Leita í fréttum mbl.is

Þolinmæði ASÍ gagnvart ríkis­stjórninni á þrotum

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni gegn atvinnuleysi og einnig varðandi greiðsluvanda heimilanna en þar virðast stjórnvöld spila sig stikkfrí og láta fjármálastofnanir um að útfæra úrræðin.

Í frétt á vef ASÍ kemur fram að miðstjórnarmönnum, sem áttu fund í dag, finnist það skjóta skökku við því ljóst sé að bankar verði seint félagsmálastofnanir heldur muni þeir hér eftir sem hingað til fyrst og síðast ganga út frá eigin hagsmunum en ekki skuldarans. Bent er á að ríkisstjórnin verði að taka frumkvæði og axla ábyrgð til að aðstoða þau 17% þjóðarinnar sem að telur sig þurfa á sérstökum úrræðum að halda. Þau úrræði sem þegar hefur verið boðið upp á eru sögð hrökkva skammt:

,,Þá kom fram á miðstjórnarfundinum megn óánægja með áhugaleysi bæði stjórnar og stjórnarandstöðu á framgangi Stöðugleikasáttmálans. Sáttmála sem margir litu á sem tímamóta samkomulags síðasta sumar sem átti að leggja grunn að nýrri sókn í efnahags- og atvinnumálum. Nú vill ríkisstjórnin sem minnst af króanum vita. Þetta er óásættanleg staða þegar atvinnuleysi fer vaxandi og sífellt fleiri heimili stefna í þrot. Aðgerða stjórnvalda er krafist."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband