Leita í fréttum mbl.is

Þessi frétt gæti átt við Hafnarfjörð eftir nokkur ár ef Alcan fær ekki að nútímavæðast og stækka.

“Átta af þrjátíu starfsmönnum Skipalyftunnar í Vestmannaeyjum var sagt upp störfum fyrir helgi og kunna enn fleiri að missa vinnuna á næstunni.

„Að öllu óbreyttu verður fleirum sagt upp um næstu mánaðamót," segir Stefán Jónsson, yfirverkstjóri Skipalyftunnar.



Mennirnir sem sagt var upp hafa sumir um 45 ára starfsaldur að baki. “

------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Verður frétt í svipuðum dúr hér í Hafnarfirði eftir nokkur ár ef afturhaldsstefna verður ríkjandi hér á næstu árum og fyrirtækið Alcan fær ekki að stækka og nútímavæðast?

 

Þá yrði fréttin líklegast svona?  Alcan hefur ákveðið að loka verksmiðju sinni á næstu 3-5 árum þar sem allur tæknibúnaður og framþróun er orðið barn síns tíma.  500 starfsmenn með allt að 45 ára starfsaldur munu missa vinnu sína.

 

Húsvíkingar hafa reynt allt í 30 ár en flest allt hefur mistekist og er vonin álver.  Hafnfirðingar gætu vissulega fetað í fótspor húsvíkinga og beðið efir hinu margrómaða þekkingar eitthvað sem kemur kannski aldrei?

 

Kveðja.

Á.Örn Þórðarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafnfirðingar hafa líka reynt að margt en ekki getað vegna ruðningsáhrifa álversins. Er einhver búinn að spyrja Helga í Góu af hverju Góa fékk ekki nógu stóra lóð í Hafnarfirði? Eða er eitthvað að frétta af lóðaumsókn Vífilfells sem vill fá stóra lóð undir sína starfsemi í Hafnarfirði?
Staðreyndin er sú að lóðir undir atvinnustarfsemi í Hafnarfirði eru búnar, nema undir mengandi starfsemi sem má vera á þynningarsvæðinu.
Hafnfirðingar hafa misst af mjög mörgum störfum á síðustu árum vegna álversins. Matvælaframleiðsla er bönnuð á þynningarsvæðinu.
Það væri ekki vitlaust að fá einhvern reikningssnillinginn til að reikna út hvað við höfum tapað mörgum störfum af þessum orsökum.
Það er fleira í heiminum en ál - segjum nei við stækkun!

Rúnar Óskarsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Rúnar Ó, óskaplegt bull er skoða skipulagið kynntu þér máli.

Rauða Ljónið, 7.2.2007 kl. 09:13

3 identicon

Snýst þessi barátta ykkar um störfin ykkar eða aðra hagsmuni.  Ég fæ aðeins lesið úr þessu að þið eruð hrædd um störfin ykkar. Mörg kannski búin að starfa þarna lengi.

Það eru önnur sjónarmið sem skipta bara meira máli en störfin ykkar. Þið munið öll finna önnur störf og oft er það þannig að annað betra kemur bara í staðin.

Persónulega vorkenni ég þeim sem eru búnir að starfa í 10 ár + á sama stað því það er ekki holt og fólk festist í starfi.

Þótt ekki verði af stækkun þá verður ykkur ekki sagt upp strax daginn eftir. Það er áætlað að það taki 10 til 20 ár að láta reksturinn stöðvast.

Ef þeir starsmenn sem eru ekki með starsloka samning eftir 45 ára störf þá hefur verið svínað á ykkur af fyrirtækinu. Eðlilegt væri 6 mánuðir til allt að 2 ár hjá Íslenskum fyrirtækjum.

Hfj (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:35

4 identicon

Sæll A.Örn Þórðarson.  Ótrúlegt að þú skulir leyfa þér að vera með svona bölsýni og bera saman það sem er að gerast í Vestmannaeyjum. Aðstæður þar eru allt aðrar og Skipalyftan í Vestmannaeyjum átt við áralanga (áratuga) rekstrarerfiðleika að stríða. Þótt Alcan fái ekki fram stækkun nú er alls engin hætta á að álverinu verði lokað í bráð. Ef svo væri þá væri hægt að loka strax álveri Norðuráls sem byggir á eldri tækni og er að vinna ál eins og var gert í Straumsvík fyrir áratugum síðan. Síðan vil ég benda þér á að hafnfirskir starfsmenn álversins munu hafa að mun fleiri störfum að hverfa en þeir sem þú fjallar um.  Vil í lokin taka undir það sem Rúnar Ó segir, en ljóst er að álverið í sinni núverandi mynd og hvað þá stækkað takmarkar nýtingu svæðis undir aðra starfsemi vegna mengunar. Það geturðu kynnt þér í skipulagslögum Hafnarfjarðar fyrir svæðið. Kveðja þg

Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:51

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll , Þorsteinn. Eftir stækkun verðut þynningarsvæði 3m2 km Þynningar svæði er þá við lóðarmörk lóða Alcan er þá 20% af iðnaðarsvæðinu, 80% má þa nota undir iðnað frá a til Ö ekki rétt hjá þér. lesa sig betur til Þorstienn, Kv Svig,

Rauða Ljónið, 7.2.2007 kl. 15:45

6 identicon

Sæll Svig, Þú átt væntanlega við 3 km2 ?.

Ekki ferðu nú samt með rétt mál hér Svig. Vegna núverandi starfsemi álversins og þynningarsvæðis, er ekki heimiluð atvinnustarfsemi frá A - Ö eins og þú fullyrðir. Fyrirtæki í matvælavinnslu (sem falla þó innan A-Ö) er ekki heimiluð starfsemi á svæðinu vegna mengunar. Hafa skal það sem réttar reynist Svig.  

kv. Þorsteinn

Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 16:34

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Mælingar á co2 og svifryki í Rvk sýna mjög alvarlega mengun.

 Magn svifryks við mælingarstöðina við Grensásveg í Reykjavík hafa farið í 700 míkrógrömm á rúmmetra í lok nóvember 2005, sem sé "algjörlega óviðunandi". Vindstrengur frá Hvalfirði hafi síðan blásið menguninni á brott, sem hafi verið ein sú mesta síðustu ár, og magnið minnkað verulega. "Þarna var um að ræða hæstu mældu gildi á tiltekna tímaeiningu við Grensásveg,Í fyrra 2005 voru 29 dagar þar sem mengunin fór yfir heilsuverndarmörk við stöðina. Hún er samt hlutfallslega miklu minni en í Suður-Evrópu, svo ekki sé talað um Kína.

Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins, sem er samhljóma reglum Evrópusambandsins, hefur verið ákveðið að heilsuverndarmörk svifryks fyrir árið 2010 verði 20 míkrógrömm, eða það magn sem ekki er talið skaðlegt. Þetta er þó til endurskoðunar, enda efasemdir um hvort þetta sé nóg.

Gein úr Mbl. 28 jan 2007

Mælingar við Straumsvík hafa  aldrei náð þessum gildu í 40 árasögu fyrirtækisins þess vegan hefur komið til tals að endur skoða máli verði ekki stækkað.

 

Rauða Ljónið, 7.2.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband