Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
17.2.2012 | 19:49
Óreiða í eftirlaunasjóði. Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi þingmaður í Suðvesturkjördæmi, skuldar Hafnfirðingum skýringar
Niðurstaða úttektarnefndar um lífeyrissjóði á stöðu Efirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar (ESH) er þungur áfellisdómur yfir stjórn og stjórnarháttum sjóðsins. Aðeins einn lífeyrissjóður á landinu tapaði hlutfallslega meiru en ESH. Samkvæmt úttektinni vantar 68-78% upp á eignastöðu sjóðsins til að hann standi undir tryggingarfræðilegum skuldbindingum sínum.
Með öðrum orðum; annaðhvort þarf bæjarsjóður Hafnarfjarðar að auka verulega framlög sín til sjóðsins á næstu árum, sem jafnvel gæti numið milljörðum króna, en vandséð er hvernig fjárhagsstaða bæjarins getur staðið undir því, eða að skera þarf verulega niður réttindi þeirra sem treysta á sjóðinn, eftir starfsævi sína hjá bænum og stofnunum hans.
Hvor leiðin sem yrði farin eða blanda af þeim tveimur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa Hafnarfjarðar og bætist ofan á aðra fjárhagserfiðleika sem bærinn á við að etja. Málefni ESH eru stórmál fyrir fjölmargar hafnfirskar fjölskyldur sem byggja afkomu sína á sjóðnum. Þessar fjölskyldur og Hafnfirðingar allir eiga rétt á skýringum frá þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana hjá ESH um hvers vegna ýmsar reglur og fyrirmæli voru brotin hjá sjóðnum árum saman. Hvers vegna var bókhald sjóðsins ekki fært eins og lög kveða á um?
Afhverju var farið út fyrir heimildir í kaupum á óskráðum fyrirtækjum? Hvers vegna voru engar skriflegar verklagsreglur hjá sjóðnum? Af hverju voru ekki gerðir skriflegir samningar við verðbréfafyrirtækið VBS og hvers vegna týndust hlutabréf sem keypt voru fyrir peninga sjóðsins? Hér eru taldar upp aðeins nokkrar þær ávirðingar sem stjórn sjóðsins fær í úttektarskýrslunni.Stjórnarformaður eftirlaunasjóðsins til margra ára, Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi þingmaður í Suðvesturkjördæmi, skuldar Hafnfirðingum skýringar á hörmulegri frammistöðu sjóðsins og reyndar líka á bágri fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó