29.1.2007 | 09:06
Mengun frá bílaumferð skemmir lungu barna í Rvk,?
Stjórnvöld á varðbergi Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, upplýsti í samtali við Morgunblaðið í gær að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra myndi á næstunni kynna nýjar niðurstöður svifryksnefndar, sem hann hefur farið fyrir. "Það er talið að allt að 60 til 70 prósent svifryksmengunar megi rekja til umferðar," segir Ingimar. "Um sjö til átta prósent koma frá dísil- og vinnuvélum, auk lítils magns frá bremsuborðum. Afgangurinn á sér svo náttúrulegar orsakir, á borð við sjávarseltu sem kemur til okkar með norðanáttinni og frá loftögnum sem berast frá hálendinu."
Hann segir að ætlunin sé að rannsaka þessa samsetningu frekar og í framhaldinu verði leitað leiða til að draga úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir til greina koma að grípa til aðgerða til að draga úr mengun en segir slík skref viðkvæm og vill ekki tjá sig frekar um þau á þessu stigi. Til að ná árangri sé þó ljóst að aðgerðirnar þurfi að beinast gegn umferðinni.
Mengunin "algjörlega óviðunandi" LÚÐVÍK Gústafsson, deildarstjóri hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir magn svifryks við mælingarstöðina við Grensásveg í Reykjavík hafa farið í 700 míkrógrömm á rúmmetra í lok nóvember 2005, sem sé "algjörlega óviðunandi". Vindstrengur frá Hvalfirði hafi síðan blásið menguninni á brott, sem hafi verið ein sú mesta síðustu ár, og magnið minnkað verulega. "Þarna var um að ræða hæstu mældu gildi á tiltekna tímaeiningu við Grensásveg," segir Lúðvík. "Í fyrra voru 29 dagar þar sem mengunin fór yfir heilsuverndarmörk við stöðina. Hún er samt hlutfallslega miklu minni en í Suður-Evrópu, svo ekki sé talað um Kína.
Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins, sem er samhljóma reglum Evrópusambandsins, hefur verið ákveðið að heilsuverndarmörk svifryks fyrir árið 2010 verði 20 míkrógrömm, eða það magn sem ekki er talið skaðlegt. Þetta er þó til endurskoðunar, enda efasemdir um hvort þetta sé nóg.
Gein úr Mbl. 28 jan 2007
Kv, Svig.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.