25.1.2007 | 21:43
Stækkum álverið í Straumsvík - fyrir fólkið.
Undanfarin ár hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera starfsmaður Alcan á Íslandi eða Ísal eins og við starfsmenn köllum fyrirtækið okkar í milli. Áður en ég hóf störf hjá Ísal hafði ég unnið hjá mörgum ágætum fyrirtækjum bæði hér á Íslandi og í Danmörku í meira en 15 ár. Án þess að lasta nokkurt af þessum fyrirtækjum þá get ég fullyrt að hvergi hef ég kynnst eins almennri starfsánægju og jákvæðum starfsanda og hjá Ísal. Það tók mig nokkurn tíma að trúa því að hægt væri að vinna í fyrirtæki þar sem bros mætir manni á hverju horni og allir eru tilbúnir til að rétta hjálparhönd ef þörf er á.
Það segir nokkuð um fyrirtækið að meðalaldur allra starfsmanna er um 46 ár og meðalstarfsaldurinn um 15 ár. Ef menn lenda í því að veikjast eða missa starfsorku að einhverju leyti er þeim boðið starf í Smiðjunni, sem er sérstök deild þar sem ekki er krafist fullrar starfsorku. Þar geta starfsmenn sinnt léttari vinnu eins og að yfirfara búnað, búa til barka og slöngur og annað sem fellur til í stóru fyrirtæki. Ætli það séu mörg fyrirtæki á Íslandi sem bjóða upp á áhyggjulaust ævikvöld í vinnunni? Þeir sem vilja fræðast meira um Smiðjuna ættu að lesa viðtöl við starfsmenn í grein á vef Alcan: http://alcan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=256.
Hvergi hef ég kynnst öflugra fræðslustarfi en hjá Ísal. Þar er starfræktur skóli sem nefnist Stóriðjuskólinn. Verkafólki og iðnaðarmönnum er boðið uppá nám sem metið er til náms á framhaldsskólastigi. Meira en 200 Stóriðjugreinar og Áliðjugreinar hafa verið útskrifaðir úr Stóriðjuskólanum. Meðal þeirra sem hafa útskrifast eru eflaust margir sem hlakka til að takast á við ný og spennandi störf í stækkuðu álveri og eiga þannig möguleika á starfsframa sem er takmarkaður í Ísal í dag.
Fyrir utan Stóriðjuskólann er mikið framboð af allskonar námskeiðum jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Öryggismálin eru gjarnan efst á listanum yfir þá fræðslu sem í boði er.
Í ár er Ísal að halda upp á 40 ára afmæli. Þrátt fyrir mikið og gott viðhald á þessum árum er verksmiðjan orðin gömul og úrelt á nútíma mælikvarða. Ef fyrirækið fær ekki að stækka og endurnýjast eru miklar líkur á að samkeppnin verði til þess að fyrirtækinu verði lokað innan 10 ára. Viljum við Hafnfirðingar virkilega að þetta fyrirtæki hverfi úr bænum okkar? Nei, sýnum samstöðu og kjósum já við stækkun í væntanlegum kosningum!
Kv.JG.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.