Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Óreiða í eftirlaunasjóði. Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi þingmaður í Suðvesturkjördæmi, skuldar Hafnfirðingum skýringar

Niðurstaða úttektarnefndar um lífeyrissjóði á stöðu Efirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar (ESH) er þungur áfellisdómur yfir stjórn og stjórnarháttum sjóðsins. Aðeins einn lífeyrissjóður á landinu tapaði hlutfallslega meiru en ESH. Samkvæmt úttektinni vantar 68-78% upp á eignastöðu sjóðsins til að hann standi undir tryggingarfræðilegum skuldbindingum sínum.
Með öðrum orðum; annaðhvort þarf bæjarsjóður Hafnarfjarðar að auka verulega framlög sín til sjóðsins á næstu árum, sem jafnvel gæti numið milljörðum króna, en vandséð er hvernig fjárhagsstaða bæjarins getur staðið undir því, eða að skera þarf verulega niður réttindi þeirra sem treysta á sjóðinn, eftir starfsævi sína hjá bænum og stofnunum hans.
Hvor leiðin sem yrði farin eða blanda af þeim tveimur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa Hafnarfjarðar og bætist ofan á aðra fjárhagserfiðleika sem bærinn á við að etja. Málefni ESH eru stórmál fyrir fjölmargar hafnfirskar fjölskyldur sem byggja afkomu sína á sjóðnum. Þessar fjölskyldur og Hafnfirðingar allir eiga rétt á skýringum frá þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana hjá ESH um hvers vegna ýmsar reglur og fyrirmæli voru brotin hjá sjóðnum árum saman. Hvers vegna var bókhald sjóðsins ekki fært eins og lög kveða á um?
Afhverju var farið út fyrir heimildir í kaupum á óskráðum fyrirtækjum? Hvers vegna voru engar skriflegar verklagsreglur hjá sjóðnum? Af hverju voru ekki gerðir skriflegir samningar við verðbréfafyrirtækið VBS og hvers vegna týndust hlutabréf sem keypt voru fyrir peninga sjóðsins? Hér eru taldar upp aðeins nokkrar þær ávirðingar sem stjórn sjóðsins fær í úttektarskýrslunni.Stjórnarformaður eftirlaunasjóðsins til margra ára, Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi þingmaður í Suðvesturkjördæmi, skuldar Hafnfirðingum skýringar á hörmulegri frammistöðu sjóðsins og reyndar líka á bágri fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.

Grein eftir, Rósu Guðbjartsdóttir: Óreiða í eftirlaunasjóð.
599114

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband