24.1.2007 | 11:39
Álver - góður kostur
Er grein í URÆÐUNI á bls. 24 eftir Aðalsteinn Á. Baldursson og skrifar hann um álver í Húsavík í landi Bakka við Húsavík.
Og segir hann meðal anars, ,, Ég vil leyfa mér að halda því fram að það sé lífsspursmál fyrir
Norðlendinga að álver rísi með tilheyrandi eflingu byggðar og atvinnulífs."
Rauða Ljónið er sammála Aðalsteini að það sé mikið hagsmunarmál fyrir Húsavík og nágrenni, fái ný atvinnutækifæri til að Norðurland eystri og Þingeyjarsýsla svo þar megi blómstra byggð um alla framtíð.
Með kveðju til Húsavíkur, Svig.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
"Lífsspursmál fyrir Norðlendinga að álver rísi" vílíkt ótrúlegt bull. Heldur Aðalsteinn að Noðlendingar deyji ef það kemur ekki álver á Bakka? Þessi ummæli dæma sig sjálf. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 24.1.2007 kl. 11:58
Sæll, Hlynur, getur rökstutt þetta betur og það atvinnuástand á Húsavík og lagt til ný og komið á fót nýjum atvinnurekstri svo Húsavík megi blómstra um komandi framtíð.
Kv.Svig
Rauða Ljónið, 24.1.2007 kl. 12:28
Sæll Hlynur
Það er alveg ljóst að Hlynur veit ekki neitt um atvinnumál og þróun byggðar utan Akureyrar sem opinberast í þessu commenti hans. Hvert fyrirtækið af öðru hefur verið selt af svæðinu án þess að nokkuð komi í staðinn. Ef þú(Hlynur) myndir einbeita þér meira að byggða- og atvinnumálum í Þingeyjarssýslum, í stað þess að eyða tímanum í það hvernig best sé að vekja athygli með klæðaburði og hárgreiðslu á Alþingi, þá væri e.t.v. hlustandi eitthvað á það sem þú hefðir að segja. Svo er það einu sinni þannig að það geta ekki allir verið listamenn og lifað á opinberum styrkjum.
Það að Aðalsteinn, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur sé að bulla um atvinnumál á eigin félagssvæði er náttúrulega út í hött. Ef einhver veit hver staðan er þá er það hann, enda hafa Vinstri-grænir verið duglegir að fá hann til að skrifa um atvinnu- og velferðarmál í málgagn sitt hér Norðanlands.
Kv. Snabbi
Snabbi (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 13:22
Kæri Snabbi og Rauða ljón,
ólíkt ykkur hef ég fulla trú á Húsavík og Húsvíkingum. Það hefur margt gott verið að gerast í atvinnumálum á Húsavík en vegna stefnu ríkisstjórnarinnar til dæmis í gengismálum hefur atvinnulíf á landsbyggðinni mátt blæða. Vinstri græn á Húsavík lögðu fram fjölbreyttar og góðar tillögur um það sem hægt er að gera til að efla atvinnulífið. Það þarf sem betur fer ekki álver til. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 25.1.2007 kl. 14:03
Sæll, Hlynur.
Ég spurði þig hvort þú gætir komið á fót nýjum atvinnurekstri í Húsavík.?
Ekki einhverjum tillögum í kaffibollaviðræðum það eru aðeins draumórar sem aldrei koma til með að vara líkjast aðeins rúsneskri 5 ára áætlun er aldrei gekk upp.
Svo spurningin er aftur geturðu komið á fót nýjum atvinnurekstri svo Húsavík megi blómstra um komandi framtíð.?
Kv,Svig
Rauða Ljónið, 25.1.2007 kl. 14:59
Sæll Hlynur
Ólíkt þér þá er ég Húsvíkingur og hef fulla trú á mér sem og öðrum sem hér búa til góðra verka.
Þó ég sé ekki sérlegur aðdáandi núverandi ríkissjórnar þá finnst mér það alltaf ódýr rök að kenna stefnu hennar alfarið um það sem miður fer. Einnig hefur mér alltaf fundist það hjákátlegt að lesa stefnuskrár sem eru hlaðnar fögrum fyrirheitum en eru efnislega snauðar.
Það sem þarf Hlynur eru raunverulegar lausnir, ekki innihaldslaus fyrirheit sama hversu fallega sem þau kunna að hljóma.
Snabbi
snabbi (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 16:21
Kallar þú það "draumóra" að bygga sjúkrabíla og slökkvibíla á Ólafsfirði eins og gert er með góðum árangri, eða er Hvalaskoðun "draumórar". Ég þarf ekki að koma færandi hendi til Húsavíkur því þar eru margar hugmyndir sem vert er að byggja á. Við Vinstri græn höfum lagt til stuðning við lítil og meðlastór fyrirtæki svo að auðvelda megi nýsköpun í stað þess að drepa hana niður. Flest störf verða til á Íslandi í þessum geira en ekki í stóryðju. Húsavík á sér bjarta framtíð án álbræðslu (forsvarsmenn Alcoa tala alltaf um "Aluminium-smelter" og þar hafa þeir rétt fyrir sér.)
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 25.1.2007 kl. 16:24
Sæll, Hlynur,
Sé að þú er Ameríku sinnaður varðandi þýðingu á orðinu ,,Aluminium-smelter”
En þar sem ég er íslendingur fer ég eftir orðabókinni en þar stendur, það eru yfir 40 ár síðan þýtt var og notað í vorri tungu Álver , Álbræðsla er allt annar iðnaður en Álver, þýðingar úr ensku yfir í íslensku og svo aftur í ensku þar eru notuð hugtök sem eiga sér rætur til fornar menningu á íslenskumáli og svo ensku.
Hinsvegar eru til menn sem aðhyldast Amerískuni eins og þú og líta niður á íslensk mál og tungu menningu og listir.
Og halla sér að könum og vilja taka allt er þaðan kemur og vera eins og þeir.
Ég hallast undir íslenska menningu listir og tungu ólíkt þér.
Kv.Svig
Rauða Ljónið, 25.1.2007 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.