7.2.2007 | 10:08
Dylgjum um starfsskilyrði starfsmanna í álverum svarað
Hildur Atladóttir fjallar um stóriðju og ásakanir stóriðjuandstæðinga.
Marta Eiríksdóttir kennari skrifaði grein sem birtist hér í blaðinu sl. þriðjudag undir yfirskriftinni ,,Hvalneskirkja hverfur titillinn á þó ekki nema að litlu leiti við það sem kom fram í greininni. Marta er fyrst og fremst í grein sinni að andæfa uppbygginu fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Ástæða þess að ég sé mig knúna til að setja línu á blað til andsvara eru hinar ótrúlegu dylgjur sem Marta setur fram í grein sinni um áhrif álvera á líf og heilsu einstaklinga.
Eftir tal um loftmengandi stóriðju snýr Marta sér að heilbrigðismálum starfsmanna álvera og einstaklinga sem búa í nágrenni þeirra. Steininn tekur úr þegar hún dylgjar um slæm starfsskilyrði starfsmanna og kastar síðan fram spurningunum: ,, Er kannski hvítblæði og krabbamein algengara á meðal þeirra eða astmi og lungnasjúkdómar? Hvert skyldi markmið Mörtu vera með þessum spurningum í grein sinni? Væntanlega að skilja lesandann eftir með þá tilfinningu að álver sé hættulegur vinnustaður, þar sem illa er búið að starfsmönnum og líkur á að þeir fái alvarlega sjúkdóma eins og hvítblæði eða krabbamein séu meiri en gengur og gerist vegna starfsumhverfis þeirra. Marta skrifar undir greinina sem kennari, ég vona að hún fjalli um mál er snúa að kennslu af meiri þekkingu og yfirvegun en hún gerir um starfsumhverfi álvera í grein sinni.Undirrituð er leiðtogi heilbrigðismála hjá Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, fyrir þá sem þekkja til vinnuaðstæðna starfsmanna álvers eins og þess sem rekið er í Straumsvík eru dylgjur eins og þær er Marta setur fram vægast sagt ósvífnar, órökstuddar og byggðar á augljósri vanþekkingu og sleggjudómum. Staðreyndin er sú að vinnuumhverfi starfsmanna er mjög gott. Það er tryggt að starfsumhverfi þeirra sé ekki á neinn hátt hættulegt heilsu þeirra og að fyllsta öryggis sé gætt í þeirra daglegu störfum. Að dylgja um auknar líkur á alvarlegum veikindum starfsmanna er ógeðfellt og ekki málstað andstæðinga stóriðju til framdráttar.Hildur Atladóttir.Höfundur er næringarfræðingur og leiðtogi heilbrigðismála hjá Alcan á Íslandi hf., Straumsvík.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Sæl Hildur leiðtogi
Það liggur beinast við að sýna fram á rannsóknir á til þess að svara spurningum Mörtu í staðin fyrir að vera með órökstuttar fullyrðingar. Eru til rannsóknir sem afsanna spurningar Mörtu?
Að mínu mati eru það góðir kennarar sem kenna spyrja í spurninga í staðin fyrir að mata þau með órökstuttum fullyrðingum. Ertu ekki sammála mér? Ég geri ráð fyrir að námið þitt hafi verið rannsóknamiðað..
Rifjaðu nú upp gamla takta frá því á námsárunum og svaraðu þessari spurningu með rannsóknum og rökstuttum athugasemdum eins og sannur leiðtogi á að gera. Þar að segja ef heilsufar starfsmanna í Álverum hefur verið rannsakað með tilliti til Krabbameins og hvítblæði. Ég hlakka til að sjá þær rannsóknir..
kv. Ingi Björn
Ingi Björn Sigurðsson, 7.2.2007 kl. 10:55
Einnig væri gaman að sjá tölur um fjarvistir vegna veikinda starsmanna. Skipt eftir því hvar þeir vinna. Er munur á þeim sem vinna á skirfostum og þeim sem starfa í skálunum os.frv. Einnig eftir starfsaldri.
Hfj (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:27
TIl að svara hfj þá var meðaltalið yfir fjarvistadaga hafi verið um 1,6 á mann árið 2005.
Varðandi dylgjur Mörtu, þá hefur enginn dáið fyrir aldur fram úr neinum af þessum sjúkdómum. Jafnframt held ég að enginn núverandi starfsmaður sé haldinn þessum sjúkdómum, allavega hef ég ekki heyrt um neinn.
Jón Gestur Guðmundsson, 7.2.2007 kl. 13:54
Sæll. Ingi Björn. Já rannsóknir liggja fyrir, starfsmenn hafa reglulega farið í læknisskoðun, haldnar er skýrslur frá því að starfsemi hófst, hér er ekki verið að setja fram órökstuddar fullyrðingar, ekkert hefur komið fram á þessum 40 árum sem styður læknisfræðilegar kenningar Mörtu heldur þvert á móti, skýrslur þessar getur beðum að fá að sjá hjá Landlæknisembædinu. En mundu það að kurteinsi og prúðmennska kostar ekki peninga, rudddaháttur og frekja lýsa innri manni,
Kv, Sigurjón V.
Rauða Ljónið, 8.2.2007 kl. 03:24
Ég þakka fyrir upplýsingarnar. Það er mín skoðun að Hildur hefði átta svara fyrir sig mig með upplýsingum í staðin fyrir að efast um kennsluhæfileika Mörtu. í greininni ásakar Hildur Mörtu á fimm stöðum um dylgjur. Mér finnst ekki hæfa leiðtoga að svara fyrir sig með dylgjum, heldur að svara tilgátunni með upplýsingum. Svipuðum eins og þið hafið gert. Eruð þið ekki sammála?
En vonandi hef ég ekki verið ruddalegur, því að það var ekki ætlunin og rauninni sárnar mér ef ég hef sært einhvern með ruddaskap.
Ingi Björn Sigurðsson, 9.2.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.