Færsluflokkur: Ferðalög
22.5.2008 | 19:07
Fjórir Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar með 26% af heildar kostnaði.
Ferðakostnaður borgarfulltrúa 12,2 milljónir í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2007 | 04:33
Alcan-Ísal er gott fyrirtæki.
Alcan- Ísal er gott fyrirtæki. |
Sælir landsmenn. Nú fer að líða að því hvort Alcan hafi áhuga á að stækka álver sitt á Íslandi eða ekki. Íbúarkosning ef hún verður að veruleika hlýtur að mínu viti að þróast yfir í þjóðarkosningar. Þar sem valdið færist frá Alþingi og fyrirtækjum yfir til landsmanna. Slíkar kosningar hljóta að verða í kjölfarið og ég tala ekki um ef einhverjar reglur væru um það hvað mörg prósent þjóðarinnar þyrftu til að krefjast slíkra kosninga. En eru margir Hafnfirðingar sem karfist hafa íbúakosninga vegna þess að þeir hafa sett sig svo vel inn í stækkun álversins? Það hefur algjörlega farið fram hjá mér nema á einum fundi um stækkunina á síðastliðnu hausti þar sem örfáir stuðningsmanna Vinstri-Grænna kröfðu bæjarstjórann um íbúakosningu enda áróðursmenn þar á ferð. En ég er hugsi hvort Alþingi þurfi ekki að taka upp þessi mál og breyta stjórnarskránni ef þetta fordæmi verður að veruleika. Það vita allir að fólk er kosið í bæjarstjórnir og til Alþingis til að taka á erfiðum málum. Þeir setja sig inn í hlutina og skoða þá frá A til Ö. Við Almenningur höfum ekki allan þann tíma til að lesa 1000 blaðsíðna greinagerðir um allt það sem okkar ágætu lögkjörnu menn eru kosnir til að gera. Á fundi sem ungir jafnaðarmenn héldu Sunnudaginn 19 nóv. kom fram að 50 manns hafi sótt um starf hjá fyrirtækinu í síðastliðnum mánuði. Mjög erfitt er að fá starf hjá fyrirtækinu þar sem starfsmannavelta er mjög lítil enda borgar fyrirtækið sambærileg laun sem vissulega þarf að berjast fyrir vegna samkeppni ódýrs vinnuafls frá öðrum þjóðum. Er það ekki hugsunarefni fyrir verkalíðshreyfinguna að semja ár eftir ár um lág laun og sitja síðan hjá þegar menn veitast að fyrirtækjum sem borga samkeppnisfær laun? Hvar er verkalíðshreyfingin í þessu máli? Vissulega eru ruðnings áhrif frá ómanneskjulegum láglaunum í betri laun? Þetta ættu menn eins og Ögmundur ásamt fleirum að vita. Það er unnið mjög gott starf hjá Alcan og starfsumhverfið til fyrirmyndar. umhverfisþáttunum og öryggisþáttum er mjög vel sinnt enda árangurinn við að lágmarka gróðurhúsalofttegundir á heimsmælikvarða síðasta áratug miðað við í upphafi starfsseminnar. Að lokum. Peningakassi Hafnarfjarðar mun bólgna út um 800 milljónir ef af stækkun yrði. þá fyrst væri hægt að tala um að létta á skattpíndasta útsvari bæjarfélags Hafnarfjarðar hvað samfeldur árafjölda varðar. í nánustu framtíð mun þjónusta við bæjarbúa aukast mikið enda margt hægt að gera fyrir 800 milljónir. Enda er Alcan burðarás atvinnulífs í okkar bæ og mun vonandi verða það áfram. |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 04:17
Horfum á framtíðina og látum aldrei afturhaldsöflin byrgja okkur sýn.
Fyrir rúmu ári síðan var stofnuð síða sem heitir Staðreyndir og umræður um stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík Á sama tíma komu mjög ósvífin skrif í fjölmiðlum frá mörgum skrifbendum sem kölluðu okkur starfsmenn mörgum illum nöfnum sem ég treysti mér ekki er að hafa eftir hér. Öll þessi skrif gegn okkur starfsmönnum í álveri áttu það sameiginleg að þær voru undirritaðar af stuðningsmönnum Vg. Ef þið hafið aðgang að net-Mogganum þá getið þið örugglega nálgast þessar greinar. Við framfarasinnar létum margan óhróðurinn yfir okkur ganga og létum litlu svarað enda vann Vg góðan sigur í sveitastjórnarkosningunum síðastliðnum, mikið til út á kostnað starfsmanna Alcans með Ögmund í broddi fylkingar.
Nú er nóg komið og skora ég á Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Frjálslynda flokkinn að koma sterkir til og blása niður þennan sósíalíska afturhaldsama málflutning Vg og stuðningsmanna úr Sól í Straumi niður því ég man eftir drunganum hér í Hafnarfirði árið 1993 þegar 10% Hafnfirðinga gengu hér um atvinnulausir eftir Vinsri stjórnina 1988.
Málflutningur afturhaldsinnana í Vg er stór hættulegur og margra áratuga afturfarar til fortíðar. Hafnfirðingar munu sjá svarta Sól í Straumi ef kjósendur Íslands vilja láta Steingrím fá lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Ef tekin er græna ímyndin af flokknum þá er ekkert eftir nema hinn argasti niðurrifs afturhalds sósialískur flokkur sem var vinnsæll hjá niðurrifs öflunum um miðja síðustu öld. Alþýðubandalagið sáluga barðist þó með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi
Læt þennan fyrsta kafla af mörgum um umfjöllun minni á Vg nægja að sinni. Ég þekki margt gott fólk sem aðhyllist grænu stefnu Vg en það er mín skoðun að stefna flokksins er stórhættuleg fyrir framtíð landsins og barnanna okkar.
Sjáum ljósið kæru Hafnfirðingar og stækkum Alcan.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Stækkum Alcan já Takk.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2007 | 00:05
Vinnum að því að lágmarka svifryk og stækkum Alcan
Svifryk er hættulegasta mengunin sem mannfólkið býr við.
Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan en þessi frétt kom frá fyrverandi starfsmanni Ísals í Kompás þætti síðasta Sunnudag - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum.sjá myndband frá Stöð 2
Miðað við ummæli sumra þá mætti halda að sumir dreymdu dagdrauma með höfuðið ofan í reyk.
Ég treysti sérfræðingum sem hafa farið yfir öll þessi mál og gefið Alcan leyfi fyrir stækkun. Nútímaverksmiðja á góðum vinnustað er draumur verkamannsins.
Kveðja Árelíus Þórðarson sem er umhverfissinni en vil hafa kröftugt atvinnulíf í sátt við náttúruna.
Stækkum Alcan já takk.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 00:51
Forsætisráðherra styður okkur framfarasinna um stækkun Alcans.
Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti því yfir í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að hann styddi stækkun álversins í Straumsvík.
Forsætisráðherra tók með orðum sínum afdráttarlaust undir málflutning okkar framfarasinna og annara samtaka í Hafnarfirði þegar hann sagði að stækkun álversins væri góð fyrir Hafnarfjörð og íbúa sveitarfélagsins. Jafnframt tók Geir Haarde fram að stækkunin væri hagstæð fyrir allt þjóðfélagið.
Nú hafa öll hagsmuna og verkalíðsfélög ályktað um stækkunina á jákvæðan hátt fyrir okkur framfarasinna.
Baráttusamtökin Sól í Straumi munu þó berjast fyrir stopp stopp hagvaxtarvélinni til 31 mars með góðum stuðningi Vg en vonandi ekki stöðvar 2.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Stækkum Alcan já takk.
Ferðalög | Breytt 15.3.2007 kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 03:25
Þúsund lýðræðissinnar kíktu inn á síðuna okkar um helgina. Ítarleg Kompás umfjöllun bíður betri tíma?
Berjumst öll fyrir réttlætinu og lýðræðinu, takk fyrir stuðning ykkar með þögninni.
Kveðja Árelíus Þórðarson sem erum rétt að byrja lokaslaginn fyrir því að gott fyrirtæki fái að dafna og þróast.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2007 | 23:28
Kompásþátturinn í kvöld.
Kompás þátturinn kom ágætlega út fyrir álversinna og andstæðinga miðað við það sem undan er gengið á fréttaveitum stöðvar 2, enda aðrir fréttamenn en þeir sem áður hafa verið talsmenn Sólar í Straumi.
Eitt sem ég tók þó eftir í þættinum var bréfið frá doctor Roth til bæjaryfirvalda sem ég var áður búinn að lesa á vef Sólar í Straumi en það er önnur saga. Ingvar fyrrverandi bæjarstjóri svaraði ágætlega fyrir það.
Átti erfitt með að skilja efnafræðinginn og fyrrverandi starfsmann Ísal fyrir tuttugu árum þar sem mér fannst hann tala út og suður, ekki alveg vera í takt við nútímalegan rekstur álvera?
Rannveig stóð sig vel að svara tíðum þráspurningum fréttamannsins.
Vona svo að bæði sjónarmið fái að njóta sín á fréttaveitum stöðvar 2 hér eftir.
Meira um þáttinn síðar eftir nánari skoðun?
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2007 | 00:12
Jón Ásgeir Jóhannesson? Völd stjórnmálamanna og lýðræðis réttlæti landsmanna minnkar á kosnað eigenda fjölmiðlanna
Vald stjórnmálamanna minnkar með hverju árinu sem líður.Vald eigenda fjölmiðla eða þeirra sem stjórna þeim vex að sama skapi. Þeir sem stjórna umræðunni hafa valdið. Við hin erum vanmáttug en sum okkar reyna þó að berjast gegn ofurvaldi og hafa oft sigur að lokum.
Við almúginn fáum oft litlu áorkað. Stundum finnst okkur við vera Davíð sem berjumst við Golíat ef við reynum að tala út frá hjartanu. Stundum eru ummæli afbökuð gagnvart þeim sem hafa eitthvað að segja. Vald eigenda fjölmiðla og þeirra sem stjórna þeim verður að breytast. Annars er lýðræðið í stórkostlegri hættu.
Ég vona að ný fjölmiðlalög taki á þessum hlutum þannig að öll sjónarmið verði látin ráða á kostnað einhlíts áróðurs.
Að lokum.
Jón Ásgeir? Ég vil alls ekki hafa þetta svona? Ég vil að fjölmiðlar og fréttamenn gæti hlutleysis. Fréttamaðurinn sem tók hádegisdrottningarviðtalið á stöð þinni í gær hefur alls ekki gætt hlutleysis í umræðu um álverið í Straumsvík í rúmt ár. Nú þarf að taka í taumana eða setja á ströng fjölmiðlalög sem munu ekkert gera annað en að auka lýðræðið. Eins og þetta hefur verið á stöð 2 undanfarið rúmt ár gengur bara alls ekki lengur.
Kveðja Árelíus Þórðarson
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 05:15
Alcan hefur lágmarkað gróðurhúsalofttegundir frá fyrirtækinu um 70% síðan árið 1990
Samkvæmt fréttavef BBC munu leiðtogar landa innan ESB skuldbindi sig til að draga úr gróðurhúsalofttegundum um 20% fyrir 2020 miðað við losunina 1990. Fyrir liggur einnig tillaga um skuldbindingu þess eðlis að 20% af orkuneyslu ESB komi frá umhverfisvænum orkuverum um 2020.
Frá árinu 1990 hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík minnkað um 70% á hvert framleitt tonn. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli í "álheiminum" enda er losun þessara lofttegunda mun minni í Straumsvík en í flestum öðrum álverum.
Við Straumsvíkurmenn erum bestir til að lágmarka gróðurhúsalofttegundir og ferlið okkar mun halda áfram.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Bindandi samkomulag ESB í mótun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 02:07
Kraftur Hafnarfjarðar er stækkun Alcans og áframhaldandi kraftur íþróttafélaganna og annara samfélagsmála.
Hafnarfjörður er mikill íþróttabær og mikill metnaður hjá þeim sem búa í bænum. Það sem hefur einkennt Hafnfirðinga er mikill kraftur og það að standa uppi sem sigurvegari. Sjálfur er ég gamall íþróttamaður og áður fyrr 30 kg léttari fékk ég stundum að finna fyrir þeirri tilfinningu að standa uppi sem sigurvegari eftir hörð átök á vellinum og mótum. Nú læt ég mér nægja að horfa á börnin mín lifa þessa tilfinningu í okkar bæ Mekka íþróttanna. Hjá Alcan starfa margir slíkir menn sem ætla sér að sigra þessa fáránlegu óígrunduðu íbúakosningu.
Í Hafnarfirði þekkir fólkið þá tilfinningu að sigra og að leggja sig fram. Íþróttafélögin í bænum hafa gert það í öllum aldursflokkum og við starfsmenn höfum gert það hjá okkar fyrirtæki í eitt það besta innan álgeirans.
Þróun íþróttafélaganna í bænum hefur verið einstök í öllum aldursflokkum og áttum við Hafnfirðingar hundruði íslandsmeistara í fjölmörgum íþróttagreinum á síðasta ári. Við hjá Alcan teljum okkur heimsmeistara í þróun á okkar gömlu verksmiðju en við viljum svo sannalega fá að þróast meir og fá að sýna okkar yfirburði ef Hafnfirðingar segja já takk við stækkun Alcans. Annars förum við í niðurgírinn og okkar frábæra verksmiðja með græna málminum verður lokað eftir nokkur ár.
Kæru Hafnfirðingar.
Ef Alcan verður stækkað þá trúi ég ekki öðru en að það verði mikill kraftur í öllum stoðum bæjarlífsins vegna vaxandi samfélagsábyrgðar fyrirtækisins. Ef Alcan verður ekki stækkað þá er það víst í mínum huga að dauði og drungi mun svífa yfir bænum okkar og krafturinn síðustu ára mun þverra út. Það er ekki nóg að benda á einhver sprotafyrirtæki eins og talsmenn Sólar í Straumi tala um og tönglast á um þessar mundir. Þeir verða að skilgreina hvað þeir eru að meina því sjálfur veit ég ekki hvað þetta sprotafyrirtæki þýðir.
Segjum JÁ TAKK við stækkun Alcans.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó