30.1.2007 | 04:04
Ómar Ragnarson. Jón Baldvinn, ég og Ljónið.
Ómar Ragnarson segir að fylgismenn Ljónsins séu galnir virkjunarsinnar. Ljónið spyr Ómar á móti hvort hann sé galinn umhverfissinni? Jón Baldvinn kallar vinnustaðinn okkar skrímsli?
Mun Ljónið, Ómar og Jón Baldvinn ná sáttum og byggja upp landið í sátt við náttúruna? Mér hlýnar um hjartarætur að Ómar hafi auglýst eftir hægri grænum en ekki Vinstri- grænum. Jón Baldvinn vill kljúfa Samfylkinguna?
Hver veit nema ég, Jón Baldvinn og Ómar verðum saman í flokki, Hægri-grænum þar sem vilji er til að nýta auðlyndir okkar í sátt við náttúruna til hagsældar lands og þjóðar? Ekki rétt?.
Að lokum Ómar og Jón Baldvinn?
Fólk verður að lifa af í þessu dýrasta landi heims? Ég vil minna ykkur á að lægstu launataxtar í okkar landi eru 124..000 á mánuði. Skrifa Eitt hundrað tuttugu og fjögur þúsund á mánuði?
Húsvíkingar eru búnir að reyna allt? . Álver er hátækni iðnaður? Alcan er sjálfbært fyrirtæki?
Ég skora á allt verkafólk þessa lands að rísa upp og berjast heiðalegri orðabaráttu gegn því fólki sem berst gegn okkur.
Hvar er verkalýðshreyfingin í þessu landi?
ÁÞ
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Ljóð, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Kæra ljón. Ég kalla ekki neinn vinnustað skrímsli. Öll vinna er göfug.
En mér hugnast ekki sú sýn að breikka gjána milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins með því að landsbyggðarfólkið eigi allt sitt undir stórverksmiðjum og þeirri einhæfni sem ég sá að í kringum slíka starfsemi í norskum byggðum en að höfuðborgarsvæðið fleyti rjómann af þeirri lífskjara- og menntunarbyltingu sem nútíma þekkingariðnaður og fjölbreytt hátækni ber með sér.
Það þarf ekki annað en nefna Finnland og "finnska efnahagsundrið"í því samhengi.
Á sínum tíma var lagður sérstakur vegur frá Húsavík til Kísiliðjunnar við Mývatn af því að þar var verksmiðja. Enn hefur ekki verið lagður heilsársvegur að Dettifossi eða göng í gegnum Vaðlaheiði, sennilega vegna þess að það eru ekki verksmiðjuvegir.
Engu fé er varið í að nýta þá stórkostlegu möguleika sem langstærsti og merkilegasti eldfjallaþjóðgarður heims frá Vatnajökli niður í hlaðvarpa Húsavíkur getur gefið. Á Hawai heimsækja 2,5 milljónir manna miklu minni og ómerkilegan eldfjallaþjóðgarð og fljúga þangað margfalt lengri leið en þarf að fara til Íslands.
Þingeyingar hafa ekki gert allt.Þeir hafa látið sefjast af 100 ára gömlum hugsunarhætti um verksmiðjur og orkubruðl sem patentlausn. Það þarf hugarfarsbreytingu, en til þess þarf að fá fólk til að hugsa, - hugsa málin upp á nýtt í takt við nýja veröld.
Ómar Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 07:43
Sæll Ómar.
Ég hef alltaf borið virðingu fyrir þér og horft á alla þætti sem þú hefur gert um landið okkar á síðustu áratugum.
Ég tel að við viljum báðir geta lifað í sátt við umhverfið í landinu okkar. Við erum bara með mismunandi augnsýn á leiðir. Ef við myndum mætast á miðri leið þá gætum við örugglega starfað saman í stjórnmála flokki.
T.d tel ég að stóraukning á ferðamannaiðnaði muni örugglega stórskemma landið okkar ef við horfum til framtíðar. Hófleg virkjunarstefna mun ekki gera það að mínu viti. Einnig er ég sá sem berst gegn of lágum launum en í ferðamannageiranum eru vissulega greidd lág laun.
Ég veit að við viljum báðir geta lifað í þessu dýrasta landi heims en ég tel að það sé mjög erfitt ef fólk berst gegn fyrirtækjum sem vilja þróast,dafna og verða samkeppnisfær.
ÁÞ
Rauða Ljónið, 31.1.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.