Vill Sól í Straumi leggja niður barna- og unglinga íþróttir í Hafnarfirði.??
Eins og sést í grein þessari úr Fréttablaðinu sjá hér neðar.
Svig.
Enn um Alcan samfélagsleg ábyrgð eða mútur?
Umræðan Álverið í Straumsvík Í fréttaskýringu Inga Freys Vilhjálmssonar í Fréttablaðinu þann 3 janúar er fjallað um samskipti Alcan við hafnfirskt samfélag undir fyrir
Umræðan
Álverið í Straumsvík
Í fréttaskýringu Inga Freys Vilhjálmssonar í Fréttablaðinu þann 3 janúar er fjallað um samskipti Alcan við hafnfirskt samfélag undir fyrirsögninni samfélagsleg ábyrgð eða mútur, og spurningamerki hnýtt aftan við fyrirsögn. Í þessari grein langar mig að fjalla um þann part fréttaskýringarinnar sem lýtur að samskiptum Alcan og íþróttafélaga í bænum. Eins og fram kemur í fréttaskýringu Inga Freys er í gildi styrktarsamningur á milli Alcan og íþróttafélaganna í Hafnarfirði og var hann gerður árið 2002 og gildir til ársins 2007. Sterklega er gefið í skyn að samningurinn sé gerður af annarlegum hvötum eða þeim að hafa bein eða óbein áhrif á skoðanir bæjarbúa á fyrirtækinu og þá ekki síst kvenna, að mati Péturs Óskarssonar, forsvarsmanns Sólar í Straumi.
Í samningnum kemur að vísu ekkert annað fram en að fyrirtækið vilji sinna samfélagslegum verkefnum þannig að hér er einungis um að ræða skoðun Péturs en ekki einhvern sannleik. Mikil má framsýni Alcan manna vera ef þeir hafa byrjað að stunda kosningabaráttu sína árið 2002. Tilgangur Alcan er vafalaust að styrkja sína ímynd og orðspor meðal bæjarbúa og er þessi leið fyrirtækja alþekkt og má nefna dæmi um Actavis og FH, Shell og KR, Vodafone og Manchester United og svona mætti lengi telja.
Ingi Freyr vitnar einnig til Sigurðar P Sigmundssonar sem segir að "samningurinn sé kynntur sem styrktarsamningur en sé í rauninni íþyngjandi auglýsingasamningur". Ekki veit ég hvað Sigurður er að fara með þessari umsögn, hann hefði þá átt að afþakka styrkinn heldur en að þakka fyrir hann á þennan hátt. Þessi styrkur Alcan hefur ekki verið íþyngjandi okkur í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar FH heldur höfum við talið hann mjög sanngjarnan. Það að fyrirtækis sé getið í leikskrám á heimasíðu eða á búningum þar sem við á er alþekkt enda er það hvorki markmið fyrirtækja sem styrkja íþróttafélög eða íþróttafélaganna að því sé haldið leyndu, þvert á móti og þetta veit Sigurður. Ef hann vill ekki taka við fé frá Alcan af siðferðislegum ástæðum á hann einfaldlega að afþakka það fyrir hönd sinnar deildar en ekki nota það sem átyllu í pólitískri umræðu.
Þegar ég flutti í bæinn þá dáðist ég að því hvað þetta "skrímsli" út við ströndina var duglegt að styrkja íþróttafélögin í Hafnarfirði og þá sérstaklega barna- og unglingastarf. Hefur undirritaður starfað í íþróttahreyfingu síðastliðin 30 ár og hefur mér fundist styrkur Alcan inn í starfið gera okkur kleift að starfa á sómasamlegan hátt. Síðastliðin 3 ár hef ég verið formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH. Þar hefur Alcan komið vel að starfinu með fjárstyrk sem hefur gert félaginu kleift að mennta þjálfara enn betur og gert gæfumuninn í öllu starfinu. Aldrei í því samstarfi hafa komið fram neinar óeðlilegar kröfur um auglýsingar, umfjöllun eða annað sem hefur verið félaginu íþyngjandi á nokkurn hátt. Þess skal einnig getið að það var FH sem leitaði til Alcan eins og svo margra annarra hafnfirskra fyrirtækja eftir fjárstuðningi en ekki öfugt.
Þakka ber það sem vel er gert, en ekki vanvirða, hvort sem það er fjárstuðningur, sjálfboðavinna eða annar stuðningur við barna- og unglingastarf, sama með hvaða hætti það er. Minn skilningur er ekki sá að börnin okkar séu að þiggja mútur frá Alcan. Minn skilningur er sá að fyrirtækið sé að sinna sinni samfélagslegu ábyrgð af virðingu við sitt samfélag.
Alcan framleiðir ál og stækkun verksmiðju þess er umdeild í Hafnarfirði. Þá umræðu skulum við taka á málefnalegum nótum byggða á rökum um kosti og galla stækkunar, ekki á rógburði eða með því að gera eðlilega hluti tortryggilega. Það er ekkert tortryggilegt við stuðning Alcan við barna- og unglingastarf í Hafnarfirði, það er þakkarvert. Í samanburði við annað stórfyrirtæki sem styrkir íþróttirnar, Actavis, ekki get ég ímyndað mér að lyfjainntaka hafi eitthvað aukist hjá Hafnfirðingum.
Gísli Björgvinsson, formaður unglingaráðs FH.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Enski boltinn, Íþróttir, Lífstíll, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Var bent á þessa síðu. Hvað á maður að segja um svona vitlausa staðhæfingu? Hún er svo fráleit. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef í áratugi lagt fram ómælt sjálfboðaliðsstarf í íþróttahreyfingunni. Ég hef gert það með mikilli ánægju. Ég veit vel að það hefur alla tíð verið erfitt að fá fjármagn frá álverinu í Straumsvík til íþróttanna. Þangað leitaði maður síðast þegar verið var að safna auglýsingum í blöð eða alls ekki því maður vissi að það þýddi ekki. Álverið taldi sig einhverra hluta vegna vera stikkfrí þegar kom að samfélagamálefnum í Hafnarfirði.
Það var mér því fagnaðarefni sem og öðrum í íþróttahreyfingunni í Hafnarfirði þegar Alcan, Hafnarfjarðarbær og ÍBH gerðu árið 2002 samstarfssamning um eflingu íþróttastarfs 16 ára og yngri iðkenda í félögunum í Hafnarfirði. Ég sá þennan samning hins vegar ekki fyrr en fyrir um ári síðan og þá brá mér því að það er ekki annað að sjá en að þetta sé venjulegur auglýsingasamningur og það meira að segja frekar slakur. Þennan samning er hægt að sjá á heimasíðu ÍBH (ibh.is). Hvet lesendur til að skoða sérstaklega skilyrðin sem Alcan setur. Það er þetta sem ég var að deila á. Styrkurinn sem er 5 m.kr. á ári skiptist til 9 félaga sem sum hver eru með margar deildir. Það kemur því ansi lítið í hlut sumra þeirra. Þeir sem fá minnst fá andvirði einnar auglýsingar í bæjarblaði en fyrir það þurfa þeir að hafa félagsmerki Alcan á keppnisbúningum, bréfsefni, íþróttamannvirkjum, fána o.fl.
Ég þekki peningaharkið og allt telur og ber að þakka. Við spyrjum yfirleitt ekki hvaðan gott kemur. Hins vegar eru takmörk á öllu. Við sem erum í félagastarfi verðum að gæta þess hvað er hagkvæmt hverju sinni. Við í frjálsíþróttadeild FH höfum gert góða samninga við öfluga aðila. Það vita allir að ekki er auðvelt að setjast við borðið hjá slíkum aðilum ef allt sem hægt er að auglýsa er frátekið. Það að kalla framlag Alcan styrk er því rangnefni.
Sigurður P. Sigmundsson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 12:16
Sæll, Sigurður P. Sigmundsson
Efa það ekki að þú hafir unnið gott starf fyrir FH en hér hefur þú ruglað saman fyrrum eigendum af áliðjuverunu í Straumsvík, nú er komin annar eigandi Alcan sem hefur annað viðhorf til bæjarins og samfélagsins tímarnir breytast .
Það var ekki ég sem hljóp með þetta í blöðin þið voru tveir saman og lögðu upp greinina.
Og hljótið að bera ábyrgð á því er sagt var.
Þú mátt kalla það hvaða nafni sem er , það fjármagn sem Alcan veitir út í þjóðfélagið mútur íþyngjandi og hvað eina, en orð og athafnir lýsir mannshjartanu best ég bið þig að skilja það.
Kv.Svig.
Rauða Ljónið, 16.1.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.