16.5.2010 | 18:36
Auðlindir landsins seldar úr landi.
Aumingjaskapur og aulaháttur íslenskra stjórnvalda er uppmálað í þessu sorglega aðgæsluleysi um almannahagsmuni.
Sala Geysis Green á fimmtíu og tveggja prósenta hlut sínum í HS Orku til Magma Energy, eru sorgleg tíðindi. Auðlindir landsins eru að fara á alþjóðlegt markaðstorg og betra hefði verið að hér á landi væru lög sem vörnuðu því að auðlindir landsins kæmust í eigu erlendra fyrirtækja.
Samningaviðræður á milli Geysis Green Energy og Magma Energy um kaup Magma á hlut Geysis Green í HS Orku, hafa staðið yfir um nokkurt skeið
Fátt getur komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignist 98 prósenta hluti í HS orku. Þar með yrði þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í eigu erlendra aðila. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir þetta þýða að hagnaður af orkusölunni flytjist úr landi. Bæjarfélagið hafi með einkavæðingu á sínum tíma selt frá sér mjólkurkúna.
Geysir Green Energy er íslenskt orkufyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti í orkuútrásinni en á nú í vök að verjast. Það er nú í eigu Atorku, Íslandsbanka og fleiri. Geyris Green á 52 prósenta hlut í HS orku en reynir nú að hámarka eignir sína með sölu þeirra. Þar bíður við dyrnar kanadíska fyrirtækið Magma Energy, sem í gegnum dótturfélag í Svíþjóð, Magma Energy Sweden, á nú þegar 46 prósenta hlut í HS orku. Fyrirtæki Magma í Svíþjóð var stofnað vegna þess að orkufyrirtæki utan evrópska efnahagssvæðisins meiga ekki eiga í íslenskum orkufyrirtækjum. Magma hefur gert tilboð í hlut Geysis Green og ef þau kaup ganga eftir á Magma Energy 98 prósent í HS orku. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ segir að úr því sem komið er, geti fátt komið í veg fyrir söluna. Ef af sölunni verður segir Guðbrandur að hagnaður af rekstri HS Orku fari allur úr landi.
Ef samningarnir ganga eftir verður þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í nær 100 prósent eigu erlendra aðila og yrði það í fyrsta skipti sem íslenskt orkufyrirtæki væri alfarið í erlendri eigu. En þar með eignaðist Magma virkjunina í Svartsengi sem og Reykjanesvirkjun og nýtingarrétt á allri orku sem kann að finnast á Reykjanesi næstu 45 árin að minnsta kosti. Hagnaðarvonin er mikil segir Guðbrandur, enda sé Ásgeir Margeirsson sem áður var forstjóri Geysis Green nú forstjóri hjá Magma. Fyrir einkavæðingu var Hitaveita Suðurnesja í eigu sveitarfélaganna á svæðinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 87508
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Innlent
- Segja áskriftarpakkana ekki sambærilega
- Hátt í 300 nemendur bíða ákvörðunar stofnunarinnar
- Ungbörn fá bólusetningu gegn RS-veiru
- Yfir 1.600 hafa aðgang að LÖKE
- Skólakerfi og laxeldi í lamasessi?
- Ómögulegt að spá fyrir um eftirlaun Helga Magnúsar
- Hver má vera sterkur?
- Konan fannst heil á húfi
- Síminn hafði betur
- Sanka að sér upplýsingum vegna hvarfs Ólafs
Erlent
- Stakk kennara með hnífi
- Fannst kyrkt og brunnin í bifreið
- Varaforsætisráðherra Bretlands segir af sér
- Stórbruni í Svíþjóð
- Pútín: Menn gætu jafnvel lifað að eilífu
- Sneisafullar ferðatöskur af marijúana
- Tveir ísraelskir gíslar á Gasa í myndskeiði
- Vestrænar hersveitir yrðu lögmæt skotmörk
- Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins
- Breytir nafninu í stríðsráðuneytið
Fólk
- Laufey með stórtónleika í Kórnum
- Gummi Emil ber að ofan á októberfesti háskólans
- IceGuys-sjónvarpsserían tekur enda
- 76 ára í ótrúlegu formi
- Það ætti að vera í lagi að taka smá áhættu
- Neitar að hafa farið í brasilíska rasslyftingu
- Opnar sig um um afleiðingar þyngdartapsins
- Ég lít á þessa bók sem þjónustu við almenning
- Þorir ekki að vekja nýfæddu tvíburana
- Beindi sjónum að Gasa á frumsýningu Downton Abbey
Viðskipti
- Tungumálakrafa ESB gagnrýnd
- Porsche fellur úr 40 stærstu
- Skilvirkni hins opinbera skiptir sköpum
- Hagkerfið ræður best við stöðugleika
- Keyptu Mannlíf á krónu
- Segja tölur byggjast á misskilningi
- Undirbúa málstofu í Reykjavík í október
- Um 32 milljarða króna fjárfesting
- Emmessís í nýjar höfuðstöðvar í Grafarvogi
- Birta Kristín til Íslandsstofu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.