Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.6.2010 | 23:38
Stjórnarþingmaður telur tíma Jóhönnu liðinn
Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson á einu augabragði, segir að Samfylkingin verði að líta í eigin barm og taka úrslit sveitastjórnakosninganna mjög alvarlega. Hann vill að efnt verði til landsfundar og ný forysta verði kosin.
Sigmundur segist hafa áhyggjur af því mál sem Samfylkingin hefur staðið fyrir hafa ekki náð fram að ganga.
Sigmundur Ernir segist því vilja að efnt verði til landsfundar þar sem kosin verði ný forysta í ljósi nýjustu niðurstaðna og það á einu augabragði, skál.
1.6.2010 | 19:09
Engum heilvita erlendum fjárfesti dettur í hug að fjárfesta í landi með slíkan feril í hagstjórn.
Þetta kom fram í máli Davíðs Schevings Thorsteinssonar á fundi félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. Hann sagði að hár fjármagnskostnaður og óstöðugt gengi gerði það að verkum að það hafi ekki og sé ekki hægt að reka útflutningsfyrirtæki á Íslandi, nema í stóriðju og sjávarútvegi.
Erindi Davíðs bar yfirskriftina Hvað þurfum við að gera til að við og niðjar okkar viljum búa hér? og svar hans var að við þyrftum við að afla erlends gjaldeyris til að geta flutt inn nauðsynjavörur. Sagði Davíð:
Við verðum að flytja út til þess að geta flutt inn. Það þarf að vera hægt að reka hér samkeppnishæf fyrirtæki í útflutningi.
Hann sagði að fjármagnskostnað vera mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar. Fjármagnskostnaðurinn og sveiflukennt gengi íslensku krónunnar valdi því að engin heilbrigð starfsemi getur staðið undir sér. Hann bætti við að engum heilbita erlendum fjárfesti dytti í hug að fjárfesta í landi með slíkan feril í hagstjórn.
Útlendingar hafa aldrei viljað fjárfesta í öðrum útflutningsatvinnugreinum en í sjávarútvegi, orkugeiranum og stóriðju. Undantekning frá þessu eru fyrirtæki í hugbúnaðar- og stoðtækjagerð en það er einungis vegna þess að þau hafa sagt sig úr lögum við Ísland og reki starfsemi í erlendri mynt.
Hann sagði að skattalækkanir væri ágæt leið til að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja en það skipti þó mestu um að þau gætu starfað við svipaðan fjármagnskostnað og jafnstöðugt gengi og fyrirtæki í nágrannalöndum okkar.
Davíð vék að áformum um aðildarumsókn Íslands að ESB. Sagðist hann hafa stutt inngöngu Íslands í EFTA og EES á sínum tíma vegna þess að þá var verið að taka sem mest völd af íslenskum möppudýrum, embætts- og stjórnmaálmönnum.
Hvaðst hann styðja aðildarviðræður Íslands að ESB að sömu ástæðum og bætti við:
Ég er fylgjandi á ða aðild Íslands að ESB verði reynd í fullri alvöru, vegna þess klúðurs sem verið hefur í efnahagsstjórn á Íslandi þau 80 ár sem ég hef lifað og ég trúi ekki að manninum verði að vana sínum að míga upp í vindinn.
31.5.2010 | 21:42
Smala öllum köttum í Harnarfirði
Samfylkingin í Hafnarfirði vill reyna að smala öllum köttum í Harnarfirði og fá Vinstri-græna í bæjarstjórn, áður en farið verður að ræða um þjóðstjórnarfyrirkomulag.
Samkvæmt heimildum eru kattareigendur í Hafnafirði óttaslegnir yfir heimilisköttum sínum og hver reynir nú að loka þá inna áður en þeir lenda í klóm Samfylkingarinnar
Brydduðu Vinstri-grænir upp á þeirri hugmynd, eftir að ljóst varð að kjörsókn var dræm í sveitarfélaginu og fullt af köttum .
Því þyrfti þá kattarsmölun að vera víðtæk og ekkert hverfi í firðinum yrði skilið eftir hvað sem kattareigendur sögðu.
Þið megi fá mig ég er alltaf í vímu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meirihluta-viðræður eru hafnar milli Besta flokksins og Samspillingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna tveggja ræddust við á fundi í dag og verður viðræðunum haldið áfram á morgun. Þetta hefur samkvæmt öruggum heimildum.
Í viðræðunum hefur Besti flokkurinn lagt áherslu á að gera breytingar á stjórnmálunum í Reykjavík og endurnýjun á stjórnarháttum. Samkvæmt heimildum hafa einnig átt sér stað einhver samskipti milli Sjálfstæðisflokksins og Besta flokksins.
Verður Dagur Duglausi þá næsti borgarstjóri en hann er inn í myndinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 17:35
Umhverfisráðherra, vill láta breyta lögum svo að VG og Samfylkingin geti ekki selt orkuna úr landi
Það myndi þýða að Magma þyrfti að skila aftur orkunýtingarrétti sínum á Suðurnesjum. Samfylkingarþingmenn og Vg-þingmenn eru fámálir að svo stöddu um þá leið sem umhverfisráðherra vill fara að norskri fyrirmynd.
Það er ömurlegt að horfa upp á einkaaðila hirða upp nýtingarréttinn á auðlindum þjóðarinnar eins og hvert annað strandgóss í boði VG og Samfylkingarinnar sem sváfu á verðinum, ónýtir flokkar drasl rusl flokkar.
Samningar við Hafnarfjarðarbæ og Magma Energy í boði Samfylkingarinnar í Hafnafirði, sem samþykktir voru á síðasta ári, gegn stefnu Hafnfirðinga.
Í samningnum fólst sala á 16.58% hlut OR og tæplega 15% hlut Hafnafjarðarbæjar í HS Orku. Þá keypti Magma hlut Geysis Green Energy og var Magma þar með komið með yfirráð yfir orkulindum á Suðurnesjum um áratugaskeið.
22.5.2010 | 20:57
Svandís Svavarsdóttir, segir VG sjá eftir því að hafa selt HS Orku til Magma Energy
VG telur það ólíðandi að hér á Suðurnesjum sé verið að fara í atvinnuuppbyggingu af þessum toga og allt verði gert til að koma í veg fyrir það.
Hingað til hafi VG tafið fyrir með útskurði varandi um línulagnir en það hafi ekki duga til og öðrum ráðum verður að beita til að stöðva uppbyggingu atvinnuveganna.
Suðurnesjamenn verða bara að vera atvinnulausir en um sinn þeim er enginn vorkunn.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra hyggst beita sér fyrir því að nefnd um erlenda fjárfestingu taki kaup Magma Energy á HS Orku til endurskoðunar.
Viðræður eru hafnar milli Magma Energy og Norðuráls um sölu á orku til álversins í Helguvík. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ fagnar kaupum Magma á HS orku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 16:50
Ársreikningi Hafnarfjarðarbæjar breytt að hætti gömlu bankana.
Getur það verið rétt að Samfylkingin í Hafnarfirði hafi breytt ársreikningi Hafnarfjarðar að hætti gömlu bankana. ?
Veit Samfylkingin ekki að verið sé að lögsækja stjórnendur gömlubankana fyrir þann ólöglega gjörning sem hún er einnig hér sökuð um ?
Nú verður Samfylkingin í Hafnarfirði að svara fyrir sig og skíra málið fyrir bæjarbúum hvort hér sé rétt farið með.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði gagnrýna harðlega þau vinnubrögð meirihluta Samfylkingarinnar að hafa breytt ársreikningi bæjarins 2008 þannig að rekstrarhalli samstæðunnar, þ.e. A og B hluta var ekki 4,2 milljarðar heldur hvorki meira né minna en 5,6 milljarðar króna. Um þetta var meðal annars tekist á um á rúmlega 11 klst. löngum bæjarstjórnarfundi í gær þar sem ársreikningar bæjarsjóðs 2009 voru til umræðu.
Í endurskoðuðum ársreikningi 2009 kemur fram að söluhagnaður af eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja reyndist tæplega 1,5 milljarði króna lægri en bókfært var í ársreikningi ársins 2008. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem hafði fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar til skoðunar s.l. vetur hafði óbreyttan ársreikning 2008 til grundvallar við mat á fjárhagslegri stöðu bæjarfélagsins.
Einnig var tekist á um þá ákvörðun Samfylkingarinnar að nýta sér nýja heimild í reikningsskilum um að færa lönd og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi bæjarins til þess eins að þenja út efnahagsreikninginn og auka þannig rými til nýrrar lántöku og framlengingar eldri lána.
Þá benda Sjálfstæðismenn á að fjárhagsáætlun sem samþykkt var um s.l. áramót hafi gert ráð fyrir 500 milljóna króna rekstrarafgangi en niðurstaðan nú við endurskoðaða ársreikninga hafi orðið meira en 2 milljörðum króna lakari. Heildarskuldir Hafnarfjarðarbæjar eru nú 41,7 milljarðar króna og því nema nú skuldir bæjarins 1,6 milljón króna á hvern bæjarbúa. Þetta þýðir að skuldabaggi bæjarins er um 9 milljónir króna á hverja fimm manna fjölskyldu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2010 | 21:53
Láglauna bankamaður vill hálfan milljarð í ógreiddan bónus og ágreiningur fer fyrir dóm
Fyrrverandi framkvæmdastjóri og láglauna bankamaður verðbréfasviðs Landsbankans. Hann lýsti tveimur kröfum upp á samtals 490 milljónir króna í þrotabú Landsbankans. Báðar greiðslurnar eru vegna vangreiddra bónusgreiðslna sem láglauna maðurinn telur sig eiga inni hjá hinum gjaldþrota banka. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns láglauna mannsins, er um að ræða samningsbundnar greiðslur sem átti að inna af hendi hinn 1. desember 2007.
Slitastjórn Landsbankans sem er í raun eiginlegur skiptastjóri þrotabús bankans, hafnaði kröfum láglauna mannsins. Hann hefur mótmælt þeirri niðurstöðu og verður ágreiningur um kröfurnar borinn undir Héraðsdóm Reykjavíkur.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er að finna forvitnilegar upplýsingar um bónusgreiðslur til Láglauna mannsins Steinþórs Gunnarssonar og sviðsins sem hann stýrði. Þar kemur fram að árin 2004 og 2005 voru upphæðir bónusa þær sömu þótt tekjur væru breytilegar. Eins má finna tilvik þar sem tap er á rekstri sviðsins og tekjur eru neikvæðar um 350 milljónir króna í nóvember 2007. Samt sem áður voru greiddar 25 milljónir króna í bónus til starfsmanna sviðsins mánuðinn þar á eftir. Á þremur mánuðum frá september til nóvember 2007 voru tekjur sviðsins ríflega 178 milljónir króna en bónusgreiðslur námu 194 milljónum króna fyrir sama tímabil. Með öðrum orðum, starfsmenn sviðsins sem Steinþór stýrði fengu hærri bónusgreiðslur en sem námu tekjum sviðsins.
Heildarbónusgreiðslur Landsbankans til Steinþórs á árinu 2007 námu 213 milljónum króna, en heildarlaun hans voru tæplega 30 milljónir króna á mánuði árið 2007.
19.5.2010 | 21:09
VG og Samfylkinguni seldi HS til Magna Energy og orkuna úr landi.
Magma Energy hefur farið þess á leit við Hrunamannahrepp að fyrirtækinu verði veitt leyfi til að ráðast í jarðhitarannsóknir í Hrunamannaafrétt, frá Flúðum og allt inn í Kerlingarfjöll, í samstarfi við sveitarfélagið og sölusamnings sem ríksistjórin lagði blessun sína á með aðgeraleisi sínu.
18.5.2010 | 22:21
Farsímafyrirtæki lögsótt vegna framhjáhalds.
Kanadísk kona, sem var eiginmanni sínum ótrú, hefur höfðað mál gegn farsímafyrirtæki sem hún skipti við þar sem hún ásakar félagið um að hafa komið upp um framhjáhald hennar. Greint er frá þessu í kanadískum fjölmiðlum í dag. Krefst eiginkonan ótrúa þess að fá 600 þúsund Kanadadollara í skaðabætur, 76 milljónir króna, frá símafyrirtækinu.
Gabriella Nagy, 35 ára, byggir skaðabótakröfuna á símafyrirtækið, Rogers Wireless, að það hafi brotið á friðhelgi einkalífs hennar og brotið samning við hana, samkvæmt frétt Canwest fréttastofunnar.
Samkvæmt dómsskjölum segist Nagy hafa óskað eftir því við símafyrirtækið að það myndi senda reikning í hennar nafni á heimili hennar en þess í stað kom farsímareikningur hennar í sama umslagi og aðrir reikningar heimilisins frá félaginu, svo sem afnotagjöld sjónvarps, netnotkun og heimasíminn. Allt á nafni eiginmannsins.
Eiginmaðurinn fylltist grunsemdum þegar hann tók eftir því að eiginkonan hringdi mjög oft í eitt ákveðið símanúmer og eftir að hafa hringt í það númer varð hann þess vísari að konan hafði verið honum ótrú með eiganda símanúmersins um nokkrra vikna skeið. Eiginmanninum var nóg boðið og yfirgaf Nagy og börn þeirra hjóna í ágúst 2007.
Framhjáhaldinu var lokið" segir Nagy í viðtali við Canwest. Hún ásakar símafyrirtækið fyrir að bera ábyrgð á því að hjónaband hennar rann út í sandinn. Hún hafi treyst þeim fyrir persónulegum upplýsingum og þeir hafi ekki verið traustsins verðugir.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó