Leita í fréttum mbl.is

Tillaga? Kosið um stækkun Alcans 31 mars og samþykktt að veita styrki/fundargerð bæjarráðs Hafnarfjarðar.

       Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði  var samþykkt í gær eftirfarandi tillaga um styrki til hinna ýmsu samtaka um stækkun Alcans sem vilja kynna skoðanir sínar.  Einnig kom fram tillaga um að kjósa skuli um stækkun Alcans 31 mars.


3.      0701299 - Kjördagur og undirbúningur íbúakosningar vegna deiliskipulags á Alcan-svæðinu.  gð var fram eftirfarandi tillaga til næsta fundar?

”Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarráði að styrkja samtök/lögaðila sem leita eftir fjárhagslegum stuðningi vegna kynningar á sjónarmiðum og viðhorfum í tengslum við kosningarnar. Í því sambandi verði miðað við þær styrktargreiðslur sem veittar hafa verið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.”

  "Vísað til afgreiðslu á næsta fundi. " 

Ég fann það hvergi hvað bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur veitt mikla styrki til pólitískra athafna eða hvað slík upphæð er stór á síðustu árum.

  

Ef einhver veit meira um fordæmi á pólitískum styrkjum Hafnarfjarðabæjar, þá væri gott að fá innskot í athugasemdardálkinn. Það er mín skoðun að bæjarsjóður á ekki að ausa peningum úr tómum peningakassa í slík verkefni heldur eiga samtök að leita til fyrirtækja eða annara velunnara sem styðja þeirra mál. Nú er svo komið að bæjarkassinn verður líklegast að afgreiða tugi umsókna til hinna ýmsu samtaka sem vilja kynna mál sitt um stækkun Alcans.

 Stækkum Alcan,  JÁ TAKK. 

ÁÞ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kýs með stækkun álversins ef Vinstri grænir ætla að eigna sér andstöðuna á móti stækkuninni. Heldur er ég hallur undir að leyfa ekki stækkun en myndi aldrei gera neitt sem litið yrði á sem stuðning við sjónarmið VG, sem ég tel vera samtök svartasta afturhalds landsins. Bæjarfulltrúi VG ætti því að koma fram í þessu máli sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi VG vilji hún ekki fæla frá þá sem eru sama sinnis og ég.

Guðmundur Óskarsson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Guðmundur Óskarsson.

Kynningar varðandi stækkun munu verða bitar í miðlum nú á komandi dögum þar munu málin skírastra mun betur en hingað til, geta menn þá tekið afstöðu í ljósi upplýsinga hvað það er mikilvægt fyrir Hafnarfjörð að stækkum megi ná að fram að ganga.

Kv.Svig.

 

Rauða Ljónið, 25.1.2007 kl. 15:31

3 identicon

Andstaðan við stækkun erlenda auðhringsins Alcan er þverpólitísk eins og þeir vita sem vilja. Að sumu leyti get ég skilið afstöðu þeirra starfsmanna Alcan sem vilja að fyrirtækið fái möguleika að stækka þ.e. að þeir vilji tryggja störf sín. Hins vegar finnst mér þetta eigingjörn afstaða og þeir sem á þessa síðu skrifa ekki gera tilraun til að setja sig í spor þeirra sem eru á móti þessum stækkunaráformum. Ég á bágt með að trúa því að vel upplýst fólk sjái ekki önnur atvinnutækifæri í Hafnarfirði en fjölgun starfa hjá Alcan. Ég á líka bágt með að trúa því að fólk hafi þá framtíðarsýn að í miðjum bænum eftir u.þ.b. 20 ár verði risaálver.

Flestir stækkunarsinnar sem skrifa hér tala í messutón. Alli vinur minn bætir svo gjarnan við.. Já takk.. sem er úr gamalli herferð: ,,Veljum Íslenskt - já takk." Ég sé ekki betur en hann sé nú að prédika fyrir okkur að velja útlenskt, velja útlenskan auðhring sem hefur það eina markmið að hámarka gróða sinn.

Sigurður Pétur, (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband