Færsluflokkur: Dægurmál
Eru Sól í Straumi stjórnmálaflokkur í dulbúningi Vg?
Þau sem skipa tvö efstu sætin hjá Vg eru annálaðir stuðningsmenn Sólar í Straumi, sjá heimasíðu þeirra.
Þau sem skipa 3 og 7 sætið á lista Vg eru stjórnarmenn hjá Sól í Straumi.
Svo vill þetta ágæta fólk fá fjárstuðning frá okkar fjárvana bæ upp á tæpar 15 milljónir króna til að halda áfram áróðri sínum fyrir Vg? Lesið síðuna hér fyrir neðan.
Þegar stórt er hugsað verður maður hneykslaður. Hvað munu bæjaryfirvöld í Hafnarfjarðar gera?
Ég tel að öll samtök sem berjast á móti framförum eigi að hafa fólk innan sinna raða sem eru ekki að skipa sæti á lista stjórnmálaflokka.
Ég neita að bæjaryfirvöld styrki pólitísk samtök um 15 milljónir króna. Ég trúi ekki öðru en að flestir Hafnfirðingar séu sammála mér nema þeir sem eru innmúraðir við Sól í Straumi.
Á. Ö. Þ.
![]() |
Framboðslistar VG á höfuðborgarsvæðinu samþykktir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2007 | 17:47
Vinstri Grænir heimta 14.9 milljónir ? út úr Hafnarfjarðarbæ.
Þann 13. febrúar 2007
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvartar yfir bókun Sjálfstæðisflokksins vegna andstöðu hans við beðni um styrkveitingu til andstæðinga stækkun Alcans og segir þar meðal annars.,, Annars vegar er um að ræða hóp fólks sem unnið hefur í sjálfboðavinnu. Það er sýn Vinstri grænna að þennan aðstöðumun beri að jafna út af fremsta megni og áréttar að stórmunur er á fjárhagsáætlun Alcan vegna stækkunarinnar og Sólar í Straumi. Bæjaryfirvöldum ber skylda til að jafna þennan aðstöðumun. En fremur er sagt. ,,Það er því nauðsynlegt að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að styrkja myndarlega frjáls félagasamtök.
Þann 11. janúar 2007 lagði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fram tillögu og hljóðar svo.,, Á fundinum í dag lagði ég fram tillögu um að bæjaryfirvöld styrki áhugasamtökin Sól í Straumi. Tillagan var ekki tekin til efnislegrar umræðu heldur frestað til næsta fundar. Vona ég svo sannarlega að bæjarráðsmenn sjái hag Hafnfirðinga í því að styðja fjárhagslega við bakið á Sól í Straumi til að þau geti haldið sínu góða starfi áfram og stigið næstu skref. Upphæðin er svo. ,, Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir því að veita Sól í Straumi styrk að upphæð 8 milljóna króna.
Þann 15. janúar leggur svo Sól í Straumi aðra tillögu um enn frekari styrk. Sem Hljóðar svo.
,, . Nú í morgun lagði Sól í Straumi fram umsókn um styrk til Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknin miðast við kynningu á málstað Sólar í Straumi fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði fram að kosningu um málið. Í kostnaðaráætlun hópsins er gert ráð fyrir framhaldi á borgarafundunum sem haldnir hafa verið í vetur, aðkomu sérfræðinga að þeim fundum, útgáfu á prentuðu efni og dreifingu á því, auglýsingum, gerð teikninga og mynda af framtíðarskipulagi Straumsvíkursvæðisins, dagsferð fyrir Hafnfirðinga að virkjunarsvæðunum á Reykjanes og Þjórsá og öðru kynningarstarfi. Áætlun Sólar í Straumi gerir ráð fyrir heildarútgjöldum að upphæð 6.915.000,- með vsk. og hljóðar umsóknin uppá þá upphæð. Umsókn Sólar í Straumi er lögð fram í trausti þess að Hafnarfjarðarbær vilji að öll sjónarmið í stækkunarmálinu komi fram. Með mikilli sjálfboðavinnu kjarnahópsins og elju þeirra íbúa bæjarins sem bætast vilja í hópinn telur Sól í Straumi að fyrir þessa upphæð takist hópnum að kynna sín sjónarmið fyrir bæjarbúum.
Samtals er verið að reyna að ná út úr Hafnarfjarðarbæ 14,9 milljónim króna.
Ég get ekki séð að áhuga hópar sem vilja vinna í sjálfboðavinnu hver sem sá hópur er eigi að fá fjármuni úr bæjarsjóði ef svo er hefur sjálfboðavinnan beytts í gróðrastíu.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég vil stöðva hagvaxtarskeiðið strax sagði leiðtogi Vinstri- grænna?
Tveir leiðtogar stjórnmálaflokka tókust á í Íslandi í dag í gær annar þeirra er framfarsinni en hinn er afturhaldssinni.
Í þessum umræðuþætti sem var líflegur kom margt skemmtilegt í ljós. Afturhaldsinninn er með stjórnkerfi gömlu Sovétríkjanna að leiðarljósi eða stopp start stefnuna en þegar þættinum lauk þá vildi hann algjört stopp eða drepa/ slökkva á hagvaxtarvélinni.
Kennarar vilja hærri laun sem ég skil vel en hvernig er hægt að hækka laun kennara á næstu árum eða annara opinbera starfsmanna ef svo illa vildi til að flokkur leiðtoga Vg yrði kjölfestan í næstu ríkisstjórn með stopp stopp hagvaxtarstefnuna að leiðarljósi?
Þetta er svona álíka gæfulegt og þegar sömu menn vildu að hætt yrði við að hleypa vatni í Hálslón þannig að ferðamenn gætu áritað nafnið sitt á vegg Kárahnjúkavirkjunnar.
Þegar stórt er spurt er lítið um svör.
Höldum hagvaxtarvélinni gangandi og stækkum Alcan látum aldrei eymdarárin koma aftur frá 1992 til 1997.
Á Ö Þórðarson.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 21:33
Þróun atvinnuleysis á höfuðborgarsvæðið frá 1981 til dagsins í dag.
Á fjórða ársfjórðungi 2004 voru að meðaltali 4.000 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 2,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 2,1% hjá körlum en 2,9% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 6,9%
Líklegast munum við sjá svarta tíma á næstu árum þar sem mjög erfitt er að framfleyta sér á því að tína hundasúrur upp á hálendinu. Einnig sé ég ekki íslendinga velja sér það hlutskipti að vera að þjóna ferðamönnum í stórum stíl með því að búa um rúminn þeirra,klósett og skríða fyrir þeim.
Ef við rýnum í atvinnuleysistölur frá árinu 1981 til dagsins í dag þá kemur margt athyglisvert í ljós.Frá árinu 1981 til 1988 var atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu mjög lítið og mældist meðal atvinnuleysið á bilinu 0,3 til 0,9%. á ári
Á árunum 1989 til 1992 fór meðal atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu hægt vaxandi og mældist það þá á bilinu 1 til 2,9%. á ári.
Næstu ár á eftir voru mögur ár hjá launaflokki sem sumir vilja kalla síðustu kreppuna þar sem hagvaxtarvélin hætti að snúast og margir landsmenn lifðu þá af því að tína hundasúrur upp á fjöllum. Krepputímabilið það síðasta milli áranna 1993-1997 var erfitt hjá mörgum heimilum og mældist meðalatvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu þá á bilinu 5,1% til 6,1%, oft var það meira eftir árstíðum.
Á árinu 1997 ákvað þáverandi forsætisráðherra Íslands að blása kreppuna af en þá var nýbúið að starta nýjum skála hjá Ísal/ Alcan. Hagvaxtarvélin byrjaði að snúast þótt hægt gengi í fyrstu.
Strax árið 1998 hafði atvinnuleysið minnkað mjög mikið og var þá orðið 4,1% og fór lækkandi til ársins 2001 í 1,7%. Á árunum 2002 til 2005 var meðal atvinnuleysið frá 2,7% til 4,1% .
Mjög lítið atvinnuleysi var á árinu 2006 og lítið það sem af er þessu ári. En það er alveg klárt í mínum huga að við munum sjá hagvaxtarvélina hægja ferðina á næsta ári og síðan stöðvast ef engin vitræn umræða verður um hvernig okkur beri að nýta helstu orkulyndir okkar á sem skynsamlegasta hátt í sátt við náttúruna.
Stækkum Alcan í sátt við náttúruna til hagsældar og framtíðar Íslands.
Á. Örn.Þórðarson.
![]() |
Atvinnuleysi 1,3% í janúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2007 | 01:54
Hafnfirðingur tjáir sig um stækkun Alcans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2007 | 19:27
Áliðjuver út úr Kyoto
Stjórnmálamenn og Vinstri Grænir stjórnmálamenn. verða að beita sér fyrir að Áliðjuver verði tekin út úr Kyota-bókunnini 2012. Markmið Kyoto bókunarinnar er að draga úr heimslosunar á t,d CO2
Álframleiðsla sem dregur úr hnattrænu losun á CO2 á ekki að þar vera inn og á ekki heima í Kyota- bókuninni fyrir hvert framleitt tonn af áli, vatnsvirkjun á raforku, sparast 4.3 tonn af CO2
Farartæki þar sem ál er notað dregur það mikið úr losun á CO2 vegna léttleika mjálmsins Áliðjuver eiga ekki þar heima, Sjá grein í mbl. Bls 40 11.2.2007
200 þús tonna Álver sparar Hnattræna losun á CO2 um 860 þús tonn.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 05:49
Sælir Straumarmenn, Stækkun Alcans JÁ TAKK. Hafnfirðingar gerum bæinn okkar kraftmikinn.
Álver með snyrtilegu umhverfi á rétt á sér sem ekki sést nein mengun frá. Þannig er Alcan í dag og mengar ekkert sem hefur nein áhrif á íbúa Hafnarfjarðar þótt af stækkun yrð
Stækkun álversins JÁ TAKK.Á. Ö. Þórðarson.Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2007 | 13:54
Stækkun í Straumsvík.
Stækkum í Straumsvík!! Logi Hjartarson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2007 | 03:40
Hafnfirðingar kjósa um framtíð mína? Mörgum þeirra er sama og finnst að ég ætti að fara að semja ljóð eins og svo margir afturhaldssinnar.
Alcan er gott fyrirtæki og hefur reynst mér afskaplega vel.
Á sínum tíma þá hætti ég sjómennsku minni þar sem mér fannst ömurlegt að starfa í grein sem var með óréttlát kvótakerfi.
Ég tel Alcan á Íslandi vera með besta áliðnaðar starfsfólk á heimsvísu. Ég tel á mínum vinnustað að starfsfólkið hafi gert kraftaverk. Skautsmiðja á heimsvísu er talin óþrifalegasta deild álfyrirtækja. Hjá okkur er hún ein sú þrifalegasta og tel ég að með því að fá alla til að róa í takt þá sé hægt að gera kraftaverk. Við höfum gert kraftaverk Skautsmiðjunni og erum við starfsmenn stoltir fyrir allt það hrós frá öllum þeim sem hafa heimsótt okkur.
Nú er svo komið í mínu lífi að ég legg spilin á borðið? Ef Alcan verður ekki stækkað þá mun Alcan sem framleiðir 180.000 tonn sem gamalt úrelt álver byrja að loka sem getur tekið X mörg ár. Við starfsmenn munum örugglega sjá breytingar. Sjálfur hef ég hugsað þetta ferli oft? Um þessar mundir er ég að hugsa mína stöðu hvort ég vilji vera hjá fyrirtæki áfram sem mun hætta rekstri eftir nokkur ár. En að sjálfsögðu hef ég áhuga á að starfa hjá fyrirtæki sem er fremst í umhverfis, öryggismálum og að vinna við að lágmarka gróðurhúsalofttegundir.
Ég hef sagt við mína konu ef álverið í Straumsvík verði ekki stækkað þá flytjum við á landi brott því ég mun ekki kyngja því endalaust að alltaf sé ráðist á þá atvinnugrein sem ég hef valið mér.
Enn og aftur bið ég Hafnfirðinga um að vera framsækna og sækja fast í og styðja að fyrirtækið fái að nútímavæðast og þróast.
Það er mikill mannauður hjá elsta álfyrirtæki landsins. Sá auður mun hverfa til anskotans ef fyrirtækið verður ekki stækkað?
Kveðja
Á Örn Þórðarson.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 17:09
Rökin 10. eða Boðorðin 10.3.
Er gein eftir Svölu Heiðberg Jónsdóttir þar sem hún telur upp 10. rök gegn stækkum Álversins í Straumsvík.
Skömmu fyrir áramát færði hópurinn Sól í Straumi stjórnendum Alcan í
,,Straumsvík eftirfarandi rök gegn stækkun í Straumsvík. Og þar segir hún Byggingarland Alcan 10 ferkílómetra rétt er Byggingarland verður ef stækkað verður 3 ferkílómetrar, eða 20% af iðnaðarsvæðinu.
Þar fór þriðja fullyrðingin fyrir lítið sem sagt ekki rétt, rökum hnekkt.
Kv,Sigurjón Vigfússon
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó