Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2007 | 13:42
Stækkun Alcan ÍSALs er verkefni Íslendinga.
Undirbúningur stækkunarinnar í Straumsvík hófst 1999. Frumkvæðið kom frá forráðamönnum fyrirtækisins hér og fyrirtækið enn í eigu Svisslendinga. Farið var alfarið að íslenskum leikreglum, tryggja sér land, fyrirhuguð stækkun sett í umhverfismat sem var samþykkt. Þá var farið í orkuleit, samningar náðust við Orkuveitu Reykjavíkur um 40% orkunnar í tíð R-listaflokkana Smfylkingunar og Vinstri Græna og síðar tókust samningar við Landsvirkjun um hin 60% orkunnar.
Þau sem stóðu í þessum samningum voru ekki her útlendinga, heldur forstjóri og kerskálastjóri ÍSAL, þau Rannveig Rist og Gunnar Guðlaugsson og án beinar milligöngu ríkisstjórnar ólíkt hinum Álverum eins og Norðurál og Reyðarál. Í millitíðinni sameinast Alusuisse ,,Svisslendingarnir,, og Alcan ,,Kanadamennirnir,, og síðar Pecheynnay ,,Frakkarnir,, og fyrirtækið fær nafnið Alcan á Íslandi. Frumkvæðið að stækkuninni er því íslenskt enda hagsmunirnir íslenskir og Hafnfirskir. Alcan á fleiri möguleika, orkuverð er lægra í Kanada og Bahrein býður upp á "olíu knúin álver"og þar mun ódýrari orku.
Kv, Sigurjón Vigfússon Stækkum Alcan Ísal Já Takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2007 | 12:01
Staðreyndir um Alcan og Starfsfólk.
Vissuð þið:
- að flúor í gróðri kringum álverið í Straumsvík mælist jafnmikil núna í dag eins og áður en verksmiðjan hóf starfsemi.
- að svifryksmengun á Hvaleyrarholti hefur aldrei farið yfir heilsuverndarmörk í þau 40 ár sem álverið hefur starfað, en 29 yfir heilsuverndarmörk við Greinsársveg í RVK. 2005
- að ef álverið er stækkað, eykst framleiðslan um 150% en leyfileg mörk á losun flúors eingöngu um 25%
-að við stækkun eykst lóðarmörk aðeina um 56% að lóð Alcan er aðeins 20% af lóðum iðnarsvæðis í Kapellu og Helluhrauni 80% er undir annan iðnað.
- að Isal er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem var vottað með umhverfisstaðalinn ISO 14001
- að Isal er fyrsta fyrirtækið á Íslandi þar sem algjört launajafnræði er milli kynja.
-að meðmánaðarlaun verkafólks fyrir 37.5 tíma dagvinnu á viku er 283.933.00 og fyrir vaktarvinnu á þrískiptum vöktum 36.tíma vinnu á viku er 356.964.00 án yfirvinnu.
-að þetta eru allt STAÐREYNDIR.
Kv.Sigurjón Vigfússon
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 09:38
Alcan opnar upplýsingamiðsöð í Firðinum
Alcan opnar upplýsingamiðstöðvar í Firðinum á 2. hæð í Firðinum í dag laugardag 3.3 kl. 13.00.
Ljónið hvetur Hafnfirðinga og starfsmenn til að mæta á þessa opnunarhátíð og kynna sér málið.
Opnunartíma upplýsingamiðstöðvarinnar er síðan alla virka daga frá kl. 14-18 og á laugardögum frá kl. 11-16. Sími miðstöðvarinnar er 555-4260 Kv,Sigurjón VigfússonBloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 18:50
Stækkun í Straumsvík.
Stjórnmálamenn sem ekki gera greinarmun á nýjum álverum í Helguvík eða á Húsavík annarsvegar eða stækkun álversins Straumsvík hinsvegar eru í besta falli á villi götum. Undirbúningur stækkunarinnar í Straumsvík hófst 1999. Frumkvæðið kom frá forráðamönnum fyrirtækisins hér og fyrirtækið enn í eigu Svisslendinga. Farið var alfarið að íslenskum leikreglum, tryggja sér land, fyrirhuguð stækkun sett í umhverfismat sem var samþykkt. Þá var farið í orkuleit, samningar náðust við Orkuveitu Reykjavíkur um 40% orkunnar í tíð R-listaflokkana og síðar tókust samningar við Landsvirkjun um hin 60% orkunnar. Þau sem stóðu í þessum samningum voru ekki her útlendinga, heldur forstjóri og kerskálastjóri ÍSAL, þau Rannveig Rist og Gunnar Guðlaugsson. Í millitíðinni sameinast Alusuisse (Svisslendingarnir) og Alcan (Kanadamennirnir) og síðar Pecheynnay (Frakkarnir) og fyrirtækið fær nafnið Alcan á Íslandi. Frumkvæðið að stækkuninni er því íslenskt enda hagsmunirnir íslenskir. Alcan á fleiri möguleika, orkuverð er lægra í Kanada og Bahrein býður upp á "olíu knúin álver"og þar með nánast ókeypis orku. Umhverfismálin ráða hér mestu, vandinn er hnattrænn ekki íslenskur. Við stöndum þjóða best í umhverfismálum og því eðlilega leitað til okkar. Þeir íslensku kostir sem eru upp á borðinu eru fráleitt allir jafn umhverfisvænir. Húsavíkur álver kallar á jarðvarmavirkjun á einu fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins og Helguvíkur álver kallar á jarðvarmavirkjun á Reykjanesskaganum á svæðum sem mörg hver eiga ekki sinn líka eins og Brennisteinsfjöll . Stækkunin í Straumsvík felur í sér virkjun neðarlega í Þjórsá, (afturkræf framkvæmd) og búið að samþykkja af skipulagsyfirvöldum !Einnig jarðvarmavirkjun á Hengilssvæðinu sem er vissulega viðkvæmt en þar er byrjað að virkja nú þegar með samþykki R-Listans og skipulagsyfirvalda. Skipulagsstofnun samþykkti ekki Kárahnjúkavirkjun, umhverfisráðherra varð að grípa þar inn í. Umhverfismat á eftir að fara fram gagnvart bæði Helguvík og Húsavík og standist það ekki mun enginn umhverfisráðherra breyta því áliti hvar í flokki sem hann/hún stendur! Hér er því um ólíka hluti að ræða. Álverið í Straumsvík er með öll tilskilin leyfi til stækkunar en hinir staðirnir ekki. Hinsvegar kaus Hafnarfjarðarbær að fara þá leið að hafa íbúakosningu um málið, ekki urðu nein málaferli út af því, ekki mótmælti ÍSAL og ekki Alcan. Kosningarnar fara því fram 31.mars næstkomandi,stjórnmálamenn þurfa því enga afstöðu að taka nema að þeir búi í Hafnarfirði. Maður er hinsvegar í nettu sjokki yfir þekkingarleysi stjórnmálamanna á starfseminni í Straumsvík og því andvaraleysi að sú starfsemi skipti engu máli fyrir Hafnarfjörð né land og þjóð. Stækkunin skiptir gríðarlegu máli fyrir Hafnarfjörð og land og þjóð. Við misstum af iðnbyltingunni þess vegna er en hægt að virkja hér ef rétt er að málum staðið, eins og hjá ÍSAL. Fjörutíu ára saga ÍSAL segir okkur að óhætt sé að stækka í Straumsvík, slík aðgerð myndi treysta rekstrargrundvöll þjóðarinnar til framtíðar og við gætum snúið okkur að öðrum möguleikum, öllum til hagsbóta og það gæfi okkur fótfestu til að segja hingað og ekki lengra hvað álver snertir. Eitt er að stækka það sem fyrir er og samþykkt er, en annað að byrja frá grunni! Skora á stjórnmálamenn að kynna sér starfsemina í Straumsvík og koma í veg fyrir að því frábæra starfi sem þar fer fram verði fórnað að óskoðuðu máli! Úti í henni Evrópu og Skandinavíu er auðvelt að vera "Grænn" þar er búið að virkja allt sem hægt er,við komumst sem betur fer aldrei á það stig!
Stækkum í Straumsvík!! Logi Hjartarson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2007 | 09:32
Húsfyllir hjá Alcan Stækkunarsinnum.
Húsfyllir var á fundi sem Hagur Hafnarfjarðar hélt í Hafnarborg 1. Mars
Aðalræðumenn kvöldsins voru Ingi B. Rútsson einig tóku til máls Sveinn Hannesson,framkvæmdarstjóri SI og Örn Friðriksson, Vélvirki.Reifuðu þeir málinn af miklu kostgæfni og skýrðu frá afstöðu sinn af afar skilmerkilegan hátt ýmislegt það sem kom fram hjá ræðumönnum skýrir ýmsar rangfærslur sem hafa verið í umræðunni hjá andstæðingum framfara á iðnaðaruppbygginga á Hafnarfjarðar svæðinu en eins og hefur komið fram í miðlum nú á síðustu dögum eru hópar sem unnið hafa gegn þróun iðnfyrirtækja sem eru í hátækniðnaði eins og þekkingarfyrirtækjum og þróunarfyrirtækjum, eins og Alcan er.
Nú líður sem að því að línur fara að skírast í þessum mála flokki, áróður og rangfærslu andstæðinga framfara á iðnaðaruppbyggingu á Hafnarfjarðarsvæðinu og undið verði ofan af rangfærslum og ósannindum íbúar í Hafnarfirði eiga rétt á því að málefnileg umræðu verði um málið og flett verði ofan af rangfærslum of ósannindum og hið rétta komi í ljós áður en gengið er til atkvæða um málið. Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Hlíf hafa sennt frá sér stuðnings yfirlýsingu önnur félög munu sen fylgja í kjölfarið og koma til með að álykta einig um málið.
Kv.Sigurjón Vigfússon stuðningsmaður iðnaðaruppbyggingar á Hafnarfjarðarsvæðinu.Stækkum Alcan Já Takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 15:23
Hafa skal það sem satt er VG.
Fulltrúi Vg. Í Hafarfirði Guðrún Ágústa Guðmunddóttir fer all fjarri sannleikanum í Vikurfréttum í dag þar rangtúlkar hún tölur og fyrir utan það að vera sí og á með niðrandi athugasemdið og ummæli í garð verkafólks er vinnur hjá Alcan.
Segir að stækkun sé þreföld: sem er ekki satt hið rétta er að stækkunin er 155% úr 180 þús tonn aukningin er í 280 þús tonn sem er 155% ekki 300% eða þreföldun eins og hún segir hér fer hún vísvitandi með rangt mál.
Enn fremur segir hún: gróðurhúsalofttegundir verði mun meiri en 2004 sem er ekki rétt land umferð er 710 þús tonn Loftumferð yfir 300 þús tonn 1,010 þus tonn losun Alcan mun verða ef stækkað verður 690 þús tonn her munar um 320 þús tonn sem er ekki rétt hjá henni. Mælingar á mengun eru mun hærri í Hafnarfirði en við Straumsvík svifryk er þrisvar til fjórum sinni hæri í Hafnarfirði en við Straumsvík enn fremur sýna mælingar að í Hafnarfjarðarhöfn og nágrenni mun meiri mengun en mælingar við Straumsvík.
Segir að verði stækka verði virkjað í Þjórsárdal það er ekki rétt að verið sé að virkja í Þjórsárdal ef stækkað verðu verður virkjað í neðri hluta Þjórsá þetta er ekki satt , formaður VG Steingrímur J.sagði 22 nóv 2005 í ræðu: . Búðarhálsvirkjun bráðhagkvæm rennslisvirkjun sem nýtir þær miðlunarframkvæmdir sem komnar eru á Þjórsársvæðinu, sjálfsögð virkjun. Ég er ekki á móti henni, ég styð hana að því gefnu að við þurfum á orkunni að halda til einhverra skynsamlegra nota. Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði..
Hún segir líka að Hafnarfjörður eigi að laða að sér hátækni og þekkingarfyrirtæki áliðnaðurinn í Straumsvík er hátækni og þekkingarfyrirtæki og þróunarfyrirtæki það er eimitt það sem verið er að gera með stækkun Alcan , þetta er ekki réttmætt fullyrðing hjá henni.
Atvinnu atvinnuástand er næg, atvinnuásandi í Hafnafirði hefur verið að dragast saman nú um 5% aukinn síðustu mánuði, það er ekki næg atvinna fyrir alla þegar atvinnuleysið er um 2% hvað verður það mikið 6 til 12 mánuðu er eftir 1 til 4 ár.
Ég hvet GV og Guðrúnu Ágústu að fara rétt með í þessum málaflokki.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.2.2007 | 14:33
Hvenær segja menn satt og Hvenær ekki satt.
Á meðal þess sem Sól í Straumi hefur not fært sér í umræðunni um stækkun eru ýmsar villur og blekkingar og staðreyndir sem snúið á hvolf og rantúlkuð
Til dæmis svo kölluð 10. rök gegn stækkun.
Eins og ,, Lóð eftir stækkun verður jafn breið og hún er löng í dag. Ekki satt.
Svar samkvæmt teikningum ARKÍS 15. 1.2007 er lóð Ísal eftir stækkun mælikvarði um 1520m á lengd og um 920m á breidd ekki jafn löng og breið skeikar um 600m. lóði stækkar um 56% stækkun á lóð já 56%. Lóð sögð yfir 60% stærri en hún mun verða.
Byggingarland í Kapelluhrauni og Hellnahrauni eru skipulögð sem iðnaðarsvæði og er ekki ætlað undir íbúðarbyggð eins og Sól í Straumi heldur ítrekað fram það er all rangt svæðið var sett í frumdrög laust eftir 1970 sem iðnaðarsvæði og komið á kortið um 1984. Land það sem fer undir Alcan svæðið er 20% af iðnaðarsvæðinu já 20% að halda öðru fram er hrein og beinn uppspunni sjá kort Hafnarfjarðar. Hér fara Sólarmenn vísvitandi með rangfærslur æ ofan í æ. 80 % af svæðinu er ætlað undir annan iðnað og starfsemi. Ekki satt hjá Sólarmönnum.
Íbúðarbyggð er ekki við eða á lóðarmörk Alcan á skipulaginu er tekið skýrt fram að um 1.500 metrar skulu vera í næstu íbúðarbyggð. Ekki Satt hjá Sólarmönnum
Alcan er ekki í miðbæ Hafnarfjarðar Alcan er fyrir utan íbúðarbyggð Hafnarfjarðar og verður þar áfram á þeim lóðarmörkum sem sett eru sjá kort.
Miðbær Hafnarfjarðar er við Strandgötu og Fjarðargötu rata Sólarmenn ekki um bæinn sinn, Álverið er ekki þar það er ekki verið að færa Álverið inn í miðbæinn skoðið kortið aftur. Land Hafnarfjarðar er 147m2, 147 ferkíló metrar byggingar lóð Alcan er 3m2, 3 ferkíló metrar sem er 2.04 % af núverandi landi Hafnarfjarðar.
Sólarmenn hafa farið fram á það í skrifum sínu að Alcan geriði gjald fyrir iðnaðarsvæði tala þar un 9800 hektara vilja 500 milljónir fyrir það verðleggja svæðið á það, var það Sólann Íslandus sem reiknaði það fyrir þá og kokkgleyptu þeir beituna,? Hvað er umrætt svæði stórt Alcan við stækkun svæðið verður um 300 hektarar hvað verða þá um 9800 hektarana og 500 milljónirnar hektararnir eru þá 300 og 500 milljónirnar eru þá 21 milljón mismunur 479 miljón frábær útreikningur því lík snilld.
Í næstu pistlum verða meira tekið fyrir í snilld og sannleiks gildi Sólarmanna.
Kv, Sigurjón Vigfúson. Stækkum Alcan og segjum satt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 07:48
Óhróður inn og út um gluggann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 09:55
Samtökin Hagur Hafnarfjarðar styðja stækkun!
Samtökin Hagur Hafnarfjarðar hvetja Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík í íbúakosningum sem fram fara 31. mars næstkomandi. Hagur Hafnarfjarðar eru samtök fyrirtækja sem þjónusta álverið, einstaklinga sem eiga afkomu sína undir framtíð álversins og fólk sem vill tryggja áframhaldandi blómlegt atvinnulíf í Hafnarfirði. Samkvæmt frétt á vef samtakanna (www.hagurhafnarfjardar.is) telur stjórn þeirra einsýnt að ef stækkunin verði ekki samþykkt þá muni fjara undan álverinu og að það loki í nálægri framtíð, hugsanlega árið 2014 þegar raforkusamningar renna út. Þetta muni fyrst bitna á þeim fyrirtækjum sem þjónusta álverið og þeirra starfsfólki. Í sömu frétt segir réttilega að ríflega 800 íslensk fyrirtæki séu birgjar og þjónustuaðilar álversins í Straumsvík - þar af eru ríflega 100 fyrirtæki staðsett í Hafnarfirði sem lætur nærri að vera fimmta hvert fyrirtæki í sveitarfélaginu. Komi til þess að álverið dragi úr starfsemi sinni er ljóst að þessi fyrirtæki veikjast mjög að mati samtakanna og mörg hver myndu hætta starfsemi. Þúsundir Íslendinga eigi afkomu sína undir þessum fyrirtækjum og því sé í rauninni verið að kjósa um störf og lífsafkomu þess fólks þann 31. mars. Í fréttinni segir að þessar staðreyndir hafi verið uppnefndar hræðsluáróður en því hafna samtökin en viðurkenna fúslega að þau hræðist þá framtíð sem samdráttur á starfsemi álversins hefði í för með sér. Samtökin hafa kynnt sér vel áform álversins um stækkun og telja áhyggjur af umhverfismálum ekki á rökum reistar. Mengunarvarnarbúnaður og stöðugt eftirlit mun tryggja farsælt sambýli Hafnfirðinga og álversins. Sjá nánar á www.hagurhafnarfjardar.is
Kv.Sigurjón Vigfússon Stækkum Alcan Já takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 01:30
Ályktun um stækkun álvers í Straumsvík
Fundur VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna haldinn á Hótel Nordica 24. 2. 2007 leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Fundurinn telur að stækkun álversins hafi jákvæð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf til framtíðar, stuðli að eflingu iðnaðar og þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu auk þess að leggja Hafnfirðingum til auknar tekjur. Hins vegar þarf að gæta þess að efnahagslegum stöðugleika verði ekki stefnt í tvísýnu. Fundurinn bendir á að við mat á umhverfisáhrifum þurfi annars vegar að horfa til áhrifa á Íslandi og hins vegar hnattrænna áhrifa. Ljóst er að allar stóriðjuframkvæmdir hafa í för með sér breytingar á umhverfi og mengun. Á móti kemur að eftirspurn eftir áli í heiminum er mikil og þörfin fyrir meira ál er brýn. Hér á landi er hægt að framleiða ál með minni mengun en víðast hvar annars staðar. Hnattræn áhrif stækkunar álversins munu því verða jákvæð. Fundurinn hvetur þá sem kjósa um breytt deiliskipulag til að gaumgæfa vel þau áhrif sem stækkun Alcan hefur í för með sér og nýta kosningarétt sinn. GreinargerðÍ lok mars greiða Hafnfirðingar atkvæði um breytingar á deiliskipulagi á því svæði í Hafnarfirði sem álverið stendur á, en breyting á því er forsenda þess að álver Alcan í Straumsvík geti stækkað. Fyrirtækið hefur nú þegar fengið öll nauðsynleg leyfi yfirvalda til stækkunar, önnur en þau er snúa að breyttu deiliskipulagi. Stækkun álversins mun styrkja atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu og skapa um 350 störf við verksmiðjuna, auk fjölmargra starfa í þjónustu og iðnaði. Verksmiðjan mun einnig hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf og efla hagvöxt til frambúðar. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar geta aukist um 370 590 milljónir árlega, vegna stækkunarinnar. Við mat á umhverfisáhrifum er mikilvægt að horfa heildstætt á myndina, meta annars vegar þann umhverfisskaða sem verður hér innan lands og hins vegar hnattræn áhrif þess að framleiða ál með umhverfisvænni orku. Slíkt er sérstaklega mikilvægt þegar gróðurhúsáhrif eru höfð í huga. Mikilvægt er að efnahagslegur stöðugleiki ríki þegar hafist verður handa við stækkun og komið verði í veg fyrir að við festumst í fari hárra vaxta og verðbólgu.
Kv, Sigurjón Vigfússon Stækkum Alcan Já takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó