29.1.2007 | 16:10
Af hverju vothreinsun?
Mikið hefur verið rætt um hvort ISAL eigi að setja upp vothreinsibúnað. Málið snýst ekki um að setja upp búnað sem fjarlægir brennisteinstvíoxíð heldur að umbreita honum úr gasfasa í vökvafasa og skola til sjávar í stað þess að þynna í lofti. Ég vitna hér í ýtarlega skýrslu um mat á umhverfisáhrifum við stækkun ISAL í Straumsvík. Hanna má finna á heimasíðu ISAL (www.alcan.is):
,,Í starfsleyfum norskra álvera er gerð krafa um vothreinsibúnað til að hreinsa brennisteinstvíoxíð úr útblæstri. Þessi krafa hefur ekki verið gerð hér á landi, heldur hefur hvert og eitt tilfelli verið metið út af fyrir sig með tilliti til staðhátta og dreifingar mengunar, eins og gert er ráð fyrir samkvæmt BAT.[ ] Í Skandínavíu hefur súrt regn valdið talsverðum skógardauða og skaðað lífríki í vötnum. Uppsprettur þessarar mengunar eru að stærstum hluta utan svæðisins eða á Kólaskaga og í Mið- og Austur-Evrópu. Vandinn í Noregi og Svíþjóð er mikill vegna þess að vötnin eru rýr af bíkarbónati vegna kalklítils berggrunns. Geta þeirra til að hlutleysa sýru er því lítil (Danmarks Naturfredningsforening, 1989). [ ] Aðstæður á Íslandi eru á margan hátt ólíkar því sem er í Noregi. Til að mynda er súr úrkoma ekki vandamál hér á landi og áhrifa frá iðnaðarsvæðum Evrópu gætir lítið. Þá er íslenskur berggrunnur yfirleitt basískur og því ekki eins viðkvæmur fyrir brennisteinsmengun eins og til dæmis berggrunnur Noregs og Svíþjóðar. Þess má geta að basískur berggrunnur landsins veldur því að grunnvatn hérlendis fer víða yfir pH 8,5. Til samanburðar má geta þess að í Skandínavíu, þar sem súrt regn fellur, hafa vötn víða sýrustig á bilinu pH 4-5 (Árni Hjartarson, 1994).
Kveðja,
Fannar
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Sæll Kristinn,
Ef vothreinsun væri notuð myndi affall þess safnað í lón sem myndi síðan vera skolað til sjávar.
Fannar (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.