10.2.2010 | 19:59
Kristrún Heimisdóttir segir Indriða fara ekki rétt með
Kristrún gagnrýndi fjármálaráðherra og samninganefndina undir forystu Svavars Gestssonar í grein í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Indriði svaraði þeirri grein í Fréttablaðinu í dag og fullyrti þar að 18. desember 2008 hafi legið á borðinu fullbúin drög að lánasamningi vegna Icesave-skuldbindinganna, en þá var Baldur Guðlaugsson formaður samninganefndarinnar. Samkvæmt þeim samningi áttu vextir að vera 6,7% og taldi Indriði því að vel hefði gengið hjá nefnd Svavars, sem Indriði sat í, en þar var samið um 5,5% vexti.
Kristrún hefur ýmislegt við orð Indriða að athuga. Ýmis skjöl af þessu tagi eru til, enda reyndu Bretar og Hollendingar margsinnis að knýja Íslendinga til að ganga að tvíhliða lánasamningum sem Íslendingar töldu óaðgengilega, og höfðu samningsskjöl til reiðu með aðstoð íslenskra lögmannsstofa. Þetta skjal sætir því engum tíðindum og var aldrei borið undir ráðherra, segir hún.
Þá segir hún að á þessum tíma hafi verið langt í land að samningar lægju fyrir, enda lágmarksviðmið Íslands að ná pólitískum árangri á grundvelli ályktunar Alþingis um Brusselviðmið. Vísar hún þar í sameiginlegt minnisblað fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar Alþingis frá 14. desember s.l. en þar stendur:
,,Af hálfu Íslands var litið svo á að með hinum sameiginlegu viðmiðum væri komin upp ný staða í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga og að meira tillit yrði tekið til hinna fordæmalausu aðstæðna á Íslandi en gert hafði verið fram að því, svo sem í samkomulaginu frá 11. október. Í Brussel-viðmiðunum fælist n.k. núllstilling og var megintilgangur þeirra þríþættur. Í fyrsta lagi að losa um þá stíflu sem myndast hafði við afgreiðslu efnahagsáætlunar Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í öðru lagi að komast undan niðurstöðu gerðardómsins sem felldur var í kjölfar ECOFIN fundarins og í þriðja lagi að skapa grundvöll fyrir nýjum samningaviðræðum þar sem tekið yrði tillit til sérstaklega erfiðrar stöðu Íslands m.a. í formi hagstæðari lánakjara en þeirra sem fallist hafði verið á við Hollendinga mánuði fyrr.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Nú er þetta lið komið í hár saman! Hvar endar þetta?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.2.2010 kl. 09:14
Vonandi ekki í hjónabandi.
Rauða Ljónið, 11.2.2010 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.