Leita í fréttum mbl.is

Mengun frá bílaumferð skemmir lungu barna í Rvk,?

Stjórnvöld á varðbergi  Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, upplýsti í samtali við Morgunblaðið í gær að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra myndi á næstunni kynna nýjar niðurstöður svifryksnefndar, sem hann hefur farið fyrir. "Það er talið að allt að 60 til 70 prósent svifryksmengunar megi rekja til umferðar," segir Ingimar. "Um sjö til átta prósent koma frá dísil- og vinnuvélum, auk lítils magns frá bremsuborðum. Afgangurinn á sér svo náttúrulegar orsakir, á borð við sjávarseltu sem kemur til okkar með norðanáttinni og frá loftögnum sem berast frá hálendinu."

Hann segir að ætlunin sé að rannsaka þessa samsetningu frekar og í framhaldinu verði leitað leiða til að draga úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir til greina koma að grípa til aðgerða til að draga úr mengun en segir slík skref viðkvæm og vill ekki tjá sig frekar um þau á þessu stigi. Til að ná árangri sé þó ljóst að aðgerðirnar þurfi að beinast gegn umferðinni.

 

Mengunin "algjörlega óviðunandi"  LÚÐVÍK Gústafsson, deildarstjóri hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir magn svifryks við mælingarstöðina við Grensásveg í Reykjavík hafa farið í 700 míkrógrömm á rúmmetra í lok nóvember 2005, sem sé "algjörlega óviðunandi". Vindstrengur frá Hvalfirði hafi síðan blásið menguninni á brott, sem hafi verið ein sú mesta síðustu ár, og magnið minnkað verulega. "Þarna var um að ræða hæstu mældu gildi á tiltekna tímaeiningu við Grensásveg," segir Lúðvík. "Í fyrra voru 29 dagar þar sem mengunin fór yfir heilsuverndarmörk við stöðina. Hún er samt hlutfallslega miklu minni en í Suður-Evrópu, svo ekki sé talað um Kína.

Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins, sem er samhljóma reglum Evrópusambandsins, hefur verið ákveðið að heilsuverndarmörk svifryks fyrir árið 2010 verði 20 míkrógrömm, eða það magn sem ekki er talið skaðlegt. Þetta er þó til endurskoðunar, enda efasemdir um hvort þetta sé nóg.

Gein úr Mbl. 28 jan 2007

Kv, Svig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband