Leita í fréttum mbl.is

Láglaunamaðurinn Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins

Formaður Starfsgreinasambandsins, var aðeins með 1,2 milljónir í mánaðarlaun árið 2008.  Formaður Starfsgreinasambandsins er ennfremur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur.
Þá  var hann stjórnarformaður hins merkilega Sparisjóðs Keflavíkur þegar hann féll. Hann er jafnframt fyrrverandi og núverandi formaður Festa sem tapaði á annan milljarð króna vegna gjaldþrotsins. Formaðurinn telur ekkert óeðlilegt við launamál sín og öllu vel stjórnað sem hann kom að.

„Ég vann mikið þetta ár, eins og ég hef reyndar gert alla ævi,“ segir Kristján. „Stundum er sagt að við í verkalýðsfélögunum eigum að vera á sömu launum og við semjum um fyrir skjólstæðinga okkar. En sannleikurinn er stundum sá að þeir fá oft hærri laun en við.“
springbird

Ég spyr hverjir í verkamannastétt fá hærri laun en formennirnir?
Er hér verið að afsaka sukkið.?
Samkvæmt Hagstofu Íslands voru meðallaun á Íslandi 355 þúsund krónur árið 2008 og meðalheildarlaun 454 þúsund krónur. Árið 2008 voru meðallaun verkafólks 226 þúsund krónur og meðalheildarlaun þeirra 339 þúsund krónur.  Kristján er og var því með um fjórföld verkamannslaun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband