Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.7.2009 | 20:04
Íslendingar greiða ekki málskostnað
Ekki er allt sem sýnist í fréttamennskunni.
Fjármálaráðherra segir það misskilning að Íslendingar þurfi að greiða Bretum málskostnað vegna Icesave upp á tvo milljarða króna. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður sagði í gær að Icesave-samningurinn feli í sér ríkisábyrgð á um tveggja milljarða króna greiðslu til Breta.
Kostnaðurinn hafi ekkert með lögfræðikostnað að gera. Heldur sé þetta kostnaður við að gera upp við á fjórða hundrað þúsund reikningshafa og kostnaðar breskra stjórnvalda vegna uppgjörs við innistæðueigendur þar.
21.7.2009 | 17:44
Öryggi lögreglunar fyrir borð borinn.
51,1 milljón niðurskurðurinn er hjá lögreglunni og því verður ekki náð nema með niðurskurði á yfirvinnu og með því að segja starfsfólki upp.
Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar sem er óviðeigandi
Lögreglubifreiðar á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru 5-7, en auk þess hafur deildin yfir nokkrum hjólum að ráða. Stundum er einn bíll til staðar frá lögreglunni og jafnvel tveir.
Lögreglumennirnir væru áhyggjufullir yfir því að vera einir í bíl þegar kemur að útköllum.
Aldrei hægt að vita hvernig sakleysislegustu útköll geti þróast, það óásættanlegt að lögreglumenn séu sendir einir á vettvang.
Upp það sorglega tilfelli nú um helgina að eftirförin á eftir Yaris bifreiðinni er að mestum hluta byggð á frásögn eins lögreglumanns.. Lögreglumaður þeirrar lögreglubifreiðar var einn í bifreiðinni og var slökkt á upptökubúnaði þar sem ekki var til tómur diskur fyrir hann.
Næsta lögreglubifreið inn í eftirförina var lögreglubifreið ,2006 árgerð af Volvo, tvöfaldur viðgerður tjónabíll sem ekinn er á fjórða hundrað þúsund kílómetra. Til stóð að sú bifreið yrði ekki lengur notuð við hefðbundið eftirlit og í útköll almennu deildar og var því Eye-witness búnaður fjarlægður úr henni 2008.
Hafnarfjarðarbifreið varð fyrir vélarbilun í Mosfellsbæ. Mun það ekki vera óalgengt með þá bifreið. Í raun er eina ástæðan fyrir því að einhver hluti af eftirförinni náðist á myndband sú að sérsveit RLS var stödd með tvær bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma og gat því aðstoðað við eftirförina og var það þeim að þakka að ekki fór verr.
Ég spyr hvað er í gangi.???
Það er niðurskurður á öllum sviðum. Þetta á líka við ríkislögreglustjóra sem rekur bílana.
Það er alls ekki hægt að tryggt fulla þjónustu með þessu áframhaldi og hvað þá eftir þann niðurskurð sem er boðaður.
Landsamband lögreglumanna geri sér fulla grein fyrir því að nú séu niðurskurðar tímar og það verða borgar þessa lands að gera sér grein fyrir niðskurðurinn kemur niður á störfum lögreglunar og öryggi okkar borgarana.
Vandinn er sá að það hefur verið að skera niður í fjöldamörg ár, þrátt fyrir uppgangstíma fyrir kreppu þá hafi framlag til lögreglunnar alltaf haldið sinni krónutölu. Á meðan breyttist verðlag og verðþróun og aldrei fékk embættið meira til umráða þó varðlag á þjónustu hækkaði..
Auka þarf framlög til lögreglunnar til að hún hafi viðráðanleg starfgrundvöll og geti sinnt sínum störfum sem við borgarinn viljum og við krefjumst ætið þess þegar við leitum til lögreglunar að hún geti sinnt þeim þörfum sem við biðjum um en sú þjónusta er nú háð því fjármagni sem hún hefur til umráða.
Starfgrundvöll lögreglunar hefur oft verið gagnrýndur í miðlum með ómálagalegum hætti sjaldan erum þeim þakkað fyrir vel unnu störf, samt eiga þeir alltaf að vera tilbúni að veita okkur aðstoð þegar við leitum til þeirra og tryggja öryggi okkar.
Á sama hættu verðum við borgara að krefjast þess að aukið verði fé til þessa málaflokks.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók til vald var það eitt af forgangsefni hennar að veita meira fé til listarmanna launa og byggingu tónleikahús þó líti væri til skiptana svo fjarri eru stjórnmálamenn þörfum að halda uppi góðri löggæslu og lögum á Íslandi svo fjarri eru þeir að heiðra störf lögreglumanna svo fjari eru þeir að tryggja öryggi lögreglumanna svo fjarri eru þeir tryggja öryggi borgarana, við hljótum að krefjast þess aukið verð fé til þessa málaflokks.
Og störf lögreglunar verði trygggð.Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.7.2009 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 20:44
Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er ef ríkisstjórnin hefði ráðið fyrir 10 árum.
Ef Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hefðu fengið að ráða fyrir tæpum 10 árum síðan væri skuld Íslendinga vegna Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er. Í dag eru þau örugglega fegin því að tillaga þeirra var felld á Alþingi. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnarssonar, fyrrum Alþingismanns.
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave, sem dreift var á Alþingi í gær, er vitnað til lagasetningarinnar árið 1999. Í lögunum er kveðið skýrt á um að ábyrgð innstæðutryggingasjóðsins takmarkist við 20.887 evrur. Lögð er sérstök áhersla á að Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, hafi sérstaklega hnykkt á því í framsöguræðu fyrir málinu að sjóðnum bæri að bæta tjón sparifjáreigenda að þessu lágmarki hvort sem eignir hans dygðu til þess eða ekki.
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vilja með þessu gera Finn Ingólfsson ábyrgan fyrir því að Icesave skuldin falli á þjóðina. Við skulum aðeins rifja upp málflutning og tillöguflutning þingmanna við þessa afdrífaríku lagasetningu.
Stjórnarandstöðunni þáverandi, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar þótti frumvarpið ekki ganga nógu langt. Þau flutti breytingartillögu og lögðu þar til að einstaklingur skyldu fá allar innstæður sínar bættar úr tryggingarsjóðunum en ekki bara lágmarkið.
Jóhanna rökstuddi tillöguna meðal annars svona: Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar."
Tillagan var felld með 34 atkvæðum gegn 16. Hefði hún fengist samþykkt verður ekki betur séð en að Íslendingar hefðu orðið að bæta innstæður einstaklinga í Icesave-reikningum að fullu í stað lágmarksupphæðarinnar.
Ekki er alveg ljóst af greinargerð frumvarpsins um ríkisábyrgðina hvað hún hefði orðið há ef tillaga Jóhönnu og fleiri hefði verið samþykkt en ráða má að skuldin hefði hækkað um liðlega 400 milljarða króna og þá ríkisábyrgðin að sama skapi.
Svo segja oddvitar ríkisstjórnarinnar nú að þeim hafi verið nauðugur einn kostur að semja um Icesave!
Vísir í dag. Grein Kristins má sjá
25.6.2009 | 20:13
Í tísku að kaupa hús í gegnum eignarhaldsfélög.
Það var tíska í hópi auðmanna að skrá eignarhaldsfélag fyrir heimilum sínum. Það er löglegt að láta eignarhaldsfélag kaupa hús fyrir sig og sína - en það fyrirkomulag hefur verið misnotað nokkuð á síðustu árum .
Margvíslegar ástæður geti legið að baki því að láta eignarhaldsfélag kaupa eða eiga heimili sitt. Það sé ekki ólöglegt greiði menn eðlilega leigu til félagsins eða hlunnindaskatt. Hins vegar hafi verið brögð að því á síðustu árum að þetta fyrirkomulag hafi verið misnotað.

Einnig má benda á að taki eignarhaldsfélagið lán til að borga fyrir endurbætur, þá sé eigandinn laus við áhættuna. Ef lánið gjaldfellur þá er ekki hægt að elta eignarhaldsfélagið umfram veð - eins og hægt er með einstaklinga. Drjúgur hópur íslenskra auðmanna mun hafa stofnað eignarhaldsfélög utan um heimili sín.
http://www.visir.is/article/20090625/FRETTIR01/26210312/-1
14.5.2009 | 19:47
Víðtæk samvinna nauðsynleg
Í ítarlegri samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna er þung áhersla lögð á samvinnu við aðila vinnumarkaðarins á fjölmörgum sviðum. Þessar áherslur eiga sér líklega ekki fordæmi hér á landi og endurspegla annars vegar það grafalvarlega ástand sem ríkir í efnahagslífinu og þá ríku kröfu sem gerð hefur verið um fjölþætt samstarf leiðandi aðila með það að markmiði að tryggja stöðugleika til frambúðar og efla atvinnustarfsemi.
Í samstarfsyfirlýsingunni er stefnan sett á samvinnu við aðila vinnumarkaðarins á a.m.k. 9 sviðum, þ.e. um gerð þríhliða stöðugleikasáttmála, ríkisfjármál, greiðsluvanda heimila, velferðarmál, atvinnumál, jafnréttismál, umræðugrundvöll viðræðna við ESB, stjórnkerfisumbætur og vinnumarkaðsmál. Þá er sett það metnaðarfulla markmið í 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar að mótuð verði atvinnustefna í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og háskólasamfélagsins sem hafi það m.a. að markmiði að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu landa heims árið 2010.
Frá sjónarhóli vinnumarkaðarins er gerð þríhliða stöðugleikasáttmála aðkallandi verkefni þar sem eyða þarf óvissu um framhald kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á næstu vikum og í síðasta lagi fyrir júnílok. Af hálfu Samtaka atvinnulífsins hefur verið lýst þeim vilja að samningarnir haldi áfram, þrátt fyrir afar þrönga stöðu, en til þess þurfi þó að gera á þeim tilteknar breytingar en þó þannig að þeir verði að fullu efndir fyrir samningslok í nóvember 2010. Jafnframt þarf að marka stefnu í samningamálum hjá ríki og sveitarfélögum fyrir þetta og næsta ár.
Endurskoðun kjarasamninga sem átti að eiga sér stað í febrúar síðastliðnum var frestað fram í júní vegna óvissu í stjórnmálum. Vinna við undirbúning víðtæks stöðugleikasáttmála hefur dregist nokkuð vegna kosningabaráttunnar og stjórnarmyndunarviðræðna. Nú er sá tími að baki og ekkert því til fyrirstöðu að hefja þessa vinnu af fullum krafti.
Fulltrúar heildarsamtakanna hafa hist reglulega síðastliðinn vetur og vor og hafa sett niður meginmarkmið í slíkum sáttmála. Þess sjást merki í samstarfsyfirlýsingunni þar sem tekið er undir öll helstu atriði sem samningsaðilar höfðu sett fram, m.a. að skapa skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraðri lækkun vaxta, skapa hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin, fylgja markvissri áætlun um jafnvægi í ríkisfjármálum og að standa vörð um velferðarkerfið eins og kostur er. Leiðir að þessum markmiðum eru að efla traust á atvinnulífinu, örva fjárfestingar og koma á eðlilegum lánaviðskiptum við útlönd. Það er því ljóst að ekki er ágreiningu milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um markmið og leiðir í stórum dráttum og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að samkomulag takist í tæka tíð.
Hér er vitnað í grein Hannesar G.Sigurðssonar http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4513/
Hannes G. Sigurðsson
1.5.2009 | 17:44
Eini verkalýðforinginn á Íslandi.
Ræða Aðalsteins fer í heild hér á eftir:

1.5.2009 | 14:22
ASí stjórn Lyfeyrissóðana bera ekki ábyrgð.
Í ávarpinu segir meðal annars að kerfishrunið hafi orðið vegna gríðarlegra mistaka. Þar er átt við einkavæðingu bankanna, siðleysi stjórnenda þeirra við lánveitingar, krosseignatengsl stórfyrirtækjanna sem mörg hver féllu eins og spilaborgir við hrun bankakerfisins. Þá er minnst á ótrúlegt andvaraleysi, úrræðaleysi og rangar ákvarðanir ríkisstjórnar Íslands. Allt þetta er sögð bein afleiðing þeirrar græðgi sem nýfrjálshyggjan kynti undir. Íslenskt samfélag er sagt þurfa á sáttargjörð að halda. Það þarf að moka flórinn og þrífa skúmaskotin.
Í ávarpinu segir að það sé skýlaus krafa almenns launafólks í landinu að þeir einstaklingar sem hér stjórnuðu för, bæði í stjórnmálum og viðskiptalífi, verði látnir sæta fullri ábyrgð.

Stjórnarmenn lyfeyrissóðana skuli þó undanskildir ábyrgð þeir sem tengjast verkalýðsforustunni.
Í kröfugöngunni sjálfri verða haldnar örræður en útifundurinn á Austurvelli heldur Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fyrstu ræðu fundarins. Aðrir ræðumenn á Austurvelli í dag eru Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 00:16
Ríkisfyrirtæki SKRIFRÆÐI hugmyndarfræði VG.
Vinsatri grænir og Kommar
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo sama og VG.
Ríkisfyrirtæki SKRIFRÆÐI hugmyndarfræði VG.
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
BANDARÍSKA FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR - Íslendingar
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI og VG Fyrirtæki.
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 22:21
VG tilbúnir í Evrópusambands aðild.
Það er samkomulag í höfn við Vinstri hreyfinguna grænt framboð um Evrópusambands aðild. Fyrsta verk í stjórnarmyndunarviðræðum, fáum við til þess styrk, verður hins vegar að ræða það mál, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar á Stöð 2.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG sagði í sama þætti; Við teljum hægt að ganga í ESB og hingað til höfuð við verið talin stefnufastur flokkur við munum skoða málið eftir kosninga stefnufesta okkar er eins og allir vita hún nær að ráðherrastólsetuni.
Við segjun annað fyrir kosningar en annað ef við komust í ríkisstjórn.
17.4.2009 | 21:39
Atvinna í Helguvík staðreynd
Frumvarp um heimild til samninga um álver í Helguvík var samþykkt á Alþingi nú í kvöld með þrjátíu og átta atkvæðum gegn níu en þrettán þingmenn voru fjarverandi.
Þingmenn Vinstri grænna greiddu allir atkvæði á móti frumvarpinu en það gerði Mörður Árnason þingmaður Samfylkingar einnig.
Og bentu á eitthvað annað eitthvað annað eða hitt og þetta í staðin eins og þeir hafa bent á síðustu 30 árin og aldrei kemur.
Ég spyr hversvegna má ekki auka atvinnu, er það sem koma skal að VG geri alla landsmenn atvinnulausa nema listafólk.
![]() |
Lög um Helguvíkurálver samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 87466
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Innlent
- Ísland „óperulaust“ í þrjú ár?
- Framkvæmdin á gráu svæði
- Halla segir ungt fólk hrópa á hjálp
- Læknarnir hlaupa fyrir skjólstæðinga sína
- Þurftu að millilenda í Noregi vegna flugdólgs
- Lausn fyrir sjókvíaeldi er á borðinu
- Silja Bára lætur ekki ná í sig
- Verður Palestína brátt sjálfstætt ríki við hlið Ísraels?
- Víðáttumikil hæð stjórnar veðrinu næstu daga
- Líkamsárás, innbrot og þjófnaður