3.6.2010 | 22:43
Bauðst til að nudda bankamenn upp í skuldir
Arndís Einarsdóttir segir sögu sína í DV í dag en hún hefur verið atvinnulaus í tíu mánuði og þrátt fyrir að hafa sótt um fleiri hundruð störf hefur hún ekki haft árangur sem erfiði. Hún er menntaður heilsunuddari og segist hafa farið í bankann sinn og boðist til að nudda starfsemnn upp í skuldirnar sínar.
Arndís telur kerfið virka letjandi á fólk. Hún vill vinna en segir enga vinnu að fá og getur ekki verið í skóla því þá getur hún ekki framfleytt fjölskyldu sinni. Það er oft talað um atvinnulaust fólk þannig að það sé bara hangandi í fríi allan daginn en það er ekki þannig. Þú ert alltaf atvinnulaus. Þegar þú vaknar, sofnar, um helgar og á jólunum. Þetta er ekki frí. Sjálf hafði ég verið með þessa fordóma áður en ég varð atvinnulaus og dauðskammast mín fyrir það.
Arndís segist hafa leitað ýmissa leiða til að finna sér atvinnu. Ég fór til dæmis í bankann minn og bauð þeim að ég myndi nudda starfsfólk upp í skuldirnar mínar, það var bara hlegið að mér, segir hún og hlær við. Maður er bara að reyna að sýna sjálfsbjargarviðleitni en það er eins og það sé ekki gert ráð fyrir sjálfsbjargarviðleitni í kerfinu. Það er betra að hafa fólk bara á bótum.
Hún telur ástæðuna fyrir langvarandi atvinnuleysi sínu vera meðal annars sú að hún líti ekki vel út á pappír. Ég lít ekki vel út á ferilskrá, ég var heimavinnandi í 5 ár og svo fór ég í skóla. Það kemur ekki vel út á pappír. Ég er dugleg og hef mikla reynslu. Til dæmis sem foreldri geðsjúks barns og sem foreldri fyrirbura auk þess að vera menntaður heilsunuddari. En ég þarf bara að sitja út í horni og gera ekki neitt, segir hún.
Einnig telur hún að erfitt sé að koma sér að því maður sé bara nafn á pappír Þetta er svo breytt frá því hvernig þetta var fyrir nokkrum árum þegar maður gekk sjálfur inn í fyrirtækin og gat selt sig þannig, í dag er þetta allt í ferlum, segir Arndís.
Þessi 44 ára þriggja barna móðir segir sögu sína í DV í dag.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.