18.5.2010 | 22:21
Farsímafyrirtæki lögsótt vegna framhjáhalds.
Kanadísk kona, sem var eiginmanni sínum ótrú, hefur höfðað mál gegn farsímafyrirtæki sem hún skipti við þar sem hún ásakar félagið um að hafa komið upp um framhjáhald hennar. Greint er frá þessu í kanadískum fjölmiðlum í dag. Krefst eiginkonan ótrúa þess að fá 600 þúsund Kanadadollara í skaðabætur, 76 milljónir króna, frá símafyrirtækinu.
Gabriella Nagy, 35 ára, byggir skaðabótakröfuna á símafyrirtækið, Rogers Wireless, að það hafi brotið á friðhelgi einkalífs hennar og brotið samning við hana, samkvæmt frétt Canwest fréttastofunnar.
Samkvæmt dómsskjölum segist Nagy hafa óskað eftir því við símafyrirtækið að það myndi senda reikning í hennar nafni á heimili hennar en þess í stað kom farsímareikningur hennar í sama umslagi og aðrir reikningar heimilisins frá félaginu, svo sem afnotagjöld sjónvarps, netnotkun og heimasíminn. Allt á nafni eiginmannsins.
Eiginmaðurinn fylltist grunsemdum þegar hann tók eftir því að eiginkonan hringdi mjög oft í eitt ákveðið símanúmer og eftir að hafa hringt í það númer varð hann þess vísari að konan hafði verið honum ótrú með eiganda símanúmersins um nokkrra vikna skeið. Eiginmanninum var nóg boðið og yfirgaf Nagy og börn þeirra hjóna í ágúst 2007.
Framhjáhaldinu var lokið" segir Nagy í viðtali við Canwest. Hún ásakar símafyrirtækið fyrir að bera ábyrgð á því að hjónaband hennar rann út í sandinn. Hún hafi treyst þeim fyrir persónulegum upplýsingum og þeir hafi ekki verið traustsins verðugir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.