Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2019

Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum í rekstri ISALs í Straumsvík .

 

,,Það blasir við að Landsvirkjun og stjórnvöld eru að ógna atvinnuöryggi og lífsafkomu þúsunda fjölskyldna í orkufrekum iðnaði vítt og breitt um landið með græðgisstefnu sinni í raforkumálum.

Ég vil byrja á að nefna þegar ákveðið var af þáverandi stjórnvöldum að byggja upp orkufrekan iðnað á Íslandi fyrir svona 50 árum eða svo, var ákveðið að búa til góðar og tryggar rekstrarforsendur fyrir þennan iðnað til að skapa störf fyrir fólkið í landinu. Á þessum árum var ákveðið að horfa á heildarhagsmuni samfélagsins og byggðarlaganna þar sem auðlindir okkar voru nýttar til atvinnusköpunar og einnig var horft á heildarávinning af þessum iðnaði eins og hinum ýmsu afleiddu störfum sem myndu skapast að ógleymdu skatt-og útflutningstekjum sem myndu verða til.

Stjórnvöld á þessum tíma bjuggu til þessar rekstrarforsendur og samkeppnisskilyrði sem gerðu það að verkum að erlendir fjárfestar höfðu áhuga að fjárfesta hér á landi og það sem við höfðum fram að færa væri vistvæn raforka á góðu samkeppnishæfu verði. Enda fátt er skynsamlegra hvað umhverfisáhrif varðar en að framleiða t.d. álafurðir með vistvænni græni orku.

Nú kveður hinsvegar við nýjan tón og háværar raddir m.a. frá hinum ýmsu stjórnmálamönnum að verið sé að „gefa“ raforkuna á kostnað almennings en slíkt stenst ekki nokkra skoðun ef málin eru skoðuð nánar.

Ég vil byrja á að nefna stöðuna sem álverið í Straumsvík er í núna eftir að fyrirtækið gerði nýjan raforkusamning í árslok 2010 þar sem um gríðarlega hækkun kvað á um í þeim samningi. Rétt er að nefna að núverandi forstjóri álversins í Straumsvík tók við árið 1997 og rak hún fyrirtækið með góðum hagnaði samfellt eða allt þar til nýr raforkusamningur tók gildi. En frá árinu 2012 til dagsins í dag hefur álverið í Straumsvík verið rekið með tapi nánast öll árin frá því nýr samningur tók gildi og á 7 ára tímabili hefur álverið tapað 15 milljörðum og eigið fé fyrirtækisins lækkað um 14 milljarða.

Takið eftir, álverið var rekið samfellt með góðri afkomu eða allt þar til nýr raforkusamningur tók gildi og hefur álverið í Straumsvík tapað 15 milljörðum og má segja að fyrirtækið berjist fyrir lífi sínu og meira segja er verið að reyna að selja fyrirtækið á brunaútsölu, en ekki hefur enn fundist kaupendur af því.

Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum í rekstri fyrirtækisins í Straumsvík en samt liggur algerlega fyrir að gríðarleg hækkun á raforkuverði frá árinu 2010 hefur snúið rekstri fyrirtækisins á hvolf.

Það er rétt að vekja athygli á því að álverið í Straumsvík hefur kaupskildu á raforkunni því til viðbótar er svokölluð móðurfélagsábyrgð sem gerir það að verkum að álverið þarf að greiða fyrir raforkuna hvort sem þeir nota hana eða ekki. Ef þessi móðurfélagsábyrgð væri ekki til staðar telja margir sem þekkja til í þessum iðnaði að búið væri að loka þessari verksmiðju.

En skoðum afkomu Landsvirkjunar, en um eða yfir 70% af tekjum Landsvirkjunar koma frá orkufrekum iðnaði. Ég vil byrja á því að nefna að árið 2000 var eigið fé Landsvirkjunar 34 milljarðar en í dag 19 árum síðar, nemur eigið fé LV tæpum 300 milljörðum.

En frá árinu 2012 til dagsins í dag hefur Landsvirkjun skilað um 65 milljörðum í hagnað. Á sama tíma og þessi hagnaður myndaðist hafa heildarskuldir faríð úr 363 milljörðum niður í 218 milljarða sem þýðir að Landsvirkjun er búin að greiða niður skuldir fyrir 145 milljarða á 7 árum eða sem nemur um 21 milljarði á ári. Ofan á þetta allt saman hefur Landsvirkjun greitt tæpa 12 milljarða í arðgreiðslur til ríkissjóðs.

Á þessu sést að Landsvirkjun er alger gullnáma fyrir allt samfélagið eins og þessar opinberu tölur sína og sanna. Svo er sagt að verið sé að „gefa“ orkuna til orkufreks iðnaðar! Slíkt stenst ekki eina einustu skoðun, enda afkoma Landsvirkjunar frábær. Það er rétt að vekja athygli á að margt bendir til þess að Landsvirkjun geti orðið skuldlaust fyrirtæki eftir 7 til 10 ár eða svo og þá geta menn ímyndað sér þær gríðarlegu arðgreiðslur sem bíða ríkissjóðs öllu samfélaginu til heilla.

En núna er græðgin búin að heltaka stjórnendur Landsvirkjunar og það alvarlega í þessu er að þessi græðgisstemming er leyfð og með vitund stjórnvalda.

En það hættulega er að græðgin hjá LV og stjórnvöldum mun klárlega geta með tíð og tíma slátrað þessum iðnaði og um leið svipt þúsundum fjölskyldna lífsviðurværi sínu og stórskaðað byggðarforsendur nokkurra sveitafélaga illilega.

Það er þyngra en tárum taki að hlusta á suma þingmenn stökkva á lýðsskrumsvagninn og tala um að verið sé að gefa raforkuna enda nægir að horfa á afkomutölur Landsvirkjunar til að sjá að slíkt stenst ekki nokkra skoðun.

Það sorglegt að stjórnvöld virðast trúa forstjóra LV að hægt sé nánast að tvöfalda raforkureikning á orkufrekan iðnað, en staðan hjá Rio Tinto, Elkem Ísland og PCC á Húsavík sýnir og sannar að þetta stenst ekki nokkra skoðun enda liggur fyrir að öll þessi fyrirtæki eiga við vanda að etja.

Ég óttast að stjórnvöld sem nudda saman höndunum yfir nýjum auðlindasjóði sem verður tekin til umræðu á Alþingi innan skamms séu með bundið fyrir bæði augun þegar forstjóri Landsvirkjunar leiðir þessa starfsemi fram af bjargbrúnni með skelfilegum afleiðingum fyrir lífsafkomu þúsunda fjölskyldna sem byggja atvinnuöryggi sitt á þessum iðnaði.

En það þykir flott og töff hjá sumum stjórnmálamönnum að vera á móti orkufrekum iðnaði, þrátt fyrir að allar staðreyndir sýni og sanni að þessi iðnaður sé okkur mjög mikilvægur. Ég tel það alls ekki vera neina tilviljun að þrír forstjórar í orkufrekum iðnaði hafi látið af störfum nýverið, enda drýpur óvild í garð fyrirtækja í orkum frekum iðnaði útum allt í íslensku samfélagi.

Ég vil að lokum taka það skýrt fram að mér og fyrirgefið orðbragðið, en mér er skítsama um hagsmuni eigenda þessara fyrirtækja, en drottinn minn, ég hef áhyggjur af atvinnuöryggi og lífsafkomu þúsunda fjölskyldna sem reiða sig á störf í þessum iðnaði, en laun í orkufrekum iðnaði hjá ófaglærðu starfsfólki eru þau ein bestu sem bjóðast á íslenskum vinnumarkaði í dag."
   

Vilhjálmur Birgisson.


Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband