt á Íslandi í dag. Norrænvelferð í boði ríkisstjórarinnar.

Í dag kom ung einstæð móðir til okkar inn á fatamarkað. Þó svo verðum þar sé stillt mjög í hóf (og peningarnir eru notaðir til matarinnkaupa) þá kostar notaður barnagalli kannski 800 krónur og takmarkað til af þeim. Þessi unga kona, með barnið sitt ca 7 ára gamalt, settist niður og brotnaði saman fyrir framan fulla búð. Við stukkum strax til og ein okkar tók þær mæðgur afsíðis. Það kom í ljós að hún hafði þurft að ná í barnið sitt í skólann vegna þess að barninu var kalt í frímínútum og hafði ekki rétta klæðnaðinn. Telpan litla skýrði frá því að hún ætti engar snjóbuxur – mamma hefði bara ekki efni á þeim.

Í ljós kom að þarna var á ferð einstæð móðir sem hefur engan aðstandanda (já – íslensk) og lifir á eingöngu atvinnuleysisbótum og einföldu meðlagi. Það rétt dugar fyrir húsnæði, rafmagni og hita – og lítilsháttar af mat. Vegna mikillar neyðar geta hjálparstofnanir einungis úthlutað til hverrar fjölskyldu einu sinni í mánuði í stað 3svar áður. Sérstök tilfelli eins og þessi kona getur þó fengið meiri aðstoð – en hversu margir láta slíkt uppi.

Að sjálfsögðu fundum við snjóbuxur fyrir barnið, konunni að kostaðarlausu og létum hana sækja um sérstaka aðstoð (úthlutun oftar).

En landinn er í neyð – verulegri neyð. Og það eru ekki allir sem hafa sig frammi um það.

Það sem ég hef heyrt og séð undanfarna mánuði ætti ekki að líðast hérna.

Með von um að hægt sé að gera eitthvað.
27446_npadvsinglephoto.jpgLinkur


Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband