Leita í fréttum mbl.is

Hafnfirðingur tjáir sig um stækkun Alcans.

Ég Hafnfirðingurinn vill sjá að álverið í Straumsvík verði stækkað og ég trúi ekki öðru en að tæplega 80% Hafnfirðinga séu sammála mér.  Alcan er vel rekið fyrirtæki erlendra fjárfesta sem hafa séð um að halda í okkur líftórunni í einu skuldsettasta bæjarfélagi landsins. Alcan hefur aldrei hótað lokun en að sjálfsögðu fer eitthvað ferli af stað ef ekki verður af stækkun.Síðast en ekki síst ber álverið höfuð og herðar yfir önnur iðnaðarfyrirtæki á svæðinu hvað umhverfi og snyrtimennsku varðar.  Sá hagnaður sem álverið mun skila bænum okkar verður stórkostlegur miðað við önnur fyrirtæki í bænum.Höfundur er Hafnfirðingur og hefur búið í bænum okkar í 20 ár

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég Eðal-Hafnfirðingurinn þarf ekki að koma fram undir nafni frekar en mér þóknast.  Ég fæddist hér í Hafnarfirði og hef búið hér alla tíð (lengur en þú :o) 

Ég mana þig til að setja upp skoðunarkönnun hér á vefnum hjá þér um hvort fólk sé með eða á móti stækkun.  Ég skal lofa þér því að útlitið er svart fyrir álverið. 

Athyglisvert að sjá að þið færið engin rök fyrir meðferð á eldri mönnum innan fyrirtækisins sem ég nefndi í síðustu athugasemd minni...  Vona að þið hljótið ekki sömu örlög þegar aldurinn færist yfir ykkur. 

Eðal - Hafnfirðingurinn (hinn eini sanni) (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:17

2 identicon

Sæll  Eðall

Við skulum reyna að vera málefnalegir í þessari umræðu, vinsamlega ekki hóta starfsmönnum Alcans uppsögnum þó að þeir hafi ekki sömu skoðun og þú, það er einmitt svona hugsunarháttur sem Verkalýðsfélagið Hlíf hefur barist gegn í rúm hundrað ár nema svo sé að þú hafir sama hugsunarhátt og atvinnurekendur höfðu hér í bæ árið 1907.

Kveð með vinsemd.

Ingi A.

Ingi A. (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband