Leita í fréttum mbl.is

Már og Jóhanna ræddu um launin en hver segir satt.???

Már Guðmundsson seðlabankastjóri átti í beinum tölvupóstsamskiptum við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í júní í fyrra, um væntanleg launakjör sín, áður en hann var skipaður seðlabankastjóri. Stuttu áður en hann var skipaður í embættið sagði hann í tölvupósti til Jóhönnu að 37% launalækkun væri líkleg til að valda því að hann hætti við umsókn sína, en að hann bindi vonir við að hún finndi lausn á því máli. 

Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta.

Í tölvubréfi til Jóhönnu, dagsettu 21. júní 2009 segir Már. „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það."

Afrit af bréfinu var einnig sent á Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs Seðlabankans og Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.

Í bréfinu segir Már að komi til þess að laun seðlabankastjóra verði lækkuð um allt að 37% muni hann þurfa að fara yfir ákvörðun sína og miklar líkur séu á því að hún breytist. Í bréfinu virðist hann vísa í eitthvert fyrra samtal sitt við Jóhönnu.     sjá link.  
pinocchio



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gegnsæið:) Ææ..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.6.2010 kl. 20:53

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Var ekki utanríkisráðherra búinn að stinga upp á afturhalds-komma-tittinum Má Guðmundssyni í stað vondasta manni lýðveldisins í sæti bankastjóra? Hve gömul er þessi ráðstöfun?

Flosi Kristjánsson, 5.6.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Flosi er ekki rétt munað hjá mér að ráðstöfunin sé frá síðustu áramótum.
Silla. Gagnsæið var þar til að Jóhanna fékk flís úr Gosa nú kallast það glersæist horft á glerið á rönd og ekkert sést..

Rauða Ljónið, 5.6.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband