12.2.2007 | 21:33
Þróun atvinnuleysis á höfuðborgarsvæðið frá 1981 til dagsins í dag.
Á fjórða ársfjórðungi 2004 voru að meðaltali 4.000 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 2,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 2,1% hjá körlum en 2,9% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 6,9%
Líklegast munum við sjá svarta tíma á næstu árum þar sem mjög erfitt er að framfleyta sér á því að tína hundasúrur upp á hálendinu. Einnig sé ég ekki íslendinga velja sér það hlutskipti að vera að þjóna ferðamönnum í stórum stíl með því að búa um rúminn þeirra,klósett og skríða fyrir þeim.
Ef við rýnum í atvinnuleysistölur frá árinu 1981 til dagsins í dag þá kemur margt athyglisvert í ljós.Frá árinu 1981 til 1988 var atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu mjög lítið og mældist meðal atvinnuleysið á bilinu 0,3 til 0,9%. á ári
Á árunum 1989 til 1992 fór meðal atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu hægt vaxandi og mældist það þá á bilinu 1 til 2,9%. á ári.
Næstu ár á eftir voru mögur ár hjá launaflokki sem sumir vilja kalla síðustu kreppuna þar sem hagvaxtarvélin hætti að snúast og margir landsmenn lifðu þá af því að tína hundasúrur upp á fjöllum. Krepputímabilið það síðasta milli áranna 1993-1997 var erfitt hjá mörgum heimilum og mældist meðalatvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu þá á bilinu 5,1% til 6,1%, oft var það meira eftir árstíðum.
Á árinu 1997 ákvað þáverandi forsætisráðherra Íslands að blása kreppuna af en þá var nýbúið að starta nýjum skála hjá Ísal/ Alcan. Hagvaxtarvélin byrjaði að snúast þótt hægt gengi í fyrstu.
Strax árið 1998 hafði atvinnuleysið minnkað mjög mikið og var þá orðið 4,1% og fór lækkandi til ársins 2001 í 1,7%. Á árunum 2002 til 2005 var meðal atvinnuleysið frá 2,7% til 4,1% .
Mjög lítið atvinnuleysi var á árinu 2006 og lítið það sem af er þessu ári. En það er alveg klárt í mínum huga að við munum sjá hagvaxtarvélina hægja ferðina á næsta ári og síðan stöðvast ef engin vitræn umræða verður um hvernig okkur beri að nýta helstu orkulyndir okkar á sem skynsamlegasta hátt í sátt við náttúruna.
Stækkum Alcan í sátt við náttúruna til hagsældar og framtíðar Íslands.
Á. Örn.Þórðarson.
Atvinnuleysi 1,3% í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Sæll, Á. Örn Þórðarson !
Reit Halldóri Halldórssyni, starfsmanni ÍSAL (Alcan) bréfstúf, á dögunum, varðandi sjónarmið okkar Sunnlendinga, og svaraði Halldór mér, sem vænta mátti, á kurteislegum nótum.
Þótt ég sé, að hálfu Vestlendingur, tek ég upp þykkjuna fyrir hönd frænda minna, sunnlenzkra. Á. Örn ? Þykir þér hæfa, að þeir Landsvirkjunarmenn gangi, enn og aftur, á framtíðarorkuforða Suðurlands ? Það kann að skipta máli, hvað sem líður tali manna, um óþrjótandi hagvöxt og uppbyggingu stóriðju; að við, núlifandi kynslóðir Íslendinga gefum komandi kynslóðum, lengra inni á 21. öldinni kost á, að virkja vatnsföll og háhitasvæði, mögulega einnig til notkunar; í heimahéraði, eða er það ekki sanngjarnt sjónarmið ? Á fundinum, í Árnesi í gær var órofa samstaða heimamanna um, að stinga nú þegar við stafni, enda hagsmunir fjölda bújarða, og ábúenda sitt hvoru megin Þjórsár; í húfi !
Með beztu kveðjum, til Hafnfirzkra og nærsveitamanna, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 23:16
Sæll Óskar Helgi Helgason.
Þú spyrð mig hvort mér þykir hæfa, að þeir Landsvirkjunarmenn gangi, enn og aftur, á framtíðarorkuforða Suðurlands?Svar? Það eru mikil tilfinningarrök um þessar mundir um nýtingu landsins og hvar og hvernig á að virkja. Ég veit ekki betur en að þeir Landsvirkjunarmenn hafi verið að vinna vinnuna sína og verið á óformlegum fundum við landeigendum allt síðasta ár. Síðan skilst mér að hafnar séu formlegar viðræður við landeigendur og ábúendur sem hófust í janúar. Ég trúi ekki öðru en að vilji beggja aðila sé að ná niðurstöðu í málinu að virkja í sátt við náttúruna. Besta niðurstaðan fyrir alla er að ná samkomulagi. Hróp og köll ýmissa gerir ekkert annað en að tvístra þjóðinni. En hvað mig varðar þá tel ég að Alcan verði að stækka og fyrirtækið búið að semja við Landsvirkjun um orkuna.
Vona svo að rök skynseminar verði leiðandi hér á næstu árum og virkjað verði í sátt við náttúruna og hér verði öflugt atvinnulíf á komandi árum.
Að lokum þakka ég þér fyrir málefnalegt bréf.
Á. Örn Þórðarson.Rauða Ljónið, 13.2.2007 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.