Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Sól í Straumi sækir um annan styrk til Hafnarfjarðarbæjar án hjálpar Vinstri- grænna,

Í  gær þann 15 janúar lögðu forsvarsmenn Sólar í Straumi fram nýja umsókn um nýja styrktarveitingu til Hafnarfjarðarbæjar.  Að þessu sinni án hjálpar forsvarsmanna Vg.  Það hefur líklegast ekki þótt nógu heppilegt að kreista þessa peninga út úr bæjarsjóði með hjálp vinstri- grænna?

Á heimasíðu Sólar í Straumi er hægt að lesa um umsóknina.

. “Nú í morgun lagði Sól í Straumi fram umsókn um styrk til Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknin miðast við kynningu á málstað Sólar í Straumi fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði fram að kosningu um málið. Í kostnaðaráætlun hópsins er gert ráð fyrir framhaldi á borgarafundunum sem haldnir hafa verið í vetur, aðkomu sérfræðinga að þeim fundum, útgáfu á prentuðu efni og dreifingu á því, auglýsingum, gerð teikninga og mynda af framtíðarskipulagi Straumsvíkursvæðisins, dagsferð fyrir Hafnfirðinga að virkjunarsvæðunum á Reykjanes og Þjórsá og öðru kynningarstarfi. Áætlun Sólar í Straumi gerir ráð fyrir heildarútgjöldum að upphæð 6.915.000,- með vsk. og hljóðar umsóknin uppá þá upphæð. Umsókn Sólar í Straumi er lögð fram í trausti þess að Hafnarfjarðarbær vilji að öll sjónarmið í stækkunarmálinu komi fram. Með mikilli sjálfboðavinnu kjarnahópsins og elju þeirra íbúa bæjarins sem bætast vilja í hópinn telur Sól í Straumi að fyrir þessa upphæð takist hópnum að kynna sín sjónarmið fyrir bæjarbúum.”

Mín skoðun er sú að það er ekki hægt að bæjarstjórnin veiti peninga í slík verkefni sem skaða bæinn okkar.  Hvet forsvarsmanna Sólar í Straumi að leita til fyrirtækja.  Ef bæjarstjórnin samþykkir svona styrki þá er hún búin að veita fordæmi til handa hinum ýmsu mótmælahópum.

Hvar á að draga mörkin í vitleysunni.

ÁÞ


Takk fyrir þessi hlýju orð til starfsmanna Alcans. Dorrit Moussaieff

Það er ekki hægt að segja annað en að manni hafi hlýnað um hjartarætur eftir að hafa fylgst með ágætu viðtali Evu Maríu  í Kastljósinu í gærkvöldi við forsetafrúnna Dorrit Moussaieff.  Þar talaði  forsetafrúin okkar með hlýjum orðum til starfsmanna fyrirtækisins.

 

Starfsmenn minnast vel heimsóknar Dorritar þar sem hún sem persóna kom okkur svo sannalega á óvart með sinni virðingu til okkar.  Ef starfsmenn hefðu ekki þekkt hana sem forsetafrú, þá hefðu starfsmenn haldið að ný kona væri að hefja störf hjá fyrirtækinu þar sem forsetafrúin leit á alla sem jafningja sína án yfirstéttahroka.

 

Ég vildi fá að segja þessa skoðun mína þar sem við álvers starfsmenn höfum svo sannalega fengið að finna fyrir óhróðri frá ýmsum á störf okkar á síðustu mánuðum.

 

Vona svo að forsetafrúin sjái sér fært að heimsækja okkur sem fyrst aftur í álverið og takk aftur fyrir þessi hlýju orð til starfsmanna.

 

ÁÞ


« Fyrri síða

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband